Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 64

Fréttablaðið - 05.12.2004, Síða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 1 1 0 4 TÖFRANDI FERÐASAGA LOKSINS EFTIR 6 ÁRA BIÐ NÝ BÓK FRÁ HÖFUNDI GÓÐRA ÍSLENDINGA Þannig tekst Huldari að gera lengi vel tíðndalitla en kúltúrsjokkerandi ferð að töfrandi sögu sem færir lesendur fyrirvaralaust til Kína. ... MÚRINN Í KÍNA ER FERÐASAGA SEM FÆR MANN TIL AÐ PAKKA NIÐUR Í TÖSKUR OG FERÐAST Á FRAMANDI SLÓÐIR ÁN ÞESS AÐ HREYFA SIG. – Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið Huldar Breiðfjörð skrifar skemmtilega skýran stíl – tilgerðarlausan og blátt áfram. Það sem hann upplifir á ferðalaginu er blanda af endurtekningu og dýpkandi innsýn. ... Múrinn í Kína lætur ekki mikið yfir sér en skilur eftir sig þá hugmynd að maður hafi fengið ósvikna hlutdeild í reynslu sem byrjar í stefnuleysi en fer svo að taka á sig mynd, smátt og smátt. – Jón Ólafsson, Morgunblaðið Bjartur-1 22.10.2004 14:26:57 Samkvæmisleikir eftir Braga Ólafsson er mögnuð skáldsaga. Þrælmögnuð. ... eftir lestur bókarinnar situr maður gjörsamlega bergnuminn. Hvað gerðist eiginlega? ... Samkvæmisleikir er spennandi og átakanleg samtímasaga með lunkinni fléttu. – Hlynur Páll Pálsson, Fréttablaðið ALVEG FRÁBÆR BÓK, SPENNANDI OG FYNDIN. – Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljósið Við lestur þessarar spennandi og vægast sagt mögnuðu sögu hefur undirrituð endanlega sannfærst um að Bragi Ólafsson er án efa í hópi okkar bestu rithöfunda. – Sigríður Albertsdóttir, DV SAGA ÞESSI ER SNILLDARLEGA UPPSETT ... – Soffía Bjarnadóttir, Víðsjá Rás 1 , Örvæntingin Desember er mánuður örvænting-arinnar í skáldskap og bóksölu. Bækurnar byrja að koma út í nóvem- ber á bjartsýnisverði. Engin bók er þá undir fjögur þúsund krónum sem er hærra en verð á flösku af sterku víni. Fáir karlmenn trúa að jafn mikil víma fáist við lestur bókar og að lepja úr flösku og halla sér að henni en láta konur um léttvægi bóka og borðvíns. Efni bóka og markaður- inn miðast því við léttvínsneytendur, ekki sterkra drykkja. VERÐ Á BÓK er ekki lengi boru- bratt í bókabúð, innan skamms er það tvískipt í auglýsingum. Hið upp- haflega verð fær á sig fyrsta kross- inn: Fyrir neðan það er lægri núver- andi tala. Eftir það er endalaus nið- urvísandi straumur. Bókin verður bók mánaðarins í bókabúð og fæst með þrjátíu prósent afslætti. Ef bók er heppin á afsláttarleiðinni lendir hún í Bónus og hangir þar innan um jólakex skreytt englahári og ljósaser- íum, en færist síðan að kjötborðinu. MEÐAN BÓKIN baslar nálægt hangikjötinu hefst auglýsingaherferð í blöðum. Stúlkur í bókabúðum bera fram álit sitt sem dugar ekki lengi til þess að bók dragi fram lífið. Þá er byrjað að auglýsa hvar hún er á met- sölulistunum. Þar gerist hið undar- lega: Ótal bækur eru í fyrsta sæti. Því er gleðilegt að til skuli vera fyrsta sæti fyrir marga titla. Bekk- urinn virðist vera þétt setinn. Á hann komast auðvitað bækur fyrir létt- vínsneytendur og þá sem hafa notið fjöldaframleiðslu á lærdómi. Þær girnilegu fjalla um konur sem verða fyrir þeim hremmingum í lífinu að hrökkva miðaldra upp um nætur við hlið drumba sinna, kófsveittar og langar til að fyrirfara sér. Þær gera það auðvitað ekki; melta það bara með sér að síðustu blaðsíðu. En líka eru karlmenn sem lenda í hremmingum og hafa tekið upp þráð- inn þar sem hann slitnaði í eldhúsum þegar ómenntaðar mömmur sögðu: Böl barnanna er meira en það taki nokkru tali. MUNURINN ER SÁ að nú- tímapabbarnir eru ritfærir hremm- ingarfíklar. Til að undirstrika allt hefja leikkonur tískusýningu sár- anna. Þær ganga fram með eftirlík- ingar sem snyrtidömur hafa gert af áverkum kvenna sem urðu fyrir of- beldi en koma ekki nálægt sýning- unni, enda ekki nógu frægar og sæt- ar til að vekja athygli. Þetta er dæmi um það hvernig fyrrum bændasam- félag varð siðfágað. ■ BAKÞANKAR GUÐBERGS BERGSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.