Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 4
4 13. september 2004 MÁNUDAGUR Banaslysið við Kárahnjúka í mars: Lögregluskýrslan tilbúin KÁRAHNJÚKAR „Skýrslan er tilbúin á borði mínu og nú er ég að vega og meta næstu skref í málinu,“ segir Helgi Jensson, sýslufulltrúi á Egilsstöðum, en lögreglan hefur lokið rannsókn sinni á tildrögum banaslyssins sem varð í Hafra- hvammargljúfrum í mars. Bæði lögreglan og Vinnueftir- litið rannsökuðu slysið og gerði Vinnueftirlitið strax athugasemd- ir við upphaf rannsóknar sinnar. Niðurstöður Vinnueftirlitsins munu ekki liggja fyrir strax en Helgi vill ekki upplýsa hvort lög- reglurannsóknin gefi tilefni til ákæru. „Skýrslan er nokkur hund- ruð blaðsíður að lengd en á þessu stigi er ómögulegt að upplýsa um næstu skref. Það verður tekin ákvörðun næstu daga og þá í sam- ráði við saksóknara og aðra.“ Starfsmaðurinn sem lést starf- aði fyrir Arnarfell, sem er undir- verktaki Impregilo við fram- kvæmdirnar að Kárahnjúkum, en öryggismál á svæðinu heyra að flestu leyti undir Ítalina. ■ NÝBÚAR Alþjóðahúsið gagnrýnir nýútkomna skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Í skýrslunni segir meðal annars að skoða þurfi vandlega samstarf við Alþjóðahúsið vegna þess hversu miklir fjármunir eru settir í þennan eina þátt. Hafnarfjarðarbær ásamt fleiri sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu gerðu samning um samstarf við Alþjóðahúsið. Árskostnaður bæjarins er tæp- lega fimm og hálf milljón og fær bæjarfélagið þá 25 pró- senta afslátt af allri þjónustu Alþjóðahússins. Það sem af er árinu hefur bærinn keypt þjón- ustu fyrir um fjögur hundruð þúsund krónur. Þá segir að nýt- ing nýbúa á þjónustunni sé afar takmörkuð. hrs@frettabladid.is George Bush: Vottaði virð- ingu sína BANDARÍKIN George Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti rúss- neska sendiráðið í Washington öllum að óvörum í gær og vottaði samúð sína með fórnarlömbunum í bænum Beslan með því að skrifa í minningarbók þeim til handa. Heimsóknin kom þó ekki meira á óvart en svo að ljósmyndarar helstu fréttamiðla voru á staðnum. Þrjú ár eru síðan sorgin knúði dyra í Bandaríkjunum þann 11. septem- ber og hafa rússnesk stjórnvöld gagnrýnt að erlendir fréttamenn hafi gert minna úr hryðjuverkun- um í Beslan en annars staðar í heiminum. ■ ■ SKÓLAMÁL Er hægt að vinna stríð gegn hryðjuverkum? Spurning dagsins í dag: Óttastu kennaraverkfall? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 67,31% 32,69% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Umferð í Egyptalandi: Kostar marga lífið EGYPTALAND, AP Sex létust og 21 slasaðist þegar rákust saman rúta og leigubíll í suðurhluta Egypta- lands í gær, um 314 kílómetra suður af höfuðborginni Kaíró. Ahmed Hamam svæðisstjóri í Assuit, héraðinu þar sem slysið átti sér stað, skoðaði í gær að- stæður á slysstað. Umferðarslys eru tíð í Egyptalandi og er það sagt vegna slæms ástands vega og því að umferðarlögum sé ekki framfylgt sem skyldi. Lögregla í Egyptalandi áætlar að árlega farist um sex þúsund manns þar í landi í umferðarslysum. ■ HAFRAHVAMMAGLJÚFUR Þar lést ungur maður í vinnuslysi í mars síðastliðnum. Sex mánuðum síðar er skýrsla lögreglu loks tilbúin en Vinnueftir- litið dregur lappirnar. Ólympíuleikarnir í Grikklandi: Kostnaður yfir áætlun GRIKKLAND Líkur eru á að grísk stjórnvöld þurfi að glíma við gíf- urlega fjárlagahalla næstu árin en forsætisráðherra landsins hefur viðurkennt að Ólympíuleikarnir hafi kostað mun meira en nokkurn óraði fyrir. Hallinn er þegar kom- inn nálægt tvöföldu leyfilegu hámarki skulda hjá ríkjum innan Evrópusambandsins. Ástæður eru sagðar margar; flýta þurfti fram- kvæmdum við mannvirki sem ekki voru tilbúin áður en leikarnir hófust, illa var haldið utan um kostnaðarbókhald og enn eru að berast reikningar. ■ Tekist á um nýbúaskýrslu Sigurður Þór Salvarsson, hjá Alþjóðahúsinu, segir skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðar við nýbúa ómarktæka. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að breyta samningnum. Margir nýta sér þjónustuna „Við höfum sagt könnunina engan veginn vera marktæka því hún er ekki vísindalega unnin,“ segir Sigurður Þór Salvarsson, upplýsingafulltrúi Alþjóðahúss- ins, um nýútkomna skýrslu um þjónustu Hafnarfjarðarbæjar við nýbúa. Sigurður segir úrtakið í skýrslunni handahófskennt. Talað hafi verið við þrjá Pól- verja og fimmtán Filippseyinga þannig að af öllum nýbúum í Hafnarfirði sé það ekki einu sinni marktækt úrtak. Hann segir því út í hött að draga ein- hverjar ályktanir á samtölum við svo fáa. Þá gagnrýnir hann einnig að við gerð skýrslunnar hafi ekki verið aflað upplýsinga hjá Al- þjóðahúsinu um hversu margir Hafnfirðingar hafi nýtt sér þjónustu þeirra beint. Tugir hafi nýtt sér lögfræðiþjónustu Alþjóðahússins og yfir hundrað manns nýttu sér túlka og þýðingarþjónustu. Að auki hafi verið fræðsla í vinnuskóla Hafnarfjarðar þar sem fjögur hundruð unglingar fengu fjölmenning- arlega fræðslu. „Það stendur að einhverju leiti upp á bæjaryfirvöld að kynna bæjarbúum þá þjónustu sem þeir kaupa af Alþjóðahúsinu,“ segir Sigurður. ■ Engar breytingar ákveðnar „Við höfum ásamt nokkrum öðrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu verið í sam- starfi við Alþjóðahúsið og það hefur gengið ágætlega,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um gagnrýni Alþjóðahússins á skýrsluna. Lúðvík segir skýrsluna hafa verið gerða til að fá ákveðna yfirsýn yfir stöðu mála og finnst honum þeir hjá Alþjóða- húsinu vera óþarflega við- kvæmir fyrir því sem þar kemur fram. Engar ákvarðanir hafi verið teknar um að gera breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag eða um þann samning sem bærinn hefur gert við Alþjóðahúsið. Hann segir aðeins hafa verið vilja hjá bænum að skoða mál nýbúa sem eru orðnir um eitt þúsund í bænum af 50 til 60 þjóðernum. Nýbúar eru því orðnir um fimm prósent af íbúatölu bæjarins. Um að skýrslan sé óvísindalega unnin segir Lúðvík að ekki hafi ver- ið beðið um að gera vísindalega skýrslu um mál- in heldur var einungis verið að gera ákveðna könnun. ■ SIGURÐUR ÞÓR SALVARSSON Hann segir að höfund- ur skýrslunnar hefði átt að afla sér upplýsinga hjá Alþjóðahúsinu. LÚÐVÍK GEIRSSON Hann segir þá hjá Alþjóðahúsinu óþarf- lega viðkvæma fyrir því sem fram kemur í skýrslunni. Á SLYSSTAÐ Ahmed Hamam svæðisstjóri í Assuit, Egyptalandi skoðar aðstæður þar sem um- ferðarslys sem kostaði sex manns lífið átti sér stað í gær. SENDIHERRAFRÚ Í SKÓLA Í byrjun mánaðarins hóf Elaine Mehmet, eiginkona breska sendiherrans á Íslandi, að heim- sækja Valhúsaskóla á Seltjarn- arnesi. Sendiherrafrúin heim- sækir skólann vikulega og kynnir Bretland fyrir nemend- um í öllum árgöngum, að því er fram kemur á heimasíðu skól- ans. „Hún gerir þetta af áhuga á að kynna Bretland og breska menningu fyrir nemendum,“ segir þar. FÉLAGSMÁL „Það er vilji til þess, að halda áfram að vinna í samræmi við þær hugmyndir sem starfs- stjórn um málefni Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins skilaði af sér á síð- asta ári,“ sagði Þór Þórar- insson skrifstofustjóri Félagsmálaráðuneytisins um fyrirhugaða fjölgun sérfræðinga við stöðina. Hann bætti við að raunaukning hefði orðið á fjármagni til stöðvarinnar undanfarin ár, þannig að menn væru tiltölulega bjartsýnir á framhaldið. Umrædd starfsstjórn, sem í áttu sæti fulltrúar félagsmálaráðuneytis , Greiningar- og ráðgjafar- stöðvarinnar og hagsmuna- samtaka, komst meðal ann- ars að þeirri niðurstöðu, að fjölga þyrfti sérfræðingum stöðvarinnar um átta stöðugildi á fjórum árum. Stöðugildum hefur nú verið fjölgað um eitt og hálft. Nýverið var tekið í notkun 200 fermetra viðbótarhúsnæði Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvarinnar. Þar verður fagsvið þroskahamlana starf- rækt, svokölluð snemm- tæk íhlutun, sem felst í vinnu með ung, fötluð börn og foreldra þeirra. Það rými sem losnaði verður nýtt til bættrar aðstöðu fyrir einhverf börn. Þá rýmkast einnig um iðjuþjálfun, sem búið hefur við mjög þröngan kost. ■ Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins: Til stendur að fjölga sérfræðingum AUKNIR MÖGULEIKAR Stækkun húsnæðis Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins hefur í för með sér aukna og betri þjónustu. Menn eru heldur bjartsýnir á að hægt verði að fjölga sérfræðingum við stöðina. Á myndinni eru Árni Magnússon félagsmálaráðherra og Stefán J. Hreiðarsson forstöðu- maður stöðvarinnar. ELDUR Í HAFNARFIRÐI Eldur kviknaði í blokkaríbúð við Álfa- skeið aðfaranótt sunnudags þegar logi frá kerti læsti sig í gardínu. Kona í íbúðinni var flutt á sjúkra- hús vegna gruns um reykeitrun. Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðsins urðu nokkrar skemmdir í íbúðinni vegna elds og slökkvi- efna, en greiðlega gekk að slökkva eldinn. INNBROT Í FOSSVOGI Brotist var inn í íbúðarhús í Fossvogshverfi aðfaranótt sunnudags og hafði þjófurinn fartölvu á brott með sér. Þjófurinn hefur ekki fundist og málið er í rannsókn. EKIÐ Á KYRRSTÆÐAN BÍL Harður árekstur varð á Hellisheiði um fimmleytið á laugardaginn þegar jeppa var ekið aftan á kyrrstæðan fólksbíl þar sem hann beið eftir að geta tekið vinstri beygju inn á afleggjara Skíðaskálans í Hvera- dölum. Ökumaður fólksbifreiðar- innar var fluttur á sjúkrahús, en fékk að fara heim að skoðun lok- inni. Fólksbíllinn er ónýtur og jeppinn mikið skemmdur. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR 04-05 12.9.2004 22:02 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.