Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 46
Í frétt þann 30. ágúst sl. tilkynntu Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) að 36,6% af „heildargjald- eyristekjum“ þjóðarbúsins árið 2003 hafi komið úr þjónustu- greinum. Tala þessi var sögð koma úr „nýrri samantekt Seðla- banka Íslands“. Um leið var ályktað að Íslendingar séu orðnir „þjónustuþjóð“. Þar sem ég þekki vel tölur um gjaldeyristekjur, kannaðist ég ekki við svo hátt hlutfall þjónustugreina og skrif- aði grein í Fréttablaðið 7. septem- ber til að benda á að hér væri ekki farið rétt með þessar tölur. Emil B. Karlsson, verkefna- stjóri hjá SVÞ, hefur nú skrifað svargrein í Fréttablaðið 9. sept- ember, þar sem hann birtir tölur Seðlabankans um greiðslujöfnuð og telur það staðfesta réttmæti talna SVÞ. Af þeirri grein verður ljóst að hér er um útreikning SVÞ að ræða. Þessi tala kemur hvergi fram í „nýrri samantekt Seðla- banka Íslands“. Þótt reikningsað- ferð SVÞ sé sjálfsagt rétt, gera þeir mistök í hugtakanotkun. Þeir segjast styðjast við heildargjald- eyristekjur í sínum útreikningi en gera það í reynd ekki. Heildargjaldeyristekjur ná yfir þáttatekjur, sem eru vinnu- laun, vaxtatekjur af skulda- bréfaeign og ávöxtun hlutabréfa Íslendinga erlendis. Útreikning- ur SVÞ byggir hins vegar á tekjum af útflutningi á vörum og þjónustu þar sem þáttatekj- unum er sleppt. Jafnframt eigna þér sér hluta af þáttatekjunum með þessari framsetningu. Heildargjaldeyristekjur árið 2003 voru 317 milljarðar króna, og samanstóðu af 182 milljarða króna verðmæti vöruútflutn- ings, 105 milljarða króna verð- mæti þjónustu útflutnings og 29 milljarða króna verðmæti þátta- tekna. SVÞ fengu hins vegar út 288 milljarða króna með því að sleppa þáttatekjunum. Þegar rétt upphæð fyrir heildargjald- eyristekjur er notuð fæst að hlutfall þjónustuútflutnings var 33,2% árið 2003. Í svargrein SVÞ er einnig birt tafla með útflutningsverðmæti fyrir vörur og þjónustu. Þá bregður svo við að þáttatekjur eru hafðar með, en sem nettóstærð. Það er ekki rétt heldur. Aðeins er verið að fjalla um tekjur, en ekki gjöld. Sem dæmi má nefna að ef sömu aðferð væri beitt á útflutn- ingstekjur þjónustugreina, yrði innflutningurinn dreginn frá og eftir stæði hallinn í þjónustuvið- skiptum, sem var átta milljarðar króna árið 2003. Þá má benda á að tilefni þess- ara skrifa er tvíþætt. Annars vegar er nauðsynlegt að leið- rétta misskilning um gjaldeyris- tekjur sem kemur fram í tölum SVÞ. Í öðru lagi er nauðsynlegt að skilgreina efnahagsstarfsemi okkar á heildstæðari hátt en kemur fram í slagorði SVÞ að Íslendingar séu „þjónustuþjóð“. Til að bregðast við þeirri öru þróun sem er að verða á efna- hagslífi heimsins þurfum við að vera meðvituð um það sem skiptir máli fyrir efnahagslega velferð okkar, sérstaklega fyrir hvaða greinar komandi kyn- slóðir Íslendinga geri best að mennta sig fyrir og starfa við. Í því samhengi benti ég á öran vöxt gjaldeyristekna hátækni- greina sem afar ánægjulega og mikilvæga þróun. Þær greinar samnýta hátt menntastig og tækninýjungar sem leiðir til þess að framleiðnistig þeirra er hátt og framleiðnivöxtur ör. Þetta er lykil forsenda þess að hægt sé að borga starfsfólki góð laun. Um leið geta slíkar greinar verið góð uppspretta gjaldeyris. Til að viðhalda háu atvinnu- og tekjustigi í framtíðinni er af- farsælast að efla vöxt slíkra greina með viðeigandi aðgerðum. Þá er spurt eftir forsendum að baki staðhæfingar að í lok þessa áratugar verði iðnaður (ásamt áli) líklega orðin stærsta einstaka greinin í gjaldeyrisöfl- uninni. Slík niðurstaða fæst með því að reikna með 170% aukn- ingu í útflutningi á áli vegna byggingar Fjarðaráls og stækk- unar Norðuráls. Þá er reiknað með að útflutningsverðmæti í þjónustu og hátækniiðnaði aukist að raungildi en að útflutn- ingsverðmæti sjávar- og land- búnaðarafurða og hefðbundinna iðnvara standi í stað. ■ Að birta og verja rangar tölur ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON HAGFRÆÐINGUR SAMTAKA IÐNAÐARINS UMRÆÐAN ÍSLENSKT EFNAHAGSLÍF 13. september 2004 MÁNUDAGUR18 Ósköp á þjóðin mín bágt. Mikil býsn þarf hún alltaf að skammast sín fyrir fortíðina. Þessi þjóð var aldrei nógu fín, nógu rík, nógu smart. Hún var fámenn og fáfróð. Menning hennar ævinlega púkaleg og breyt- ingarskeið hennar öll hallærisleg. Aldrei hafa aðrar þjóðir reynt neitt þvílíkt. En nú er öldin önnur. Nú erum við loksins komin í álnir, erum alvöru smart og kunnum okkur. Betri í dag en í gær. Nú er Þjóðminjasafnið okkar til dæmis orðið alvöru fínt og smart. Já, það var kominn tími til! Ég óska landsmönnum öllum til hamingju. Það var að heyra á öllum sem við var rætt við opnun safnsins að nú væri það komið í sinn rétta búning. Nýjustu tækni er beitt til að koma upplýsingum um menningu okkar til skila og umgjörðin um dýrgripina þannig að þeir njóta sín sem best. Þetta ætti að endast í nokkur ár, trúi ég. Vonandi hefur Þjóðminjasafninu verið ætlað það rekstrarfé sem þarf til þess að endurnýja „nýj- ustu tæknina“ sem er úrelt á morgun og drífa inn nýjar sýn- ingar þegar aðsóknin dalar aftur. Það er einkennilegt, en margt nýja, smarta útlitið virðist eldast illa á meðan askarnir og amboðin standa fyrir sínu. Þess vegna var líka fróðlegt að sjá nýstárlegan búning á nokkrum aðstandendum safnsins. Mennta- málaráðherrann klæddist krækt- um upphlut við langerma T-bol og var húfulaus. Þetta ku mörgum hafa líkað vel, öðrum misvel. Sumir vilja meina að þarna hafi ráðherrann meðvitað verið að gera búninginn „alþýðlegri“ og „notendavænni“. Æ já, ég var búin að gleyma: það blotnar í skottinu í vínglasinu og húfutetrið bælir hárið. Skyrta með klút eða nælu er líka ekki nógu sportleg. Stutterma- bolur kæmi ugglaust til greina þegar margt er um manninn og heitt í veðri. Hver veit nema ráð- herrann hafi haft samband við Þjóðbúningaráð sem er einmitt á vegum menntamálaráðuneytisins. Eða er hún búin að leggja ráðið niður? Starfsmaður safnsins sem rætt var við í sjónvarpi var einnig í upphlut og bar hún hann frjáls- lega með bolfaldinn upp úr pilsinu. Millunálin sveiflaðist glaðlega um konuna, en annar fatnaður virtist einhver samtíningur og húfulaus var hún eins og ráðherra. Auðvitað voru þessar tvær konur vitandi vits um að þær voru ekki að bera íslenska þjóðbúning- inn. Hins vegar var þessi vísun til hans misheppnuð því viðleitnin leit út eins og verið væri að reyna að gefa þjóðbúningnum nýtt útlit. Þjóðbúninginn þarf ekki að poppa upp. Hann lifir góðu lífi hjá þeim sem kunna að meta hann. Þeim sem finnst hann ekki nógu smart ættu bara að láta hann eiga sig. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar endurnýjuðu marg- ar konur gamlar silki- og lérefts- skyrtur og svuntur og skrýddust glaðar gerviefnum og blúndum sem annars hentuðu í gardínur og stórísa. Þær konur vildu búning- num aðeins það besta, nælon og nýjasta nýtt, en það var mis- skilinn greiði, bóla sem hjaðnaði. Jafnvel það eitt að skipta yfir í þau annars hentugu bómullar- og teygjuefni sem gjarnan eru í þægilegum nærbolum er óþarfa misskilningur af sama toga og ég efast um að nokkrum nema Íslendingum dytti í hug að „leið- rétta“ þjóðbúninginn sinn eða yfirhöfuð láta eins og það skipti ekki máli hvernig farið er með hann. Þannig tekur heimóttar- hátturinn á sig ýmsar myndir. Íslenskir þjóðbúningar hafa vakið nokkra athygli að undan- förnu. Það væri óskandi að upp- lýsingin um þá væri meiri. Þá myndu mætir pistlahöfundar til dæmis ekki kalla skautbúning forsetafrúarinnar upphlut, en hún bar skautbúninginn greini- lega af miklu stolti. Í sumar tengdist umræðan um þjóðbún- inginn einhverjum furðulegum skoðunum á því HVER mætti bera þjóðbúninginn með tilliti til þjóðernis og litarhafts. Þessi umræða andaði óþægilega af rasisma þegar svarið er svo augljóst: Þjóðbúning hlýtur hver og einn að mega bera sem vill bera merki viðkomandi lands. En þá er líka eins gott að við vitum hver þjóðbúningurinn er. Ég mæli með því að fólk í vafa leiti sér upplýsinga. ■ Samningaferli sem hlýtur að teljast einstakt er að renna sitt skeið. Verk- fall kennara virðist vera að bresta á. Samningamenn sveitarfélaganna hvika hvergi og telja enga þörf á að endurskoða vinnutímaákvæði síð- ustu samninga. Þeir koma sífellt aftur að þeim punkti að kennarar upp til hópa vinni ekki vinnuna sína. Hvenær hafa menn heyrt að samninganefndir atvinnurekenda á hinum almenna vinnumarkaði taki 2-3 daga rétt fyrir verkfall að fara á vinnustaði, til Eimskips eða Hag- kaupa, til að ræða við starfsfólk um réttmæti krafna verkalýðsfélaga og reyna að reka fleyg milli launafólks og verkalýðsforystunnar. Þetta létu samningamenn sveitarfélaga sig hafa. Þeir fullyrða að 90% þátttaka kennara í atkvæðagreiðslu um verkfall og 90% stuðningur við verkfall sýni að kennarar séu fjar- stýrðir af forystu kennarasamtak- anna og hafi ekki sjálfstæðar skoð- anir. Mikill tími fer í að ræða og finna mínútur hér og þar hvar kenn- arar hugsanlega eru ekki að vinna. Má þar nefna þá „vitrænu“ vinnu að reikna hvað kennarar nota margar mínútur til að tala í síma af þeim 40 mínútum sem þeim er úthlutað á viku sem viðtalstíma. Þar séu kenn- arar kannski að stela 20 mínútum. Telja menn að þetta skili mönnum áleiðis nær samningum? Hvernig er með gjaldkera í banka? Hvað eru margar mínútur sem hann er ekki að afgreiða á hverri klukkustund. Á að draga þær af honum? Finnst fólki forsvaranlegt að þessi dýr- mæti tími sé ekki betur nýttur til jákvæðari umræðu? Ég fullyrði að enginn sem átti þátt í síðustu samningum vissi almennilega hvað kæmi út úr þeim þegar þeir færu að rúlla. Enda hefur túlkun hans verið umdeild og fjöldi kæra frá kennarasamtökun- um um túlkun sveitarfélaganna komið til úrskurðar. Í 90% tilfella hefur úrskurður fallið kennurum í vil. Kennarar samþykktu að lengja skólaárið um 10 daga að beiðni sveitarfélaganna og flytja 4 starfs- daga til upphafs eða loka skóla- ársins. Skólar hefjast núna um 15. ágúst og geta staðið til 15. júní. Júlí og hálfur ágúst eða 6 vikur er sum- arfrí eins og aðrir landsmenn hafa. Standa þá eftir nokkrir dagar seinnipartinn í júní. Hverjum kenn- ara ber að skila allt að 150 stundum í endurmenntun á ári. Margir skólar reyna að fella hana að einhverju leyti inn í vetrarprógrammið en ná aldrei nema helmingi tímafjöldans þegar best lætur. Það sem eftir stendur þarf að taka í júní eða á öðrum tíma að sumri. Skólastjórar fylgjast með og það kostar kennara allt að 3 launaflokka eftir aldri ef hann ekki fylgir endurmenntunar- áætlun skólans. Kennarar seldu þessa daga og bættu við sig vinnu. Þeir voru seldir of ódýrt og kennar- ar voru plataðir. Hverjir eru nú ó- ánægðir með lengri skóla og þá um leið að kennarar fái bara 6 vikur í sumarfrí?. Ekki sveitarfélögin, ekki kennarar almennt heldur foreldrar. Foreldrar eru óánægðir! Segja má að í grunninn skiptist vinnutími kennara í 3 þætti. Kennslu, vinnu í skólanum og undirbúning kennslu eða úr- vinnslu. Óskir kennara eru þær að þeir geti lokið sinni vinnu á eðli- legum vinnutíma og þurfi ekki að taka vinnu með sér heim. Þeir geti skilið áhyggjur og vandamál eftir í skólanum en neyðist ekki til að taka þær með sér heim til fjöl- skyldunnar. Til einföldunar skul- um við taka vinnuskýrslu mína þetta ár. Ég er 55 ára og hef kennt í 33 ár. Kennsluskylda mín hefur nú minnkað úr 28 í 24 tíma og um leið eykst viðveruskylda mín í skólanum. Viðveruskyldan ræðst af stöðuhlutfalli og yfirvinnu. Af sérstökum ástæðum í skólanum þarf ég að kenna 33 tíma í ár. Það er fullmikið en samt. Samkvæmt því er mér ætlað að vera í skól- anum frá 8 til 18 alla daga vikunn- ar. Þann tíma á skólinn rétt á vinnu minni. Það eru 50 vinnu- stundir alla vikuna. Samkvæmt samningum á skólastjóri rétt á að ráðstafa ca. 9 til 11 tímum af við- veru minni í skólanum fyrir utan kennsluskylduna. Ég á að skila rúmlega 10 tímum í undirbúning og úrvinnslu á viku. 33 + 9 + 10 = 52 stundir. Ég næ ekki að klára vinnuna í skólanum. Ég verð að hafa vinnu með mér heim. Minni kennsla leiðir af sér minni undir- búning en tími til ráðstöfunar skólastjóra minnkar ekki þannig að vægi hans eykst. Staða mála er því svipuð. Kennari nær ekki að klára sína vinnu í skólanum. Í sinni einföldustu mynd vilja kennarar minni kennsluskyldu og styttri tíma undir beinni stjórn skólastjóra. Til að ná að klára allt sem þeir þurfa að gera á eðlilegum vinnutíma klukkan 16 eða 17 á daginn séu þeir í fullu starfi. Minni vinnu fyrir sama kaup eða meira kaup fyrir meira vinnuálag. Þróun- in á samningstímanum hefur verið þannig að skólastjórar hafa sífellt verið að bæta við verkefnum á ráð- stöfunartíma þeirra yfir kennur- um. Þannig endast þessir 9 - 11 tímar varla lengur til að klára allt. Kennurum finnst margt af því sem þeir eru látnir gera ekki snerta kennsluna beint. Margskonar nefndarvinna eða teymisvinna, td. vegna afmælis skólans, eða ferða- laga starfsfólks, skipulags skóla- lóðar, brunavarna og svo fram- vegis. Hefðbundin atriði sem eiga heima innan ráðstöfunartíma skólastjóra eru t.d. kennarafundir, foreldrasamstarf, endurmenntun, samstarf kennara í árgöngum og einstökum fögum, námsefniskynn- ingar og þess háttar. Tíminn undir ráðstöfun skólastjóra, þ.e. sá tími sem skólastóri getur ákveðið hvað kennari er að gera, nægir ekki lengur fyrir allt sem hann vill láta gera. Enn styttist því sá tími sem kennarar geta unnið að undirbún- ingi kennslu sinnar í dagvinnu. Yfirvinna er ekki í boði þó samn- ingar bjóði upp á það. Samninga- menn sveitarfélaganna segja það karakterleysi kennara að geta ekki sótt sína yfirvinnu. Skólastjórar segjast ekki mega greiða yfirvinnu. Svör samninganefndarmanna sveitarfélaganna hafa verið að fullyrða að kennarar hafi nógan tíma og reikna svo tímann sem þeir eru ekki að vinna. Ekki síst hafa þeir fullyrt að þorri kennara vinni ekki vinnuna sína og fari úr skólanum áður en viðveru ljúki. Skrópi sem sagt vinnunni. Þetta atferli og þessir fordómar eru náttúrlega kjörið innlegg í samningaviðræður og til þess fallið að samningar náist eða hvað? Foreldrar og kennarar hljóta að krefjast þess af Sambandi sveitar- félaga að þeir skipti um samninga- menn og setji fólk inn sem ekki er rúið trausti og fært um að ná samningum. Þessir menn eru það ekki ! ■ Stranda viðræður við kennara á fordómum? Þjóðbúningurinn Þótt reikningsaðferð SVÞ sé sjálfsagt rétt, gera þeir mistök í hugtaka- notkun. Þeir segjast styðjast við heildargjaldeyristekjur í sínum útreikningi en gera það í reynd ekki. ,, Auðvitað voru þessar tvær konur vitandi vits um að þær voru ekki að bera íslenska þjóð- búninginn. Hins vegar var þessi vísun til hans mis- heppnuð því viðleitnin leit út eins og verið væri að reyna að gefa þjóðbúningnum nýtt útlit. Þjóðbúninginn þarf ekki að poppa upp. ,, ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR BÓKVERKAKONA UMRÆÐAN ÍSLENSKI ÞJÓÐ- BÚNINGURINN JÓN GRÖNDAL KENNARI UMRÆÐAN KJARAMÁL KENNARA Foreldrar og kennarar hljóta að krefjast þess af Sambandi sveitarfélaga að þeir skipti um samningamenn og setji fólk inn sem ekki er rúið trausti og fært um að ná samningum. ,, 46-47 (18-19) Umræðan 12.9.2004 18:41 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.