Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 13
Ný tækifæri til verslunarreksturs í Flugstöð Leifs Eiríkssonar Ef þú ert með góða hugmynd um verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þá gæti tækifærið verið á næsta leiti. Efnt verður til forvals um verslunarrekstur í flugstöðinni. Um er að ræða brottfarasvæði bæði í eldri og nýrri byggingu stöðvarinnar sem og á móttökusvæði farþega utan fríverslunarsvæðisins. Allir sem telja sig vera með góða hugmynd um rekstur sem á erindi inn á þetta eftirsótta verslunarsvæði eru hvattir til að kynna sér málið og taka þátt í forvalinu. Kynningarfundur Kynning á forvalinu og þeim breytingum sem framundan eru í Flugstöð Leifs Eiríkssonar verður á Grand Hótel fimmtudaginn 16. september n.k. og hefst klukkan 13.30. KYNNINGARFUNDUR á Grand Hótel 16. september kl. 13.30 Rekur þú verslun? Á kynningarfundinum verður hægt að kaupa forvalsgögn og kosta þau 5.000 krónur. Einnig verður hægt að nálgast gögn um forvalið eftir fundinn á rafrænu formi á heimasíðu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, www.airport.is. Í forvalsgögnunum er meðal annars að finna leiðbeiningar um forvalið og hvernig skila beri umsóknum. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN 13MÁNUDAGUR 13. september 2004 VALDARÁNS MINNST Mótmælendur minntust þess á laugardaginn að þrjátíu ár voru liðin frá valdaráni Augustos Pinochet. Bandaríski fáninn var brenndur en Bandaríkin studdu valdaránið sem var í kjöl- far sigurs Salvadors Allende í kosningum. SJÁVARÚTVEGUR „Nú er fiskveiði- stefnan komin í eitt kerfi, stærstu deilumálin hafa verið afgreidd og nú er tími til að horfa til framtíðar,“ segir Árni M. Mathiesen, sjávarút- vegsráðherra. Hann hélt tölu um sjávarútveginn á Íslandi á opnum stjórnmálafundi í Hornafirði í vikunni og sagðist þar ekki vita um neina aðra þjóð í heiminum þar sem útgerð væri rekin með þeim mynd- arskap sem væri hérlendis og á því ætti að byggja næstu áratugi. „Staða sjávarútvegs á Íslandi breytist afar hratt og við megum ekki eyða kröftum okkar lengur í deilur og sundurlyndi. Nú þarf að standa saman að því að vinna út á við og jafnframt bæta innviði sjáv- arútvegsins. Það er búið að leysa helstu deilur og við þurfum allra síst á því að halda að búin séu til ný deilumál.“ Árni bendir á að innan sjávar- útvegsráðuneytisins sé þegar farið að vinna að nýjum verkefnum sem tengjast breyttu umhverfi út- vegsins í framtíðinni. „Setja þarf skýrar siðareglur í sjávarútvegi sem tengjast til dæmis umhverfis- málum og Íslendingar hafa einmitt verið leiðandi í þeirri umræðu og nú þarf að klára það. Við erum framar- lega eins og sakir standa og nú þarf að sækja enn harðar fram og vinna saman að því en ekki sundur eins og hefur stundum verið raunin.“ ■ ÁRNI M. MATHIESEN Sjávarútvegsráðherra vill meiri samvinnu meðal útvegsmanna í framtíðinni: Helstu deilumál verið afgreidd FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Brasilía: Átak gegn byssueign ERLENT, AP Átak brasilískra yfir- valda gegn almennri bysseign landa sinna hefur gengið mun betur en vonir stóðu til en tilefnið er sú háa tíðni morða í landinu á ári hverju. Yfir 40 þúsund manns eru drepnir á ári og er Brasilía með hættulegustu þjóðum í heimi hvað þetta varðar. Nú gefst fólki kostur á að skila inn byssum sínum gegn vægu gjaldi og var takmarkið að safna 80 þúsund vopnum á átta mánuðum. Átakið hefur gengið það vel að það mun nást á sex mánuð- um eins og staðan er nú. ■ LULA FORSETI Með fækkun vopna er vonast til að færri morð verði framin í Brasilíu. Forseti Íraks: Lofar Ítölum allri hjálp ÍRAK, AP Forseti Íraks, Ghazi Yawar, hefur lofað ítölskum stjórnvöldum fullum stuðningi við að fá lausar úr haldi mannræningja tvær stúlkur sem störfuðu við hjálparstörf í landinu þegar þeim var rænt. Forsetinn er á ferð á Ítalíu þar sem hann hittir háttsetta stjórnarerind- reka auk Silvios Berlusconi, for- sætisráðherra. Stúlkunum var rænt á þriðjudaginn var þegar vopnaðir menn réðust inn á skrif- stofu ítalskra hjálparsamtaka í Bagdad. Ekki er langt síðan ítölsk- um blaðamanni var rænt og hann myrtur og er ítalska þjóðin í upp- námi vegna þessa. ■ FRÁ ÍRAK Forseti landsins sýnir samstarfsvilja við að fá hjálparstarfsmenn lausa úr haldi. Réttir víða: Ökumenn taki tillit RÉTTIR Lögreglan í Borgarnesi lokaði veginum við Skorholt á Vesturlands- vegi á laugardag vegna fjársafns úr Skarðsheiðinni, en féð sem kom norð- an að var á leið í rétt sem er sunnan- megin við veginn. Um var að ræða hátt í þúsund fjár. Umferðartafir vegna þessa voru þó ekki nema um 20 mínútur. Að sögn lögreglunnar verð- ur eitthvað um álíka lokanir í næstu viku og hraða umferðarinnar á Holta- vörðuheiði verður haldið niðri meðan féð rennur þar yfir á leið í réttina Leitir og réttir standa nú yfir um land allt og vert að beina því til öku- manna að vera meðvitaðir um féð og aka varlega. ■ 12-13 12.9.2004 20:55 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.