Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 63
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Ívan Sölva Helgasyni Til ÍBV 35MÁNUDAGUR 13. september 2004 FRÉTTIR AF FÓLKI 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 Bandaríkjamaðurinn Victor Kuga-jevsky, sem auglýsti eftir 4 íslensk- um prinsessum handa sonum sínum í Morgunblaðinu síðastliðna helgi hefur sagt að viðbrögð Íslendinga hafi mestmegnis verið jákvæð vegna aug- lýsingarinnar. Ætla má að aðallega stúlkur, sem hafi litist vel á syni hans, hafi haft samband. Þó er vitað um einn mann sem leist ekkert á þessa auglýs- ingu Bandaríkjamannsins. Hann hafði ekkert á móti því að faðir væri að leita eftir konuefni handa sonum sínum heldur sendi viðkomandi Victor línu þar sem hann mótmælti því að flytja ætti fjórar íslenskar prinsessur úr landi og gifta þær útlendingum. Hann vildi meina að Ísland væri hreinlega of fá- mennt til að hann gæti liðið slíkt og að mögulega væri verið að hlunnfara fjóra íslenska karlmenn um sálufélaga sína. Victor viðurkennir fúslega að hann skilji áhyggjur mannsins því hann segir Íslendinga, bæði konur og karla, vera æðislegt fólk og því hljóti útflutningur- inn að vekja ugg í brjóstum lands- manna. Að sjálfsögðu fylktust Framsóknar-menn til Borgarfjarðar á fund þing- flokks og landsstjórnar fyrir helgi. Athygli vakti að einn mann vantaði en það var Kristinn H. Gunnarsson. Kristinn hefur það oft verið upp á kant við áherslur flokksins í ríkisstjórn að margir töldu að hann væri í fýlu og hefði því frekar haldið sig heima en að mæta flokkssystkinum sínum sem eru ekki öll sátt við framgöngu Kristins í ýmsum málum. Það reyndust þó vera fyllilega eðlilegar ástæður fyrir því að hann hélt sig fjarri góðu gamni. Hann var staddur í brúðkaupsferð sinni í Par- ís á meðan fundinum stóð og átti því ekki heimangengt. Hann var að kvæn- ast heitmey sinni, Elsu B. Friðfinns- dóttur, formanns félags hjúkrunar- fræðinga og fyrrum aðstoðarkonu Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra. Lárétt: 2 kvenfugl, 6 vafi, 8 virðing, 9 erlend samtök, 11 sólguð, 12 drepa, 14 konunafn, 16 fæddi, 17 stefna, 18 duft, 20 á fæti, 21 lítil alda. Lóðrétt: 1 mannsnafn, 3 átt, 4 and- skoti, 5 óhreinka, 7 skerfur, 10 karlfugl, 13 á litinn, 15 Ö. Húnakonungur, 16 reykja, 19 tveir eins. LAUSN. „Ég byrjaði í þessu hefðbundna í slenska skrauti, var að skera út skápa og stóla og þess háttar,“ segir Jón Adolf Steinólfsson tréskurðar- listamaður. „Allt viðhorf mitt breyttist síðan eftir að ég fór í nám til Austurríkis árið 1995. Þar sá ég það sem ég vildi gera. Þeir eru mikið í þrívíddinni, styttum og slíku. Það átti við mig.“ Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum Jóns Adolfs í Salt- fisksetrinu í Grindavík. Sýninguna nefnir hann Úr viðjum hafsins, og sýnir hann þar verk unnin úr reka- viði. Segja má að Jón Adolf hafi slegið í gegn fyrir nokkrum miss- erum, í það minnsta hjá ferðafólki sem kemur hingað til lands, með út- skornum tölvum og öðru í þeim dúr. „Þar sést vírus teygja sig út úr skjánum og fleira. Útlendingarnir eru mjög hrifnir af þessu, sérstak- lega Ameríkanarnir.“ Jón Adolf segir Íslendinga hins vegar meira fyrir grófa áferð, líkt því sem sjá má á sýningu hans í Grindavík. „Þar læt ég grófleikann í reka- viðnum halda sér að hluta, og það virðist heilla landann miklu meira. Þessi verk eru blanda af mjög ákveðnum línum sem ég slípa upp alveg í hárfínt, en svo leyfi ég þessum gráa lit og grófleika að halda sér líka. Leyfi þessu fína að deyja út í gróft. Þetta eru mest rætur sem ég nota, aðallega hnyðjur, og þær eru klofnar og kominn skítur í þær. Þegar ég svo pússa það og vinn koma voða skemmtilegar línur í viðinn.“ ■ JÓN ADOLF Sýnir útskorin verk úr reka- viði í Saltfisksetrinu í Grindavík. Gróft og fínt í Grindavík FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R SÝNING TRÉÚTSKURÐARMAÐUR ■ breytir rekaviði í listaverk AFTUR Á FJALIRNAR Leikhópurinn „Á senunni“ hefur sýningar á Paris at Night aftur í Borgarleikhúsinu á föstudag. Sýningin er byggð á ljóðum Jacques Pré- vert og tónlist Josephs Kosma. Leikarar í sýningunni eru Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Felix Bergsson en auk þeirra tekur þátt í sýningunni þriggja manna hljómsveit, skipuð Karli Olgeirssyni, Róberti Þórhalls- syni og Stefáni Má Magnússyni. Lárétt: 2assa, 6ef, 8akt, 9ira, 11ra, 12farga, 14marta, 16ól, 17átt, 18 sag, 20il, 21agga. Lóðrétt: 1leif, 3sa, 4skratti, 5ata, 7 framlag, 10ara, 13grá, 15atli, 16ósa, 19gg. 62-63 (34-35) Fólk 12.9.2004 20:26 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.