Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 14
13. september 2004 MÁNUDAGUR Flóttamenn frá Afríku: Hundruðum saman á litlum bátum ÍTALÍA, AP Tæplega 500 afrískir flóttamenn tóku land á eyjunni Lampedusa suður af Ítalíu um helgina. Þetta er stærsti hópur sem hefur komið til eyjarinnar á einum báti það sem af er þessu ári, en á hverju sumri leggja þúsundir flóttamanna upp í ferð frá Afríkuríkinu Túnis á litlum bátum í í von um vinnu, húsnæði og betra líf í Evrópu. Yfirvöld segja að 478 manns hafi verið á bátnum, sem er ekki nema 25 metra langur. Annar bátur með 190 manns innanborðs kom til eyjarinnar um helgina og þriðji hópurinn tók land á Sikiley. Algengt er að flóttamenn frá Afríku, sem hyggjast sækja um hæli innan Evrópusambandsins, endi á eyjunni Lampedusa, þar sem eyjan er nær Túnis en Ítalía. Yfirvöld á Lampedusa segjast ekki hafa aðstöðu til að hlú að öllu þessu fólki sem oftar en ekki er örmagna eftir bátsferðina Ekki er vitað hversu margir falla útbyrðis og drukkna á þessum ferðum flóttamannanna til Evrópu á hverju ári. ■ Fólk er forsenda lífs í miðbænum Kraftmiklir borgarar hafa ráðist í umfangsmikið átak til að byggja upp mið- bæinn á Akureyri. Fjölga þarf íbúum miðbæjarsvæðisins um þrjú til fjögur þúsund. Vonir standa til að nýr miðbær verði til eftir fimmtán til tuttugu ár. Umræður um líf og dauða mið- bæja stærri sveitarfélaga lands- ins hafa löngum verið vinsælar – og ekki af tilefnislausu. Með tilkomu verslanamiðstöðva hafa viðskipti, umferð og umsýsla flust að stóru leyti úr miðbæjun- um og skilið þá eftir í hálfgerðu reiðileysi. Bæjaryfirvöld hafa oftar en ekki staðið ráðþrota gagnvart þróuninni en reynt að gera sitt, t.d. með því að opna fyrir umferð um einstaka götur og breyta akstursstefnum. Spurningin um hvort leyfa eigi umferð um Hafnarstrætið austanvert er t.d. með langlíf- ustu deilumálum borgarstjórnar Reykjavíkur en síðustu ár hefur umferð þar verið bönnuð og heimiluð á víxl. Miðbær Akureyrar er sama marki brenndur. Hann hefur verið bitbein manna í mörg ár og eitt og annað verið gert. Hafnarstrætinu var breytt í göngugötu, göngugötunni var breytt í umferðargötu, rúntin- um um Ráðhústorgið var lokað og grasið græna vék fyrir líf- lausum hellum. Um leið hætti fólk að hittast á torginu. Eftir áralangt dauðastríð miðbæjar Akureyrar ætla kraft- miklir menn að hefja lífgunar- tilraunir. Og raunar gott betur en það, þeir hyggjast byggja miðbæinn upp á ný og „koma Akureyri í öndvegi sem höfuð- stað Norðurlands,“ svo vitnað sé í upplýsingar um áform þeirra. Íbúafjölgun er forsendan Ragnar Sverrisson, kaupmaður í herrafataversluninni JMJ, hefur farið fyrir hópi áhuga- samra um uppbyggingu miðbæj- ar Akureyrar. Hann er guðfaðir verkefnisins, ber af því hita og þunga, en hefur fengið aðra hagsmunaaðila og hugsjónafólk í lið með sér. Ragnar man vel þá tíð er miðbær Akureyrar iðaði af lífi. „Fólk bjó nær miðbænum og sótti alla þjónustu þangað. Síðan hefur byggðin færst langt út í Þorp og upp í Naustahverfið og fyrir vikið fer fólk síður í bæinn.“ Ragnar og félagar hafa skil- greint miðbæjarsvæðið á Akur- eyri frá Glerá í norðri, í Inn- bæinn í suðri og frá athafna- svæði Eimskips við Strandgöt- una austanverða til Brekkunnar í vestri. Fólk er forsenda lífs í mið- bænum og svo það megi skapast þarf að reisa íbúðarhúsnæði. „Á þetta stórmiðbæjarsvæði er hægt að koma um eitt þúsund íbúðum og í þeim munu búa þrjú til fjögur þúsund manns. Eitt leiðir svo af öðru, þegar í- búarnir eru komnir er kominn grundvöllur fyrir fleiri versl- anir og aðra þjónustu.“ Ragnar bendir á að sparnaður fylgi því að byggja íbúðir á þessu gamalgróna svæði bæjar- Aukinn tímasparnaður með rétta faxtækinu CANON FAXTÆKI Nýherji hf. · Borgartúni 37 · 105 Reykjavík · Sími 569 7700 · www.nyherji.is Vantar þig fax? Canon B120 Bleksprautufax með símtóli Hentugt fyrir heimili og minni fyrirtæki. Tilboðsverð: 16.900 kr. Canon B160 Bleksprautufax Hentugt fyrir minni fyrirtæki. Tilboðsverð: 21.900 kr. Canon L295 Laserfaxtæki / Prentari Með prentaratengi og öflugu vinnsluminni. Tilboðsverð: 42.900 kr. Canon L380 Laserfaxtæki / prentari Hraðvirkt, Super G3 samskipti, 250 bls. pappírslager og prentarartengi. Tilboðsverð: 56.900 kr. 14 ÖRMAGNA FLÓTTAMENN Um helgina komu tæplega 500 flótta- menn á einum báti til eyjarinnar Lampedusa suður af Ítalíu. RAGNAR SVERRISSON KAUPMAÐUR Myndin er tekin á miðjum virkum degi í mannlausum miðbæ Akureyrar. 14-15 12.9.2004 19:51 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.