Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 13.09.2004, Blaðsíða 62
„Fyrir tveimur árum bað Baltasar mig að líta á handritið sem hann hafði nýverið lokið við. Mér fannst það frábært. Hann bað mig í framhaldi að aðstoða sig við að fínpússa handritið, gera það heilsteypt- ara með því að þróa persón- urnar og breyta stemningunni í myndinni. Saman höfum við ein- nig skapað nokkrar nýjar per- sónur en er kjarninn er sá sami og í fyrstu útgáfu handritsins,“ segir Bandaríkjamaðurinn Edward Weinman, sem hefur unnið með Baltasar Kormáki að handritinu á kvikmyndinni A Little Trip to Heaven síðastliðin tvö ár. Tökur standa nú yfir á myndinni hér á landi. Auk þess að vinna að þessu handriti hafa þeir félagarnir einnig unnið að kvikmyndahandritinu að Mýr- inni eftir skáldsögu Arnaldar Indriðasonar. Ed hefur búið hér á landi í fimm ár og starfar sem blaða- maður á Iceland Review og Atlantica. Leiðir þeirra Baltasars Kormáks lágu fyrst saman þegar Ed fjallaði um bíó- myndina Hafið fyrir Iceland Review fyrir nokkrum árum. „Baltasar veit nákvæmlega hvert hann vill fara með það sem hann er að gera og hann þrýstir í sífellu á samstarfsfólk sitt og sjálfan sig þar til mark- miðinu hefur verið náð. Hann er með fullkomnunaráráttu. Ég hef lært mikið af honum um kvik- myndagerð á síðustu tveimur árum og ég lít svo á að ég sé betri rithöfundur en áður,“ segir Edward, sem var að leggja loka- hönd á eigið kvikmyndahandrit á dögunum. ■ Býr til gullmola í ellinni 34 13. september 2004 MÁNUDAGUR „Það er voða gaman að upplifa þetta í ellinni. Þetta sýnir bara að allt getur nú gerst í lífinu,“ segir Sigríður María Níelsdóttir, 73 ára húsmóðir í Reykjavík sem á síðustu árum hefur sent frá sér eina 36 geisladiska með frumsömdu efni. Tónlistinni hennar hefur ver- ið ákaflega vel tekið. Hljóm- sveitir á borð við Múm og Til- raunaeldhúsið hafa flutt lög eft- ir hana. Tvö laga hennar voru notuð í bíómyndinni Nóa Albínóa. Sigur Rós og Björk hafa farið fögrum orðum um verk hennar í viðtölum. Og nú ætlar verslunin 12 tónar að gefa út safnplötu með úrvali af bestu lögum hennar. „Þetta byrjaði allt þegar ég var sjötug og krakkarnir mínir gáfu mér græjur.“ Hún kann ekki að skrifa nótur, en spilar sjálf lögin sín á hljóm- borð, syngur stundum með og tek- ur allt saman upp á kasettur. Síð- an fer hún með þær í Myndbanda- vinnsluna í Hátúni, þar sem hún lætur setja lögin á geisladiska. „Þetta hefur verið að seljast út um víða veröld. Útlendingar sem hafa komið hingað hafa ver- ið að banka upp á hjá mér.“ Sigríður hefur lítið sem ekk- ert lært formlega á hljóðfæri. Þegar hún var sex ára að alast upp í Danmörku keypti faðir hennar píanó og þá fengu hún og bróðir hennar svolitla tilsögn í hljóðfæraleik. „En síðan kom stríðið og þá þurftum við að flytja úr húsinu okkar. Þetta var eina hljóðfæra- námið mitt. En maður söng í skólakór og þar hefur maður lært eitthvað. Og í KFUK vorum við alltaf að syngja líka.“ Sigríður fluttist til Íslands 1949 og hefur hér eignast fjórar dætur, fimmtán ömmubörn og tvö langömmubörn. „Ég kom með harmoniku þeg- ar ég flutti hingað, en ég á hana ekki lengur. Ég hef átt ýmiss konar hljóðfæri í gegnum tíðina. Oftast hef ég keypt notuð hljóð- færi, en svo hefur maður þurft að selja þau í flutningum.“ Alveg frá unglingsárum hefur hún verið að yrkja ljóð og búa til lög. Margt af þessu hefur týnst, en þegar hún byrjaði að taka upp lögin sín fyrir nokkrum árum átti hún orðið heilmikið efni. „Þetta hefur verið voða til- viljunarkennt hjá mér. Ég hef alltaf haft einhverja þörf fyrir að búa til lög og svo smám sam- an hleður þetta utan á sig.“ ■ TÓNLIST SIGRÍÐUR MARÍA ELÍASDÓTTIR ■ Lögin hennar Sigríðar Maríu Níels- dóttur hafa heldur betur vakið athygli ungu kynslóðarinnar. Hún gefur sjálf út geisladiska og selur víða um heim. í dag Ólétt Victoria Beckham Vill skilnað Leikskólakennari Óvinnufær í átta ár eftir bolluát Biskupsfrú í Biskupstungum Neitar systkinum um skólavist SIGRÍÐUR MARÍA NÍELSDÓTTIR Hefur sent frá sér 36 diska með eigin lögum á síðustu árum. Á næstunni ætlar verslunin 12 tónar að gefa út safndisk með úrvali af bestu lögum hennar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Sem er? Flest tækjafrík ættu að vera búin að kaupa sér iPod. Nýjasti fjöl- skyldumeðlimurinn í iPod-seríunni er mini iPod, en á hann er hægt að hlaða inn 4 gígabætum af tónlist. Stærri útgáfurnar af iPod, svo kallaðir Hvítu iPodarnir vegna litar- leysis síns, geta tekið 20 og 40 gígabæt. Viðbætur? Hægt er að kaupa hina ýmsu fylgi- hluti við iPod. Einn þeirra, sem hefur vakið gífurlega athygli, er svokallaður iTrip. Það er örlítill kubbur sem smella má ofan á tækin og þá er hægt að nema tónlistina úr iPod-inum í nærliggjandi útvarpstækjum. Lofað er að sendingin drífi allt að 5 metra. Þetta tæki er þó ekki selt á Íslandi vegna laga um útvarpsútsendingar. Þrátt fyrir það segjast talsmenn Apple vita til þess að mörg slík tæki séu til hér. Lög um útvarpsútsendingar eru mjög mis- jöfn í Evrópu. Oft eru í gildi lög frá því á tím- um Seinni heimsstyrj- aldarinnar þegar ólög- leg útvarpsskeyti voru notuð af njósnurum. Í Bretlandi má t.d. selja tækið út í búð en ekki nota það. Kostar? Tæpar 35 þús- und krónur úr búð, en vegna hárra tolla á græjunni er ódýrast að kaupa þá í fríhöfninni og eru þeir þar um 10 þúsund krónum ódýr- ari. 20 gígabæta tækið kostar tæpar 45 þús- und krónur út úr búð. Verðið virðist þó ekki stoppa Íslendinga við kaupin, því talsmenn Apple-búðar- innar segja að um 1000 stykki hafi þegar selst á landinu. Eigendur iPod hér eru þó líklegast mun fleiri, því margir nýta sér tækifærið og kaupa tækin á ferðalögum sínum úti. Tækin er hægt að kaupa í ýmsum litum. | DÓTAKASSINN | Dótið? iPod LESEFNI Í STRÆTÓ Nú er hægt að kynna sér dagskrá kvikmyndahátíðarinnar Nordisk Panorama í strætisvögnum borgarinnar. Á hátíðinni, sem verður á dagskrá í Reykjavík 24.- 28. september, verða rúmlega 100 myndir og hægt að kynna sér þær nánar á meðan aukahringur er tekinn í vagninum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B AL D U R KR IS TJ ÁN SS O N EDWARD WEINMAN Hefur unnið að handritinu A Little Trip to Heaven með Baltasar Kormáki síðastliðin tvö ár. Vinnur með Baltasar FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA … fær Þorvaldur Kristinsson fyrir óbilandi baráttuhug fyrir réttindum samkynhneigðra. HRÓSIÐ 62-63 (34-35) Fólk 12.9.2004 21:13 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.