Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 51
Spænska úrvalsdeildin: Fullt hús hjá risunum FÓTBOLTI Barcelona og Real Madrid eru bæði með fullt hús stiga eftir aðra umferð spænska úrvals- deildarinnar í fótbolta. Real Madrid bar sigurorð af Numancia, 1-0, á heimavelli og skoraði David Beckham sigur- markið beint úr aukaspyrnu. Real hefur ekki verið sannfærandi það sem af er. Barcelona lagði Sevilla, 2-0, á Nou Camp. Frakkinn Ludovic Giuly, sem kom frá Mónakó fyrir tímabilið, skoraði fyrra markið, hans annað í tveimur leikjum með lið- inu og sænski markahrókurinn Henrik Larsson opnaði marka- reikning sinn fyrir Barcelona með því að bæta við öðru markinu þegar 13 mínútur voru til leiks- loka. Barcelona vantar enn brasilíska snill- inginn Ronaldin- ho og virðist til alls líklegt á tíma- bilinu. ■ MÁNUDAGUR 13. september 2004 23 Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060 NÝT T Fyrir unga byrjendur Yamaha PSRK1 58.500 kr. Tilboðsverð 49.900 kr. Yamaha PSR295 38.900 kr. Tilboðsverð 33.900 kr. Yamaha PSR175 24.900 kr. Tilboðsverð 19.900 kr. Fákafeni 11 • Sími 588 1111 Opið alla daga vikunnar frá kl. 11 til 20 poppskolinn@simnet.is • www.poppskolinn.is Þeir sem kaupa Yamaha hljómborð geta komist á 10 vikna námskeið undir stjórn Grétars Örvarssonar fyrir aðeins 26.500 kr. Fullt verð á námskeiðinu er 32.000 kr. Kennt er að spila eftir eyranu eða eftir nótum, allt eftir þörfum hvers og eins. ZLATAN IBRAHIMOVIC Þessi snjalli sænski framherji skoraði í sínum fyrsta leik með ítalska liðinu Juventus. Ítalska A-deildin: Zlatan byrjar vel með Juve FÓTBOLTI Sænski framherjinn Zlat- an Ibrahimovic, sem Juventus keypti fyrir um tvo milljarða ís- lenskra króna frá Ajax í sumar, var ekki lengi að setja mark sitt á ítölsku A-deildina sem hófst um helgina. Hann kom inn á sem varamað- ur í upphafi síðari hálfleiks í leik gegn Brescia í gær fyrir franska framherjann David Trézéguet og skoraði þriðja og síðasta mark Juventus í 3-0 sigri liðsins á úti- velli. Tékkinn Pavel Nedved og áðurnefndur Trézéguet höfðu skorað fyrir Juventus fyrir hlé. Meistarar AC Milan gerðu óvænt jafntefli, 2-2, gegn nýliðum Liverno á heimavelli á laugardag- inn. Hollenski miðjumaðurinn Clarence Seedorf skoraði bæði mörk AC Milan. Grannar þeirra í Inter gerðu 2-2 jafntefli gegn Chi- evo og ítalski framherjinn Vincenzo Montella tryggði Roma 1-0 sigur á Fiorentina í leik þar sem tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í fyrri hálfleik. ■ LUDOVIC GIULY Frakkinn knái hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum Barcelona. EKKI LENGRA VINUR Haukamennirnir Vignir Svavarsson og Andri Stefan Guðrúnarson taka vel á móti einum Belganum í gær. Vignir var markahæstur Haukanna með átta mörk en Andri skoraði fjögur. Haukar eru komnir inn í meistaradeildina. Fréttablaðið/Valli Forkeppni meistaradeildar karla í handbolta um helgina: Haukar inn í meistaradeildina HANDBOLTI Haukar sigruðu belgíska liðið Sporting Neervelt að Ásvöll- um í gærkvöld með 28 mörkum gegn 25 en þetta var seinni leikur liðanna í forkeppni Meistaradeild- ar Evrópu í handknattleik. Haukar unnu fyrri leikinn einnig, sá fór 42-30, og niðurstaðan því 70-55 fyrir Hauka. Þeir eru því komnir í riðlakeppni meistara- deildarinnar og er það mjög ánægjulegt fyrir íslenskan hand- bolta. Haukar mæta þýska liðinu Kiel í næsta leik Evrópukeppninn- ar. Leikurinn í gærkvöld var ekki mikil skemmtun enda er erfitt að ná upp einhverri stemmningu þeg- ar úrslitin eru svo gott sem ráðin fyrirfram. Það var jafnt framan af en í stöðunni 5-5 settu Haukar í gír- inn og skoruðu 7 mörk gegn 1 á stuttum tíma. Staðan í hálfleik var 16-11 en hræðileg nýting Hauka í seinni hálfleik og talsvert mikið kæruleysi gerðu það að verkum að munurinn var aðeins þrjú mörk í lokin og endurspeglar það á engan hátt styrkleikamuninn á þessum liðum – hann er gríðarmikill og undir það tók Páll Ólafson, þjálfari Hauka. „Þeir voru lélegri en ég bjóst við og það var nokkuð erfitt að mótívera leikmenn fyrir þenn- an leik og það sást alveg greinilega á spilamennskunni hér í kvöld. Hins vegar var aðalatriðið að kom- ast áfram og það gekk og nú tekur bara næsta verkefni við sem er deildakeppnin. Ég er nokkuð ánægður með hvar við stöndum á þessum tímapunkti og er á því að framundan sé skemmtilegt og spennandi keppnistímabil þar sem við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði Páll Ólafsson. Mörk Hauka: Vignir Svavars- son 8, Gísli Jón Þórisson 5/1, Jón Karl Björnsson 5/3, Andri Stefan Guðrúnarson 4, Gunnar Ingi Jó- hannsson 3, Þórir Ólafsson 1, Hall- dór Ingólfsson 1, Ásgeir Örn Hall- grímsson 1, Þorkell Magnússon 1 Varin skot: Birkir Ívar Guðmunds- son 23, Björn Björnsson 2. ■ 50-51 (22-23) Íþróttir 12.9.2004 22:09 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.