Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 8
13. september 2004 MÁNUDAGUR BJÖRGUN Tveir menn sem gengið höfðu á Heklu á laugardag óskuðu aðstoðar við að komast að bíl sínum, á öðrum tímanum í fyrrinótt. Flug- björgunarsveitin á Hellu var kölluð út og kom mönnunum til hjálpar og komust þeir að bíl sínum heilir á húfi. Mennirnir lögðu af stað á Heklu um klukkan tvö á laugardag og áætl- uðu að vera komnir til baka áður en myrkur skylli á og voru því ekki með vasaljós meðferðis. Bíl sínum lögðu þeir frekar langt frá rótum fjallsins sem varð til þess að ferð þeirra varð lengri en áætlað var í fyrstu. Þegar mönnunum varð ljóst að þeir finndu ekki leiðina að bílnum ætluðu þeir að bíða af sér myrkrið og fara aftur af stað í birtingu. Þeim fór hins vegar að kólna þegar líða tók á nóttina og hringdu í neyðarlínuna og óskuðu aðstoðar. Björgunarsveitarbílar og mannskapur frá Flugbjörgunar- sveitinni á Hellu fór að Suðurbjöllum við Næfurholtshraun en þaðan er vinsæl gönguleið að Heklu og hefur áður þekkst að ókunnugir hafi villst þar. Þar kveiktu björgunarsveitar- menn á öflugum kösturum og gátu mennirnir gengið að ljósinu og komust þannig til baka. ■ Ryðsveppur að breiðast út víðar Ryðsveppur í ösp er að breiðast út um landið. Asparryðs hefur orðið vart á Norðurlandi og á Suðurlandi er ástandið slæmt á Kirkjubæjarklaustri. Fyrst kom sveppurinn fram í Hveragerði og á Selfossi árið 1999. NÁTTÚRUFAR Ryðsveppur á ösp er tekinn á breiðast út á einstökum svæðum þar sem sveppsins hefur ekki verið vart áður. „Ryð er kom- ið að lóni í austri og um allan Borg- arfjörð í vestri, en ekki á Snæfells- nes eða í Dalina. Á Norðurlandi hefur ryðs svo orðið vart á einum stað, Gunnfríðarstöðum, þannig að þetta er farið að breiðast út á ein- stökum stöðum,“ segir Hreinn Óskarsson, skógarvörður Skóg- ræktar ríkisins á Suðurlandi. Þá mun ástandið vera slæmt á Kirkju- bæjarklaustri þar sem ryðsveppur stakk sér fyrst niður í fyrra. Sveppur í ösp kom fyrst fram í Hveragerði og á Selfossi árið 1999, en síðan þá hefur smitið breiðst út. Lerki er millihýsill sem í ber sveppinn yfir í öspina. „Þess vegna þarf að vera lerki á staðnum til að sýking eigi sér stað. Svo dreifist þetta aftur af öspinni yfir á aðrar aspir. Þar sem búið er að höggva lerki er smit því minna áberandi,“ segir Hreinn og bætir við að minna beri á ryð- svepp á Selfossi og í Hveragerði en oft áður. „Þetta er í raun af því að það eru einfald- lega færri lauf- blöð á trjánum og þau öll gisnari en áður en þetta smit kom upp. Þetta virðist því vera minna og er kannski ekki eins alvarlegt, því ef krónan er gisin þá eru skilyrði verri fyrir sveppinn.“ Á Kirkjubæjarklaustri fer hins vegar saman nokkuð mikið lauf- skrúð aspa og lerki og því um kjöraðstæður að ræða fyrir ryð- sveppinn. Hreinn segir töluvert kal hafa verið í öspinni, en ein af hliðarverkunum ryðsveppsins sé að trjánum sé hættara við kali. „Ryð hægir á haustþroska trjánna, þau hausta sig síðar.“ Góðu fréttirnar segir Hreinn hins vegar vera að til séu klónar sem sleppi vel frá asparryði. Klónar eru tré sem ræktuð hafa verið upp af afklippum frá ákveðnu tré og eru því erfðafræðilega eins. Hreinn nefnir að svokallaður Sælandsklón, sem mikið hafi verið notaður í Laugarási, hafi gefið góða raun, en oft sé um að ræða af- klippur af trjám í Alaska. „Svo eru stórar tilraunir í gangi þar sem bestu klónunum hefur verið víxlað með það fyrir augum að búa til af þeim f r æ p l ö n t u r, “ segir hann og bætir við að úr þeim tilraunum hafi orðið til nokkrir klónar sem virðast sleppa ótrúlega vel. Hann telur því að hægt verði að komast fyrir vandann að einhverju leyti. „En síðan geta líka alltaf komið upp nýir sveppa- stofnar,“ bætir hann við. olikr@frettabladid.is ,,Svo eru stórar til- raunir í gangi þar sem bestu klónunum hefur verið víxlað með það fyrir augum að búa til af þeim fræ- plöntur.– hefur þú séð DV í dag? Lá við stórslysi þegar Kristján Gíslason kastaðist nokkra metra og lenti á höfðinu Skíðahjálmur bjargaði lífi sjómanns 4. flokki 1992 – 43. útdráttur 4. flokki 1994 – 36. útdráttur 2. flokki 1995 – 34. útdráttur 1. og 2. flokki 1998 – 25. útdráttur Frá og með 15. september 2004 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu mánudaginn 13. september. Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Innlausn húsbréfa Nutu aðstoðar Landsbjargar: Villtust við Heklurætur TVEIR MENN VILLTUST VIÐ RÆTUR HEKLU Flugbjörgunarsveitin á Hellu kom tveimur mönnum til hjálpar. Rauði depillinn á mynd- inni sýnir svæðið sem mennirnir voru villtir á. RYÐSVEPPUR Á ÖSP Nokkurs kals hefur orðið vart í ösp en kal getur verið einn af fylgifiskum ryðsvepps sem fyrst kom fram fyrir fimm árum síðan og er að breiðast út. HREINN ÓSKARS- SON Hreinn, sem er skóg- arvörður á Suðurlandi, segir góðan árangur hafa náðst í að rækta upp afbrigði aspar sem þolir ryð betur en aðrar tegundir. SÝNA TENNURNAR Philipp Kern, hrossabóndi og hryssan hans, sem nefnist Rena, sýndu bæði tennurnar á hrossasýningu sem fram fór í St. Maergen nærri Freiburg í Þýskalandi í gær. Þriðja hvert ár hittast þarna bændur sem rækta svokölluð Svartaskógarhross og sýna afraksturinn. 08-09 12.9.2004 21:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.