Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 13. september 2004 27 ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Senegalinn ElHadji Diouf, fyrrum leikmaður Liverpool, vandar ekki Gerard Houlli- er, fyrrum fram- kvæmdastjóra fé- lagsins, kveðjurnar. Diouf, sem er nú á lánssamningi hjá Bolton, segir and- rúmsloftið hjá Liverpool hafa verið slæmt og lítil sem engin liðsheild hafi myndast. „Menn voru í sínu horninu hver, Frakkarnir þarna, Eng- lendingarnir hérna og Tékkarnir rott- uðu sig líka saman, og Houllier náði aldrei að öðlast virðingu leikmann- anna. Það var sjaldan eða aldrei neitt að marka það sem hann sagði við mig, þess vegna fann ég mig aldrei undir hans stjórn.“ Það verðaKanadamenn og Finnar sem keppa til úrslita um heimsbik- arinn í ísknattleik. Þetta varð ljóst eftir að Kanadamenn lögðu Tékka að velli, 4-3, í framlengdum leik í undanúr- slitunum en keppnin fer fram í Kanada, nánar tiltekið í Toronto. Áður höfðu Finnar lagt Bandaríkja- menn að velli í hinum undanúrslita- leiknum, 2-1. Úrslitaleikurinn fer fram annað kvöld. Danska hand-knattleiksliðið, Århus GF, sem landsliðsmaðurinn Róbert Gunnars- son og Sturla Ás- geirsson leika með, vann góðan sigur á Silkeborg með 36 mörkum gegn 33, í dönsku úrvalsdeildinni. Róbert átti frábæran leik og skoraði heil 12 mörk en Sturla skoraði 2. Daníel Ragnarsson, sem leikur með FCK Kaupmannahöfn, skoraði 5 mörk fyrir félagið þegar það lagði að velli Helsinge, með naumindum, 28-27. Með Helsinge leikur einn Íslending- ur, Magnús Agnar Magnússon, og skoraði hann eitt mark í leiknum. Landsliðsmaður-inn Ólafur Stef- ánsson og félagar hans í spænska meistaraliðinu Ciu- dad Real nældu sér í enn einn bikarinn um helgina. Þeir lögðu bikarmeistara Barcelona að velli í leik um spænska meistara- bikarinn. Leikurinn var æsispennandi og þurfti að framlengja en staðan eftir venjulegan leiktíma var 25-25. Lokatölur urðu síðan 32-29 og þessi byrjun lofar góðu fyrir Ólaf og félaga. Ólafur skoraði fjögur mörk í leiknum, eitt úr vítakasti. Þýska úrvalsdeild-arliðið, Weibern, sem Aðalsteinn Eyj- ólfsson þjálfar og þrjár íslenskar lands- liðskonur leika með, vann góðan útisigur um helgina, lagði Oldenburg að velli með 25 mörkum gegn 23. Sólveig Lára Kjærnested skoraði 6 mörk, Dagný Skúladóttir 4 og Margrét Jóna Ragnarsdóttir 2. Þetta var fyrsti sigur Weibern í úrvals- deildinni á þessari leiktíð en liðið hefur 2 stig eftir 2 leiki. Andstæðingar FH í Evrópukeppnifélagsliða, þýska knattspyrnuliðið Alemania Aachen, komst upp í þriðja sæti 2. deildarinnar með því að sigra Unterhaching 0-2 á útivelli. Alemania Aachen er með átta stig eftir fjóra leiki. FH mætir þessu þýska liði á fimmtudaginn á Laugardalsvelli. Það var sögulegurleikur í þýska handboltianum í dag og einn Íslendingur kom þar við sögu. Heimsmet í aðsókn að handboltaleik var sett þegar 30.925 áhorfendur sáu Kiel sigra Lemgo með 31 marki gegn 26 Leikurinn var heimaleikur Lemgo og fór fram á Schalke leikvanginum í Gelsenkirchen. Logi Geirsson stóð sig heldur betur vel í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni. Piltur skoraði skoraði sex mörk í leiknum. Meira um Íslendinga í þýsku úrvalsdeild- inni. Essen sigraði Göppingen með 28 mörkum gegn 27 og skoraði Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 7 mörk fyrir Essen, en Andreus Stelmokas, fyrrverandi leikmaður KA, 4 mörk fyrir Göppingen og Jaliesky Garcia þrjú. ÞJÁLFUN FYRIR KONUR R Ú N A www.dalecarnegie.is Sími 555 7080 Leiðtoga- og samskiptaþjálfun fyrir konur er námskeið sem hjálpar þér að: Trúa á sjálfa þig og hæfileika þína Þora að standa fyrir framan hóp og tala Selja hugmyndir þínar Minnka streitu, áhyggjur og kvíða Skapa jafnvægi milli starfs og einkalífs Setja þér raunhæf markmið og ná þeim Guðrún Ólafía Tómasdóttir Innheimtustjóri DHL á Íslandi ehf. Í Dale Carnegie þjálfuninni lærði ég að þekkja styrkleika mína. Sjálfstraustið og hugrekkið jókst og ég tileinkaði mér nýjar aðferðir við að sigrast á óþarfa áhyggjum og brjótast í gegnum hindranir! Ég þjálfaði upp áhrifaríkar leiðir til að setja mér markmið reglulega og blása í mig eldmóði til að ná þeim. Ég tók miklum framförum í tjáningu/framsögn og finnst mér nú að ég geti tjáð mig á skýrari og hnitmiðaðri hátt fyrir framan hóp af fólki. KYNNINGARFUNDIR: Á Grand hótel kl. 20:00 Þriðjudag 14. sept Fimmtudag 16. sept NÁMSKEIÐ HEFST: Þriðjudag 21. september Kirkjulundi 13 - Garðabæ - s: 565 6900 - verkhonnun@simnet.is ÚR ÁLI, með eða án lóðréttra pósta Fr á Fo ur S ea so ns S un ro om s Þa ð be st a se m b ýð st ! Handknattleiksmaðurinn Sigur-steinn Arndal, sem lék áður með FH, hefur verið gerður að fyrir- liða þýska liðsins Bad Schwartau. Sigursteinn, sem skrifaði undir eins árs samning félagið í sumar, er 24 ára gamall miðjumaður og lék hann í fyrra með danska úrvalsdeildarfé- laginu Team Helsinge. Íslendingar riðu ekki feitum hestifrá viðureign sinni gegn Englend- ingum í snóker. Tjallarnir burstuðu okkar menn á opna Bretlandseyja- mótinu í snóker sem hófst í Wales í gær. Íslenska liðið er þannig skipað. Þorri Jensson, Ingi Ólafsson, Sturla Jónsson, Unnar Bragason, Ingvi Halldórsson og Kjartan Magnús- son. 54-55 (26-27) Íþrótti 12.9.2004 21:20 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.