Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 58

Fréttablaðið - 05.12.2004, Page 58
Barði Jóhannsson, forsprakki hljómsveitarinnar Bang Gang, hefur í mörgu að snúast um þess- ar mundir. Nýlega lauk tökum á myndbandi við lagið Find What You Get af plötunni Something Wrong sem kom út í fyrra. Leik- stjóri er Árni Þór Jónsson, sem m.a. gerði verðlaunamyndband fyrir rokksveitina Singapore Sling á síðasta ári. „Þetta var tekið upp á Akra- nesi, í bíóinu þar. Það er mjög sér- stök uppsetning á þessu, bara mjög hressandi,“ segir Barði. Bætir hann við að staðsetningin hafi passað mjög inn í hugmynd- ina á bak við lagið. Bang Gang fékk nýverið Eddu- verðlaunin fyrir myndbandið við lagið Stop in the Name of Love, sem er einnig að finna á síðustu plötu sveitarinnar. Því verður gaman að sjá hvernig til tekst með nýja myndbandið, en um miðbik þess eykst hressleikinn til muna að sögn Barða. Something Wrong kom út í Ástralíu í síðustu viku og er myndbandið þegar komið í spilun á tveimur sjónvarpsstöðv- um þar í landi. Fyrir skömmu var frumsýnd heimildarmyndin Íslenska sveitin sem fjallar um íslenska friðar- gæsluliða í Afganistan. Barði samdi tónlistina við þá mynd. „Það var frábært,“ segir hann um verkefnið. „Ég gerði tvö afgönsk popplög sem heyrast þarna í bak- grunni og síðan tónlistarskorið. Ég skemmti mér konunglega.“ Um þessar mundir er Barði síðan að vinna með Bubba Morthens að gerð næstu sólóplötu hans sem kemur út á næsta ári. Bubbi semur öll lögin en Barði út- setur. „Þetta er mjög skemmti- legt. Hann er mikill snillingur hann Bubbi, alveg gull af manni,“ segir hann um samstarfið. Barði er með fleira í pokahorn- inu, þar á meðal endurhljóðbland- anir og upptökur fyrir marga erlenda tónlistarmenn, m.a. frá Frakklandi og Sviss. Þar fyrir utan er að hefjast vinna við næstu plötu Bang Gang og hljómsveitar- innar Lady & Bird, sem er hliðar- verkefni Barða og frönsku söng- konunnar Karen Ann. Í mars á næsta ári fer Bang Gang síðan í tónleikaferð um Evrópu. Engir tónleikar eru aftur á móti fyrir- hugaðir hér á landi á næstunni. Aðspurður hvort hann hafi ekki samið jólalag eins og svo margir íslenskir tónlistarmann hafa gert upp á síðkastið er svarið einfalt: „Nei, aldrei. Mér finnst þau ömurleg,“ segir Barði. freyr@frettabladid.is 46 5. desember 2004 SUNNUDAGUR FRÁBÆR SKEMMTUN Sýnd kl. 3, 6, 8.10 og 10.20 Sýnd kl. 2.45, 5.10 og 7.15 m/ísl. tali. Sýnd kl. 4, 6, 8 & 10 SÝND kl. 1.15, 3.40, 5.45, 8 og 10.15 SÝND kl. 2, 4, 6, 8 og 10 b.i. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 2, 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 b.i. 14 Sýnd kl. 2 og 4 MINDHUNTERS KL. 8.20 & 10.30 B.I. 16 ára Sýnd kl. 8.20 B.I.14 ára HHH kvikmyndir.com HHH1/2 kvikmyndir.is HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl HHH Balli / Sjáðu PoppTV Kolsvört jólagrínmynd Sama Bridget. Glæný dagbók. Fór beint á toppinn í USA Frá leikstjóra Mr Deeds kemur gamanmynd sem fær þig til að missa það algjörlega. r l i tj r r r f r i til i l j rl . THE GRUDGE kl. 10.30 B.I.16 ára "Snilldarþriller! Skuggalega hrollvekjandi!" - Variety "Nístir inn að beini!" - Elle "Upplifun! Meiriháttar!" - Leonard Maltin Vivement Dimanche Sýnd kl. 4 Garde á Vue Sýnd kl. 6 Film Noir Kvikmyndahátíð (allar myndir með enskum texta) Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 B.I.12 ára CINDERELLA STORY kl. 2, 4 og 6 SHARK TALE kl. 2 m/ísl. tali. HHH Ó.Ö.H DV HHH S.V. Mbl JÓLAKLÚÐUR KRANKS HHH S.V. Mbl Óttist endurkomuna því hann er mættur aftur vígalegri enn nokkru sinni fyrr!! Sýnd kl. 1.50, 4, 6.10, 8.20 & 10.30 Sýnd í LÚXUS VIP kl. 8.20 og 10.30 Sýnd kl. 1.50, 4 og 6.10 m/ísl. tali. kl. 1.30, 3.40, 5.50, 8 & 10.10 m/ens. tali Sama Bridget. Glæný dagbók. HHH kvikmyndir.com HHH HL Mbl HHH1/2 kvikmyndir.is LADDER 49 SÝND KL. 10 SHALL WE DANCE? SÝND KL. 8 & 10.05 Sýnd kl. 6, 8 & 10 Jólamyndin 2004 Jólamyndin 2004 HHHH "Einstaklega vel gerð mynd á allan hátt, sem rígheldur manni strax frá upphafi. Þrælskemmtileg!"- H.L., Mbl i st l l r ll tt, s rí l r i str fr fi. r ls til ! - . ., l ■ TÓNLIST SMIÐUR JÓLASVEINANNA eftir Pétur Eggerz Sun. 5.des. kl. 14:00 uppselt kl. 16:00 laus sæti Þri. 7. des. kl. 10 og 14 uppselt Mið. 8. des. kl. 10 og 14 uppselt Fös. 10. des. kl. 9:30 og 14 uppselt Sun.12. des. kl. 16:00 laus sæti Miðaverð kr. 1.200 www.moguleikhusid.is Sími miðasölu 562 5060 Gwyneth Paltrow hefur samþykktað leika í Martini-auglýsingu sem sýnd verður á Ítalíu og í Ástralíu. Í aug- lýsingunni klæðist hún einungis karl- mannsskyrtu og sést hoppa yfir bar til þess að hella víni í glös fyrir bargesti. Hún samþykkti að leika í auglýsingunni eftir að forstjórar fyrir- tækisins sannfærðu hana um það að auglýsingin yrði aldrei sýnd í Bret- landi eða Ameríku. Ge- orge Clooney leikur einnig í Martini-aug- lýsingu sem sýnd er í bresku sjónvarpi. FRÉTTIR AF FÓLKI Myndband tekið upp á Akranesi BARÐI JÓHANNSSON Barði Jóhannsson hefur í mörg horn að líta um þessar mundir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.