Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 48
Börkur Gunnarsson, leikstjóri og handritshöfundur, frum- sýndi kvikmynd sína, Sterkt kaffi, í Tékklandi í lok apríl. Myndin hefur gengið vonum framar þar í landi, er enn í sýn- ingum og áhorfendafjöldinn er kominn yfir 25.000 manns. Myndin hefur verið seld til sýn- inga í Ungverjalandi, Slóvakíu og Póllandi og Börkur ætlar svo að mæta með Kaffið til Íslands í október og leyfa löndum sínum að kynnast verkinu sem hefur gengið vel í Tékkana. „Ég lagði mikla áherslu á persónusköpun og ég eyddi miklum tíma í æfingar með leikurunum áður en tökur hófust. Það má segja að þetta sé hugmynd frá Mike Leigh sem vinnur í heilt ár með leikurnum að persónunum áður en hann byrjar tökur. Við reyndum að fara eins langt með þetta og við gátum miðað við takmörkuð fjárráð en alla jafna rúmast persónulýsing fyrir kvik- myndahandrit á fimm blaðsíð- um en við útlistuðum persón- urnar okkar á 20-30 síðum.“ Svart kaffi fjallar um ólík sambönd tveggja para sem fara saman í ferð út á land. Ferðin reynir mjög á samböndin og vinskapinn og persónurnar leysa misjafnlega úr þeim vand- ræðum sem verða á vegi þeirra og þeim vonbrigðum sem fylgja þeirri uppgötvun að minning- arnar um æskuslóðirnar eru miklu fallegri en raunveruleik- inn.“ Börkur segir að ýmislegt hafi gengið á meðan á tökum stóð og þannig settu til dæmis flóðin miklu í Prag stórt strik í reikninginn og urðu til þess að það þurfti að fresta tökum svo lengi að hann var orðinn uppi- skroppa með fjármagn áður en vinnu var lokið. Þá sýndi það sig hversu samheldinn hópurinn var orðinn þar sem leikararnir unnu kauplaust og borguðu fyrir mat ofan í sig og leikstjór- ann úr eigin vasa. „Velgengni myndarinnar hefur svo auð- vitað orðið til þess að ég er búinn að gera upp við alla.“ Börkur segist vera sestur að í Tékklandi og er þegar byrjaður að huga að næstu verkefnum. „Ég var búinn að ákveða að annað hvort kæmi ég strax heim með skottið milli lappanna ef illa gengi eða ég reyndi svolítið áfram. Það væri hreinlega heimskulegt að koma heim núna enda er þetta orðið öllu þægi- legra eftir að leikarar byrjuðu að hringja í mig en ekki öfugt.“ ■ 20 13. september 2004 MÁNUDAGUR ROALD DAHL Þessi bráðsnjalli rithöfundur, sem skrifaði meðal annars um galdrastelpuna Mathildu og Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna, fæddist á þessum degi árið 1916. ANDLÁT Arnór Guðjón Ólafsson, múrarameist- ari, lést 28. ágúst. Útförin hefur farið fram. JARÐARFARIR 13.30 Jónas Hermannsson, Tjarnarstíg 1, Seltjarnarnesi, verður jarðsung- inn frá Grafarvogskirkju. 13.30 Hekla Ásgrímsdóttir, Furulundi 15c, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju. 14.00 Halldór Sigurður Haraldsson verður jarðsunginn frá Norðfjarð- arkirkju. Á þessum degi árið 1990 var al- ræmdasti fjöldamorðingi í sögu Sovétríkjanna, Andrei Chikatilo, ákærður fyrir 53 morð. Chikatilo hafði í 12 ár myrt börn og ungar konur í nágrenni Rostov í Rúss- landi en yfirvöld höfðu ekki viljað horfast í augu við að raðmorðingi gengi laus á svæð- inu þar sem þau litu á slíka hegðun sem afsprengi vest- rænnar menningar sem gæti ekki þrifist í kommúnisma. Chikatilo fann fórnarlömb sín á strætisvagnastoppistöðvum og lestarstöðvum í Rostov og fór með þau út í skóg þar sem hann limlesti, myrti þau og át. Hann var stórtækur í drápunum og á einum mánuði árið 1984 myrti hann sex manns. Hann fékk við- urnefnið Slátrarinn í Rostov og talið er útilokað að koma tölu á alla sem hann drap en margir vilja meina að fórnarlömb hans hafi verið vel yfir hundrað. Á næstu árum komst upp um fleiri raðmorðingja í Rússlandi og árið 1998 var Anatoly Onopri- yenko dæmdur til dauða fyrir 52 morð en á meðal fórnarlamba hans voru 10 börn. Rússneski sálfræðingurinn Alexander Buk- hanovsky telur sig hafa komist á slóð 30 annarra raðmorðingja eftir að Chikatilo var tekinn af lífi árið 1994. Sálfræðingurinn gengur einnig svo langt að tala um Rostov sem höfðuðborg raðmorðingjanna á heimsvísu.■ ÞETTA GERÐIST RAÐMORÐINGINN CHIKATILO VAR ÁKÆRÐUR FYRIR 53 MORÐ. 13. september 1990 Rússnesk mannæta ákærð MERKISATBURÐIR 13. sept. 1789 Ríkisstjórn Bandaríkjanna tók sitt fyrsta lán. 1993 Spjallþátturinn Late Night with Conan O’Brien hóf göngu sína á NBC. 1993 Ísraelar og Palestínumenn gera sitt fyrsta meirháttar samkomulag sem felur í sér að Palestínumönn- um er veitt takmörkuð sjálfstjórn á Gaza svæðinu og í Jeríkó. 1998 The New York Times lokaði vef- síðu sinni eftir að tölvuþrjótar laumuðu dónalegu efni inn á hana. 1999 Í það minnsta 119 manns fórust þegar sprengja sprakk í Moskvu. Færir okkur Svart kaffi BÖRKUR GUNNARSSON: SÝNIR NÝJA BÍÓMYND SÍNA Á ÍSLANDI Í OKTÓBER. Þrjár íslenskar kvikmyndir verða sýndar á kvikmyndahátíð- inni í Torornto í Kanada í vik- unni. Hátíðin, sem hófst á fimmtudaginn, er ein sú stærsta í heimi og vegur þungt þegar kemur að sölu á kvikmyndum til Bandaríkjanna. Nýjasta mynd Friðriks Þór Friðrikssonar, Niceland, verður sýnd í dag, á morgun og á fimmtudaginn en hún er í flokknum „Contemporary World Cinema“ sem er ein aðaldagskrá hátíðarinnar en þar eru sýndar myndir frá öllum heimshornum sem þykja endurspegla það besta sem gerist í kvikmynda- gerð í dag. Heimildarmyndin Mjóddin, eða Small Mall, eftir Róbert Dou- glas var sýnd á „Reel to Reel“ dagskránni í gær og verður aftur sýnd í dag og á miðvikudaginn. Þetta er í fyrsta skipti sem ís- lensk heimildarmynd kemst á þessa dagskrá en myndir úr þessum flokki í Toronto hafa oftar en ekki verið tilnefndar til Óskarsverðlauna í framhaldinu. Hin mjög svo sérstaka stutt- mynd Skagafjörður eftir Peter Hutton var sýnd í gærkvöldi á Wavelengths dagskránni en myndirnar sem veljast þangað eru framúrstefnulegar og kanna mörk kvikmyndagerðarinnar á nýjan og spennandi hátt. Í þess- ari mynd ferðast Hutton með 16 millimetra tökuvélina sína á þrí- fæti í gegnum Skagafjörð í hljóð- látri 28 mínútna ferð þar sem landslagið og það sem fyrir augu ber er í algeru aðalhlutverki. Skagafjörður verður opnunar- mynd Nordisk Panorama hátíð- arinnar í Reykjavík þann 24. september en þá munu Sigur Rós og kvæðamaðurinn Steindór Andersen láta til sín taka inn- blásnir af rólegheitum Skaga- fjarðar. ■ Niceland og Skagafjörður í Kanada „Smá della af og til gleður jafnvel þá allra gáfuðustu.“ - Roald Dahl vissi sínu viti ekki síst þegar kom að skáldskap og skemmtigildi hans. AFMÆLI Jón Þórarinsson, tónskáld, er 87 ára. Andrea Gylfadóttir, söngkona, er 42 ára. Bókin Páfugl í Mörgæsalandi, eftirB.J. Gallagher og Warren H. Smith, er komin út hjá PP For- lagi. Páfugl í Mörgæsa- landi er dæmisaga sem getur gerst á öll- um vinnu- stöðum en í henni eru ábendingar fyrir pá- fugla, uglur, svani og aðrar fugla- t e g u n d i r sem berjast við að finna vinnugleði og ná árangri í vinnunni. Þá er þar kafli fyrir mörgæsir sem vilja læra að fljúga, það er að breyta vinnustöð- um sínum og taka fagnandi nýjum hugmyndum. Bókin veitir þannig innsýn í sköpunargáfu og nýjar hug- myndir á vinnustöðum á einstak- lega viðfelldinn hátt. Í dæmisögustíl sýnir bókin okkur hvað getur gerst þegar við reynum að tjá okkur til fulls og á hugaðan hátt í umhverfi sem skapað er og mótað af fram- kvæmdastjórum og öðrum stjórn- endum sem sjá veröldina í öðru ljósi en við. Bókin er skrifuð með því hugarfari að sögur séu góð leið til að miðla mikilvægum skilaboðum – þær hrífa og kenna um leið. Fólk á til að gleyma staðreyndum, tölum og kenningum en það man sögur. Bók þessi er tileinkuð öllum sem þrá að fljúga frjálst eins og fuglinn og sýna rétt eðli sitt – og öllum sem bera skynbragð á að læra af þeim sem eru öðruvísi en þau sjálf. ■ NÝJAR BÆKUR BÖRKUR GUNNARSSON Skoðar alvarleg sambönd í gamansömu ljósi í myndinni Svart kaffi. „Merking titilsins er í það minnsta tvöföld á tékknesku; sú bókstaf- lega, svarta kaffið, og svo tala Tékkar um að eitthvað sé „svart kaffi“ þegar þeim of- býður hegðan fólks og hvernig það talar stundum hvort við annað.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M agafj SKAGAFJÖRÐUR er í aðalhlutverki í sam- nefndri stuttmynd eftir Petre Hutton. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í gær og er væntanleg til Íslands á Nordisk Panorama. ANDLIT HINS ILLA Fjöldamorðinginn Chikatilo var stórtækur í drápunum og talið er að hann hafi jafnvel orðið yfir 100 manns að bana. SMÁAUGLÝSINGAR ALLA DAGA Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR » 48-49 (20-21) Tímamót 12.9.2004 18:23 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.