Fréttablaðið - 13.09.2004, Side 57

Fréttablaðið - 13.09.2004, Side 57
MÁNUDAGUR 13. september 2004 Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Síðumúli 8 sími 568 8410 www.veidihornid.is Stoeger eru hálfsjálfvirkar haglabyssur framleiddar í Tyrklandi af fyrirtæki í eigu Beretta. Dreifingaraðili í Bandaríkjunum er Benelli USA. Byssurnar eru bakslagsskiftar, með snúningsbolta líkt og í Benelli og fleiri ítölskum byssum. Hnotuskefti eða svört plastskefti. 26” hlaup. Ólarfestingar og 5 þrengingar fylgja. Frábært verð. Aðeins 59.900.- staðgreitt. Veiðihornið býður Stoeger á frábæru kynningarverði Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090 Næsti formaður Stangaveiðifélagsins? Nokkrum dögum eftir að Stanga- veiðifélag Reykjavíkur landaði Norðurá í Borgarfirði, með nýjum samningi um ána sem tekur gildi eftir tvö ár, auk hækkunar á leig- unni úr 45 milljónum í um 55 milljónir lýsir formaður félags- ins, Bjarni Ómar Ragnarsson, því yfir að hann ætli ekki að gefa kost á sér áfram sem formaður félags- ins. Bjarni hefur setið í stjórn félagsins í níu ár og þar af verið formaður í fjögur. Það er því deg- inum ljósara að nýr maður mun setjast í formannsstólinn á aðal- fundi félagsins sem verður hald- inn í nóvember. Ekki er talið lík- legt að einhver stjórnarmanna gefi kost á sér í þetta embætti, þó aldrei geti maður sagt aldrei. Frekar er líklegt að einhver sem ekki situr í stjórninni komi til greina og hafa nöfn Ara Þórðar- sonar og Ólafs Hauks Ólafssonar verið nefnd. Staða félagsins er sterk, nýr samningur um Norðurá og ýmis- legt í gangi í stjórn félagsins. En nýr formaður mun koma að félag- inu í haust og miklar þreifingar eiga eftir að eiga sér stað þar til sá maður finnst. Góður gangur víða í veiðinni Það er víða góður gangur í veið- inni þessa dagana, eftir miklar rigningar. Eystri-Rangá er að komast í 2.600 laxa og veiðimaður sem var þar fyrir fáum dögum veiddi 23 laxa. Einn þeirra var 14 punda fiskur, lúsugur frá hausi niður á sporð. Ytri-Rangá hefur gefið um 2.530 laxa, síðan kemur Langá á Mýrum með 1.960 laxa, Hofsá og Selá koma þar rétt á eft- ir, Hofsá með 1.600 laxa en Selá 1.540 laxa. Blanda hefur gefið 1.500 laxa. Lokatölur berast víða að eins og úr Norðurá sem endaði í 1.386 löxum og Þverá sem endaði í 1.364 löxum. Búðardalsá á Skarðsströnd er komin vel yfir 200 laxa, Krossá er líka komin yfir 200 laxa og Flekkudalsá hefur gefið 222 laxa. Veiðimenn sem voru að koma úr Krossá fengu 3 laxa og það er víða fiskur í henni ofarlega og gott vatn eins og í fleiri veiðiám á svæðinu. Frábær gangur hefur verið í Laxá í Dölum og hollin verið að mokveiða, eftir að rigna tók og fiskurinn lét sig vaða upp í ána. Bestu hollin hafa verið að gefa á annað hundrað laxa. ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði GUÐJÓN TORFI SIGURÐSSON Guðjón veiddi maríulaxinn sinn í nú í sumar í Fagradalsá á Skarðsströnd. ARNAR FREYR GÍSLASON Arnar veiddi með fallegan , 6 punda urriða af silunga- svæðinu í Vatnsdalsá. 56-57 (28-29) Skrípó 12.9.2004 19:04 Page 3

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.