Fréttablaðið - 13.09.2004, Side 16
Björn í utanríkismálin?
Ekki er hægt að skilja orð
Davíðs Oddssonar í fjölmiðl-
um um helgina öðru vísi en
svo að hann muni aðeins
taka formlega við em-
bætti utanríkisráð-
herra á miðvikudag-
inn en fela síðan
fljótlega öðrum að
gegna því fram að
áramótum. En hver
verður þá
fyrir valinu? Óeðlilegt
verður að teljast að
Halldór Ásgrímsson
gegni bæði embætti
forsætisráðherra og
utanríkisráðherra svo
langan tíma. Líklegast er að staðgengill-
inn verði einn af núverandi ráðherrum
sjálfstæðismanna. Flestir sem velta
málinu fyrir sér veðja á að það verði
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra.
Geir Haarde fjármálaráðherra hefur
að vísu lýst áhuga á að breyta til
en fæstir eiga von á því að það
gangi eftir að þessu sinni.
Júlíus í þjónustuna?
Miklar breytingar verða á
starfsliði í forsætisráðuneyt-
isins þegar Davíð yfir-
gefur það. Ráðuneyt-
isstjórinn Ólafur
D a v í ð s s o n
verður sendi-
herra, aðstoðar-
maðurinn Illugi
Gunnarsson fylgir Davíð á nýjan vinnu-
stað og sama er að segja um öryggis-
málaráðgjafann Albert Jónsson, bíl-
stjóra ráðherrans og ef til vill einhverja
snúningamenn. Þá hefur spurst að
Davíð hafi áhuga á að fá til starfa í
utanríkisþjónustunni náinn trúnaðar-
mann sinn, Júlíus Hafstein, sem unnið
hefur að ýmsum verkefnum fyrir
forsætisráðherra undan-
farin ár, svo sem að
s k i p u l a g n i n g u
kristnihátíðar og
heimast jórnara f -
mælis og nú síðast
að opnun Þjóðminja-
safnsins.
Halldór Ásgrímsson minnir svo-
lítið á Ólaf Jóhannesson. Ekki ein-
ungis í því hvernig honum líkar
betur að vinna með Sjálfstæðis-
mönnum en vinstri mönnum og
ekki aðeins í festulegum taland-
anum sem þjóðin virðist taka
meira mark á en glóandi mælsku
ñ og ekki heldur aðeins í hæglæt-
islegum húmornum sem miðlað er
með góðlátlegu glotti – heldur
virðist Halldór hafa endurnýjað
frægustu kennisetningu Ólafs
þegar kemur að stefnumótun
mikilvægra mála, og orðuð var
með tilvitnun í sjálfan Guð
almáttugan ef mig misminnir
ekki: „ræða þín sé já já, nei nei“.
Og átti kannski við að ekki
væri neinn endanlegur sann-
leikur til í neinu máli eða að
halda bæri dyrum opnum – eða
eitthvað allt annað – en setningin
varð eins og mottó yfir henti-
stefnu Framsóknarflokksins sem
talaði ævinlega tungum tveim til
að krækja í kjósendur með ólíkar
lífsskoðanir, enda flokkurinn á
þessum árum fyrst og fremst
hinn pólitíski armur auðhrings-
ins SÍS sem halda þurfti gang-
andi til að fá fyrirgreiðslu í
bönkum og ríkiskerfi.
Á milli þeirra Ólafs og Halldórs
ríkti Steingrímur Hermannsson
sem formaður flokksins og tókst
að gefa flokknum nútímalegt yfir-
bragð og marka honum hófsama
stefnu hins víðsýna og pragma-
tíska miðflokks. Það varð til að
höfða til þéttbýlisfylgis sem nú
virðist gufað upp að mestu, ekki
síst í kjölfar illskiljanlegrar upp-
hefðar Árna Magnússonar á
kostnað Sivjar Friðleifsdóttur.
Nú er Framsóknarflokkurinn
kannski fyrst og fremst hinn póli-
tíski armur Landsvirkjunar og
greinir sig að öðru leyti í fáu frá
Sjálfstæðisflokknum – lætur
íslenska þjóð meira að segja
skrifa upp á feigðarflan Banda-
ríkjamanna í Írak.
Eftir því sem yfirbragð hins
víðsýna miðflokks dvínar – enda
þéttbýlisfylgi flokksins með
minnsta móti – hefur Halldór
Ásgrímsson leitast við að endur-
nýja sjálfsmynd Framsóknar-
manna sem fallin sé til þess að
blása þeim kapp í kinn. Og leitar
þá í klassíkina. Hann hefur með
öðrum orðum endurnýjað hina
óvenjulegu pólitísku hugsun
Ólafs með sérlega kraftmiklum
hætti og gefur okkur þar með
væntanlega forsmekkinn að því
hvers við megum vænta af
forsætisráðherratíð hans.
Eða kann einhver að útskýra
fyrir okkur hverjar ályktanir
okkur er ætlað að draga af hinum
skorinorðu ræðum Halldórs um
Evrópusambandið? Er hann á
móti því? Er hann með því?
Eigum við að ganga í það? Er það
útilokað?
Já já. Nei nei.
Í fyrstu ræðunni sem hann hélt
á Akureyri fór hann hörðum
orðum um sjávarútvegsstefnu
sambandsins, hljómaði beinlínis
eins og Vinstri-grænn, notaði
gamalkunnugt hugtak úr þeim
herbúðum sem svo sannarlega var
óvænt að sjá frá þessum manni
sem til þessa hefur látið sér nægja
að vera í „hópi þeirra viljugu“.
Hann notaði orðið „Nýlendu-
stefna“, og maður bjóst allt eins
við að heyra hann næst fara með
Land þjóð og tunga eftir Snorra
Hjartarson eins og um árabil tíðk-
aðist í ræðum vinstri manna gegn
Evrópusambandinu – að minnsta
kosti útilokaði hann með öllu aðild
að Evrópusambandinu að óbreyttri
sjávarútvegsstefnu.
Næst spyrst til hans í Borgar-
nesi og hann er alveg ákveðinn og
á Akureyri og aftur er ræða hans
fyrsta frétt í fréttatímum – nema
nú kemur frá honum sá boð-
skapur að ekki beri að útiloka
aðild – það sé „ábyrgðarleysi“.
Hins vegar telur hann að Fram-
sóknarflokkurinn eigi að leiða
umræðurnar um þessi málefni,
hér eftir sem hingað til.
Já já – nei nei. Eða kannski: eða
þannig. Þegar öllu er á botninn
hvolft þá má segja að ráðherrann
fari þarna nærri því að túlka
afstöðu okkar margra til aðildar
að Evrópusambandinu. Einn dag-
inn finnst manni það hálf niður-
lægjandi að vera ekki með og
fáránlegt að taka tuðandi við öll-
um þessum reglugerðum frá
Brussel án þess að hafa neitt um
þær að segja – en næsta dag
finnst manni reisn yfir því að
standa keikur og utan þess klúbbs
með miklu meiri hagvöxt en þeir,
og eðlilegt að lög séu sett sem
allra næst því fólki sem þau eiga
að ná til. Einn daginn skilur
maður ekki hvers vegna togarar
frá Evrópusambandinu mega ekki
allt eins veiða fiskinn hér við land
og togarar frá Samherja sem
keypt hafa óveidda fiskinn í
sjónum af mönnum sem áttu hann
aldrei – en næsta dag finnst manni
það ógnvekjandi tilhugsun að
heimsmeistarar Evrópusambands-
ins í landbúnaðarklúðri taki að sér
stjórn fiskveiða hér við land...
Þetta snýst líka um óáþreifan-
legri hluti, sjálfsmynd okkar sem
hér búum, nauðsyn okkar á því að
tengjast stærri heildum og
fjarlægjast hinni stórhættulegu
Bandaríkjastjórn, stolt okkar og
sjálfsvirðingu sem kannski verður
betur nærð innan sambandsins en
tuðandi utan þess – kannski ekki.
Þetta er flókið mál og í rauninni
ánægjuleg nýbreytni að fá forsæt-
isráðherra sem hugsar á jafn þver-
sagnakenndan hátt um það og við
hin. ■
13. september 2004 MÁNUDAGUR
SJÓNARMIÐ
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON
Davíð Oddsson á tímamótum.
Engu gleymt og
ekkert lært
Já já – nei nei
ORÐRÉTT
Stórt EF
Ef að það er gert á samkeppnis-
forsendum og viðskiptaleg sjón-
armið ráða ferðinni þá er ekkert
að því. Þegar búið er að taka hið
beina boðvald frá stjórnmála-
mönnunum og búið er að mynda
stjórn í fyrirtækinu sem ber
ábyrgð samkvæmt lögum, þá á
að virða sjálfstæði stjórnenda
fyrirtækisins.
Davíð Oddsson um kaup Símans á
Skjá einum.
Morgunblaðið 12. september.
Pólitísk rannsóknarblaða-
mennska
En af hverju þessi skyndilegi
áhugi í Ástralíu á Kárahnjúka-
virkjun og Alcoa? Skyldi sá
áhugi tengjast nærveru Álfheið-
ar Ingadóttur, áhrifamanns í
hópi Vinstri grænna á Íslandi,
sem hefur sótt alþjóðlega orku-
ráðstefnu í Ástralíu að undan-
förnu ásamt fríðu föruneyti?
M.ö.o. að Landsvirkjun sjálf hafi
skapað aðstæður til þess að
kveikja þennan áhuga á Kára-
hnjúkavirkjun hinum megin á
hnettinum?
Staksteinar.
Morgunblaðið 12. september.
Vel mælt!
Á sama tíma og Morgunblaðið er
í hálfgerðri tilvistarkreppu vex
Fréttablaðinu stöðugt fiskur um
hrygg en áherslan á þeim bæ
virðist fyrst og fremst vera á
innihaldið. Efni blaðsins er
sniðið að þörfum nútímafólks,
þ.e. stutt og hnitmiðað.
Friðrik Eysteinsson rekstrarhag-
fræðingur og fyrrverandi formaður
Samtaka auglýsingastofa.
Viðskiptablaðið 10. september.
Uppgötvun?
Það er ljóst að sjávarútvegs-
stefna ESB er á margan hátt
meingölluð.
Andrés Pétursson formaður Evrópu-
samtakanna.
Morgunblaðið 12. september.
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
NÝI FORSÆTISRÁÐ-
HERRANN
GUÐMUNDUR
ANDRI
THORSSON
Nú er Framsóknar-
flokkurinn kannski
fyrst og fremst hinn pólitíski
armur Landsvirkjunar og
greinir sig að öðru leyti í fáu
frá Sjálfstæðisflokknum –
lætur íslenska þjóð meira að
segja skrifa upp á feigðarflan
Bandaríkjamanna í Írak.
,,
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Í nýútkomnu sagnfræðiriti segir frá formanni öflugra hagsmuna-samtaka sem orðinn var sjötugur og hafði verið við stjórnvölinná fjórða áratug án þess að sú hugsun hefði kviknað að rétt væri
að svipast um eftir arftaka sínum. Þegar hann svo veiktist og leit yfir
sviðið, þar sem gat að líta marga helstu framtaksmenn þjóðarinnar,
komst hann að þeirri niðurstöðu að engum þeirra væri treystandi.
Hann bað því jafnaldra sinn sem setið hafði í stjórninni með honum
frá upphafi að taka að sér formennskuna.
Þetta dæmi sem er dagsatt má hafa til marks um hve blindir
hinir ágætustu menn geta orðið á sjálfa sig.
Viðhafnarviðtalið við Davíð Oddsson sem Morgunblaðið birti í gær
er þessu sama marki brennt nema hvað efasemdir hans um sam-
herjana í flokksforystunni virðast enn meiri. Eftir þrettán ár,
Íslandsmet, í stól forsætisráðherra boðar hann ekki aðeins áfram-
haldandi setu í ráðherraembætti heldur telur hann ástæðu til að taka
sérstaklega fram að hann muni bjóða sig fram til formennsku í Sjálf-
stæðisflokknum á næsta landsfundi sem hann tekur sér fyrir
hendur að dagsetja í nóvember á næsta ári þótt ákvörðun um slíkt sé
með réttu í höndum miðstjórnar flokksins. Ekki skal dregið í efa að
Davíð hefur „mikið af viljastyrk og viðleitni til að láta til [sín] taka“
eins og hann kemst að orði; spurningin er fremur hvort sú afstaða eigi
sér hljómgrunn í þjóðfélaginu. Davíð getur að sönnu horft hreykinn
um öxl til verka sinna og árangurs á tíunda áratugnum en erfitt er að
sjá að hann sé rétti maðurinn til að leiða þjóðina við allt önnur skil-
yrði og verkefni í upphafi nýrrar aldar. Til þess er hann of fastur í
gamla farinu, of íhaldssamur í skoðunum og of gamaldags í stjórnun-
arstíl. Hann hefði frekar átt að hasla sér völl á nýjum vettvangi þar
sem hæfileikar hans fengju notið sín. Það er hins vegar hans eigið
verkefni að finna þann vettvang og fráleitt að gera umræður um svo
persónulegt mál að einhvers konar þjóðfélagslegu viðfangsefni.
Það sem veldur þó mestum vonbrigðum í viðtalinu er að forsætis-
ráðherra virðist engu hafa gleymt og ekkert lært af átökum síðasta
sumars þar sem hann beið einhvern mesta ósigur íslensks stjórn-
málaforingja fyrr og síðar. Í viðtalinu á þessum tímamótum telur
hann við hæfi að skjóta einu sinni enn í allar áttir, á pólitíska and-
stæðinga, á fjölmiðla og forsetann. Í hugann kemur bókartitillinn
Þetta eru asnar, Guðjón!. Hvergi örlar hið minnsta á sjálfsgagnrýni
eða efasemdum um eigin getu og stefnu.
Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að snúast um Davíð
Oddsson, hvað hann vilji, hvað honum finnist, hverjir séu í náðinni
hjá honum og hvernig hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru
of brýn og mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik. Í þeim
orðum felst ekki vanmat á stjórnmálamanninum og enn síður óvild
gagnvart persónunni sem er merkileg og fín manneskja. Í þeim
felast aðeins hin sígildu sannindi að nýir tímar krefjast nýrra manna
og nýrra vinnubragða. ■
Tími er til kominn að íslensk stjórnmál hætti að
snúast um Davíð Oddsson, hvað hann vilji, hvað
honum finnist, hverjir séu í náðinni hjá honum og hvernig
hann sé stemmdur. Verkefnin framundan eru of brýn og
mikilsverð til þess að við höfum efni á slíkum leik.
,,
16-45 (16-17) Leiðarinn 12.9.2004 19:30 Page 2