Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 53
MÁNUDAGUR 13. september 2004 25 0–1 Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson 27. 1–1 Kristján Örn Sigurðsson 75. 2–1 Bjarni Þorsteinsson 77. DÓMARINN Gísli Hlynur Jóhannsson Góður BESTUR Á VELLINUM Kristján Örn Sigurðsson KR TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–5 (5–2) Horn 6–6 Aukaspyrnur fengnar 18–15 Rangstöður 5–8 GÓÐIR Kristján Örn Sigurðsson KR Petr Podzemsky KR Bjarni Þorsteinsson KR Ágúst Þór Gylfason KR Theódór Elmar Bjarnason KR Steinn Viðar Gunnarsson KA Ronni Hartvig KA Dean Martin KA 2-1 KR KA 0–1 sjálfsmark 18. 1–1 Óskar Örn Hauksson 21. 1–2 Sinisa Kekic 26. 2–2 Haraldur Guðmundsson 52. 3–2 Haraldur Guðmundsson 59. 3–3 Grétar Ólafur Hjartarson 61. 3–4 Alfreð Jóhannsson 85. DÓMARINN Kristinn Jakobsson xxxx BESTUR Á VELLINUM Momir Mileta Grindavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 21–13 (7–11) Horn 3–5 Aukaspyrnur fengnar 12–10 Rangstöður 6–2 MJÖG GÓÐIR Momir Mileta Grindavík Grétar Hjartarson Grindavík GÓÐIR Stefán Gíslason Keflavík Haraldur Freyr Guðmundsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Sinisa Valdimar Kekic Grindavík 3-4 KEFLAVÍK GRINDAVÍK KR-ingar sloppnir úr fallhættu KR vann KA 2-1 eftir að norðanmenn höfðu leitt leikinn í meira en einn hálfleik. Varnarmennirnir Kristján Örn Sigurðsson og Bjarni Þorsteinsson sáu um að skora mörkin mikilvægu. FÓTBOLTI KR bar sigurorð af KA á heimavelli sínum með tveimur mörkum gegn einu og kom sér þar með úr fallhættu en staða KA versnaði að sama skapi. Lengst af leit ekki út fyrir sigur KR, KA var betri aðilinn í fyrri hálfleik en KR-ingar mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik, snéru leiknum sér í vil á rúmri mínútu og unnu verðskuldað. KA menn voru sterkari í byrjun og voru greinilega betur innstilltir í harðan fallbaráttuslag. KR-ingar urðu undir í barátt- unni en KA tókst ekki að ógna marki KR að ráði. Leikurinn jafn- aðist nokkuð þegar á leið en eftir skallamark Þorvalds Guðbjörns- sonar á 27. mínútu voru KR-ingar slegnir út af laginu og KA menn voru sterkari það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. KA bakkaði tals- vert í seinni hálfleik og fljótlega var fimmti maðurinn kominn í vörnina. KR-ingar sendu Theódór Elmar Bjarnason og Guðmund Benediktsson inn á og lífguðu þeir upp á leik liðsins. Þrátt fyrir að KR-ingar væru ekki að skapa sér opin færi var pressan orðin mjög þung þegar Kristján Örn Sigurðs- son braut loks ísinn með skalla- marki af stuttu færi. Rétt rúmri mínútu síðar var Bjarni Þor- steinsson á ferðinni með enn eitt skallamarkið eftir aukaspyrnu. Eftir þennan umsnúning var leik- urinn í höndum KR-inga sem voru nær því að bæta við mörkum en KA að jafna. Aldrei uppgjafartónn ,,Það var aldrei neinn uppgjaf- artónn, ekki í strákunum inni á vellinum eða í félaginu öllu. Það er það sem stendur upp úr eftir svona leik. Við sýndum gífurlega samstöðu og kraft allir sem einn maður hér hjá KR í dag,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR. ,,Við fengum á okkur klaufa- legt mark úr horni og svo fengum við mark á okkur úr aukaspyrnu sem orkaði tvímælis. Við vorum miklu betra liðið í fyrri hálfleik, við náðum bara aldrei að komast í gang í þeim seinni og duttum of aftarlega. Við náðum ekki upp sama spili í síðari hálfleik og við vorum að gera í fyrri hálfleik þegar við hefðum að mínu mati átt að komast í 2-0. Síðan kemur Gísli dómari sem er náttúrulega alltaf samkvæmur sjálfum sér á KR vellinum og öll vafaatriði falla þeim megin,“ sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari KA. HRM BJARNA FAGNAÐ KR-ingar fagna hér Bjarna Þorsteinssyni eftir að hann skoraði sigur- mark KR-inga gegn KA í gær en markið tryggði sæti KR í úrvalsdeildinni. Grindavík er sloppið: Markasúpa í Keflavík FÓTBOLTI Grindavík bjargaði sér frá falli með því að leggja granna sína frá Keflavík í Keflavík 4-3 í gær- dag. Leikur liðanna var mjög fjör- ugur og mikið um marktækifæri á báða bóga. Grindvíkingar höfðu þar með sex stig út úr innbyrðisleikjum liðanna sem innihéldu alls tólf mörk. Leikmenn Keflavíkur byrjuðu með miklum látum. En Grindavík- urvörnin með hinn 47 ára gamla Þorstein Bjarnason markvörð í broddi fylkingar gaf sig ekki. Hann stóð vel fyrir sínu og merki- legt að sjá hversu öruggur hann var var í öllum sínum aðgerðum. Guðmundur Bjarnason varð svo fyrir því óláni að skora sjálfs- mark. Við það var eins og Grind- víkingar hresstust til muna. Þeir sóttu án afláts og uppskáru tvö mörk á stuttum tíma. Bæði komu þau með skalla eftir hornspyrnur frá Momir Mileta. Í seinni hálfleik voru það svo heimamenn sem voru mun meira með boltann og sóttu meira. Haraldur Guðmundsson skoraði síðan stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu og jafnaði. Hann kom þeim síðan yfir stuttu seinna með skallamarki af stuttu færi. Grétar Hjartarson jafnaði með frábæru marki. Hann lagði síðan upp fyrir Alfreð sigurmarkið rétt fyrir leikslok. Bæði lið eru því örugg í deildinni fyrir síðustu umferðina. Hjá heimamönnum voru Stefán Gíslason og og Haraldur Guðmundsson atkvæðamiklir. Hjá Grindavík var Momir Mileta mjög atkvæðamikill á miðjunni og lagði hann upp þrjú af fjórum mörkum liðsins í þessum leik. Grétar Hjartarson og Sinisa Kekic áttu einnig góðan leik. ■ [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] LANDSBANKADEILD KARLA Fr ét ta bl að ið /P ál l 52-53 (24-25) Íþróttir 12.9.2004 20:04 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.