Fréttablaðið - 05.12.2004, Qupperneq 55
■ TÓNLEIKAR
16.30 Aðventuhátíð Kórs Átthagafé-
lags Strandamanna verður haldin í
Bústaðakirkju. Þar syngur kórinn undir
stjórn Krisztinu Szklenár auk þess sem
barnakórinn syngur nokkur lög. Einsöngv-
ari með kórnum er Signý Sæmundsdótt-
ir. Meðleikari er Kári Þormar. Hugvekju
flytur sr. Sigrún Óskarsdóttir.
17.00 Bandaríski orgelleikarinn
Stephen Tharp leikur glæsilega orgeltón-
list tengda aðventu og jólum á stóra
Klaisorgelið í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir
eru líður í Tónlistarhátíð á jólaföstu í Hall-
grímskirkju.
17.00 Finnsku hjónin Sami Mäkelä
sellóleikari og Taru Myöhänen-Mäkelä
píanóleikari flytja verk eftir finnsk tón-
skáld, meðal annars Jean Sibelius, Aulis
Sallinen, Matti Rautio, á tónleikum í Nor-
ræna húsinu.
17.00 Kvennakór Reykjavíkur flytur
verk eftir Mozart, Brahms og Bach í Graf-
arvogskirkju ásamt strengjasveit, orgeli og
einsöngvurunum Huldu Björk Garðars-
dóttur, Jóhönnu Halldórsdóttur og
Sesselju Kristjánsdóttur. Stjórnandi er
Sigrún Þorgeirsdóttir.
20.00 Diddú og Blásarasextett
Mosfellsdals halda útgáfutónleika í
Landakotskirkju og flytja verk af nýút-
komnum diski sem heitir Ave María.
20.00 Aðventu- og jólatónleikar Kórs
Hjallakirkju í Kópavogi verða haldnir í
Hjallakirkju. Kristín R. Sigurðardóttir,
Erla Björg Káradóttir, Kristín Halla
Hannesdóttir og Gunnar Jónsson syngja
einsöng.
20.00 KK, Ragnheiður Gröndal, Erp-
ur Eyvindarson, Pollockbræður, Davíð
Jóhannsson, Margrét Eir, Geir Harðar-
son, Jóna Palla, Valur Gunnarsson og
Hilmar Garðarsson koma fram á tónleik-
um á Hótel Borg til styrktar Konukoti,
næturathvarfi fyrir heimilislausar konur.
Allir sem koma að tónleikunum gefa
vinnu sína og allur ágóði af þeim rennur
til reksturs athvarfsins.
20.30 Borgardætur, þær Andrea
Gylfadóttir, Ellen Kristjánsdóttir og
Berglind Björk Jónasdóttir, syngja í
Laugarborg ásamt þriggja manna hljóm-
sveit skipaðri þeim Eyþóri Gunnarssyni
píanóleikara, Þórði Högnasyni á bassa
og Helga Svavari Helgasyni á trommur.
20.30 Páll Óskar og Monika halda
jólatónleika í Háteigskirkju ásamt
strengjakvartett og kórnum Hljómeyki.
22.00 Reggítónleikar með Svasil á
Grand Rokk.
■ LEIKLIST
14.00 Leikhópurinn Perlan verður
með jólaskemmtun í Borgarleikhúsinu.
15.00 Brúðuleikritið Pönnukakan
hennar Grýlu verður sýnt í Kringlusafni
Borgarbókasafnsins.
■ FUNDIR
20.00 Kínaklúbbur Unnar kynnir
næstu ferð til Kína, sem verður farin l3.
maí til 3. júní, að Njálsgötu 33. Unnur
Guðjónsdóttir sýnir skyggnur frá Kína.
■ SAMKOMUR
14.00 Jóladagskrá hefst í Ingólfs-
nausti, Aðalstræti 2, með leik básúnu-
kvartetts undir stjórn Vilborgar Jónsdótt-
ur. Síðan verður reykvískum grunnskóla-
nemanda afhent viðurkenning fyrir síð-
ustu jólasveinasilfurskeiðina.
15.00 Sjónum verður beint að ís-
lenskum og erlendum jólasiðum í Þjóð-
minjasafni Íslands, þegar jóladagskrá
hefst þar í dag. Toshiki Toma, prestur
innflytjenda, tendrar ljósin á jólatrénu.
Szymon Kuran, Reynir Jónasson og börn
spila og syngja lög frá ýmsum löndum.
Léttar veitingar á fjölþjóðlegum nótum.
15.30 Ljósin verða tendruð á Óslóar-
trénu á Austurvelli í 53. sinn. Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur jólalög og Dómkórinn
syngur nokkur lög. Gunni og Felix fá alla
til að tralla með sér og þeir bræður
Giljagaur, Stekkjastaur og Stúfur segja
sögur og taka lagið.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar
en sólarhring fyrir birtingu.
SUNNUDAGUR 5. desember 2004 43
Hamrahlíðarkór syngur Bach
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands sl. fimmtudagskvöld sungu
Hamrahlíðarkórar Þorgerðar Ingólfs-
dóttur með hljómsveitinni. Stjórnandi
var Robert King. Einsöng sungu Gillian
Keith, Diana Moore, Gunnar Guð-
björnsson og Stephen Richardsson. Á
efnisskránni voru verk eftir Johann
Sebastian Bach og Georg Philipp
Telemann.
Menn hafa oft velt fyrir sér saman-
burði á samlöndunum og samtíma-
mönnunum Bach og Telemann. Sá síð-
arnefndi naut þeirra vinsælda og virð-
ingar í lifanda lífi, sem þeim fyrrnefnda
var jafnan neitað um. Á síðari tímum
hefur þetta snúist við. Það er alþekkt
að tíma tekur að átta sig á verkum
hinna mestu afreksmanna og í tónlist
er það algengast að þeir sem fram úr
skara njóti ekki umbunar atgervis síns.
Á þessum tónleikum gafst skemmti-
legt tækifæri til þess að bera saman
mismuninn á verki snillings og verki
þess sem var aðeins frábærlega snjall
og duglegur.
Svíta Telemanns í C dúr,
„Hamburger Ebb und Fluth“, er
skemmtilegt verk, hugmyndaríkt og vel
samið. Kaflinn um hinn ástfangna
Neptúnus t.d. er virkilega fallegur. Það
er í samanburðinum við Bach sem Tel-
emann bliknar. Svíta Bachs í D dúr,
sem þarna var flutt, er dýpri. Þó var
flutningurinn á því verki af einhverjum
ástæðum mun lakari en á verki
Telemanns. Þetta heyrðist enn frekar í
hinu fræga Magnificati í D dúr. Þar er
dýptin og sá frumleiki, sem hvorki
byggir á yfirlýsingum né teoríum, held-
ur stærð sköpunargáfunnar og kemur
sjálfkrafa hjá þeim sem atgervið hefur.
Á þessum tónleikum fengu fulla merk-
ingu hin fleygu ummæli Beethovens
„er sollte nicht Bach sondern Meer
heissen“ .
Tónlistarfólkinu tókst yfirleitt betur
upp með flutninginn eftir hlé en fyrir.
Stjórnandinn valdi að spila frekar í
hraðari kantinum, eins og hefur verið í
tísku með enskum um hríð. Það gerir
kröfur um hljóðfallslega samhæfingu,
sem ekki var alltaf staðið undir. Telem-
ann var hins vegar vel fluttur og Magni-
ficatið hljómaði mjög vel. Kórinn var
samsettur úr tveimur kórum núverandi
og fyrrverandi nemenda Menntaskól-
ans við Hamrahlíð. Þorgerður Ingólfs-
dóttir, sem hefur marga fjöruna sopið
þegar kemur að flutningi erfiðra tón-
verka með sínu unga söngfólki, sýndi
að hún er ekki á þeim buxunum að
leggja árar í bát. Kórinn hljómaði mjög
vel og það sem skorti á í nákvæmni á
stöku stað var ríflega upp bætt með
heillandi æskuþrótti .
Einsöngvararnir gerðu margt vel,
einkum í Magnificatinu. Sópranarían,
bassaarían og hinn yndisfagri dúett
tenórs og alts var allt saman mjög vel
flutt. Það tók hinn frísklega stjórnanda
nokkurn tíma að koma Íslendingunum
í gang, en það gekk að lokum. Úr hópi
hljómsveitarmanna áttu stórt hlutverk
þau Ásgeir Steingrímsson, trompet,
Daði Kolbeinsson, óbó, Bryndís Halla
Gylfadóttir, selló, og flautuparið,
Hallfríður Ólafsdóttir og Áshildur Har-
aldsdóttir. Þau stóðu sig öll vel.
TÓNLIST
FINNUR TORFI STEFÁNSSON
Sinfóníuhljómsveit Íslands og
Hamrahlíðarkórarnir
Stjórnandi: Robert King
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
2 3 4 5 6 7 8
Sunnudagur
DESEMBER
Bókaforlagið Ís-Land hefur gefiðút skáldsöguna PS: Ég elska þig,
eftir Ceceliu Ahern, í þýðingu
Sigurðar A. Magnússonar. Rétt fyrir
þrítugsafmælið missir Hollý eigin-
manninn sem verið hefur í senn eig-
inmaður, elskhugi, besti vinur og
klettur í lífi hennar. En Gerri hafði
lofað að vera henni ævinlega hollur
og stendur við það fyrirheit með því
að setja saman „Listann“ sem Hollý
uppgötvar óvænt eftir lát eigin-
mannsins, safn af gagnorðum orð-
sendingum í umslögum sem opnuð
eru samkvæmt
leiðbeiningum
hans, eitt í
senn, í byrjun
hvers mánaðar
fyrsta árið eftir
fráfall hans.
SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Tónlistarfólkinu tókst yfirleitt betur upp með flutninginn eftir
hlé en fyrir.
NÝJAR BÆKUR