Fréttablaðið - 13.09.2004, Síða 51
Spænska úrvalsdeildin:
Fullt hús hjá
risunum
FÓTBOLTI Barcelona og Real Madrid
eru bæði með fullt hús stiga eftir
aðra umferð spænska úrvals-
deildarinnar í fótbolta.
Real Madrid bar sigurorð af
Numancia, 1-0, á heimavelli og
skoraði David Beckham sigur-
markið beint úr aukaspyrnu. Real
hefur ekki verið sannfærandi það
sem af er. Barcelona lagði Sevilla,
2-0, á Nou Camp.
Frakkinn Ludovic Giuly, sem
kom frá Mónakó
fyrir tímabilið,
skoraði fyrra
markið, hans
annað í tveimur
leikjum með lið-
inu og sænski
markahrókurinn
Henrik Larsson
opnaði marka-
reikning sinn
fyrir Barcelona
með því að bæta
við öðru markinu
þegar 13 mínútur
voru til leiks-
loka. Barcelona
vantar enn
brasilíska snill-
inginn Ronaldin-
ho og virðist til alls líklegt á tíma-
bilinu. ■
MÁNUDAGUR 13. september 2004 23
Hljóðfærahúsið Laugavegi 176 105 Reykjavík www.hljodfaerahusid.is info@hljodfaerahusid.is Sími 525 5060
NÝT
T
Fyrir unga byrjendur
Yamaha PSRK1
58.500 kr.
Tilboðsverð
49.900 kr.
Yamaha PSR295
38.900 kr.
Tilboðsverð
33.900 kr.
Yamaha PSR175
24.900 kr.
Tilboðsverð
19.900 kr.
Fákafeni 11 • Sími 588 1111
Opið alla daga vikunnar frá kl. 11 til 20
poppskolinn@simnet.is • www.poppskolinn.is
Þeir sem kaupa Yamaha hljómborð
geta komist á 10 vikna námskeið
undir stjórn Grétars Örvarssonar
fyrir aðeins 26.500 kr.
Fullt verð á námskeiðinu er 32.000 kr.
Kennt er að spila eftir eyranu eða eftir
nótum, allt eftir þörfum hvers og eins.
ZLATAN IBRAHIMOVIC Þessi snjalli
sænski framherji skoraði í sínum fyrsta leik
með ítalska liðinu Juventus.
Ítalska A-deildin:
Zlatan byrjar
vel með Juve
FÓTBOLTI Sænski framherjinn Zlat-
an Ibrahimovic, sem Juventus
keypti fyrir um tvo milljarða ís-
lenskra króna frá Ajax í sumar,
var ekki lengi að setja mark sitt á
ítölsku A-deildina sem hófst um
helgina.
Hann kom inn á sem varamað-
ur í upphafi síðari hálfleiks í leik
gegn Brescia í gær fyrir franska
framherjann David Trézéguet og
skoraði þriðja og síðasta mark
Juventus í 3-0 sigri liðsins á úti-
velli. Tékkinn Pavel Nedved og
áðurnefndur Trézéguet höfðu
skorað fyrir Juventus fyrir hlé.
Meistarar AC Milan gerðu
óvænt jafntefli, 2-2, gegn nýliðum
Liverno á heimavelli á laugardag-
inn. Hollenski miðjumaðurinn
Clarence Seedorf skoraði bæði
mörk AC Milan. Grannar þeirra í
Inter gerðu 2-2 jafntefli gegn Chi-
evo og ítalski framherjinn
Vincenzo Montella tryggði Roma
1-0 sigur á Fiorentina í leik þar
sem tvö rauð spjöld litu dagsins
ljós í fyrri hálfleik. ■
LUDOVIC GIULY
Frakkinn knái hefur
skorað í tveimur
fyrstu leikjum
Barcelona.
EKKI LENGRA VINUR Haukamennirnir Vignir Svavarsson og Andri Stefan Guðrúnarson
taka vel á móti einum Belganum í gær. Vignir var markahæstur Haukanna með átta mörk
en Andri skoraði fjögur. Haukar eru komnir inn í meistaradeildina. Fréttablaðið/Valli
Forkeppni meistaradeildar karla í handbolta um helgina:
Haukar inn í meistaradeildina
HANDBOLTI Haukar sigruðu belgíska
liðið Sporting Neervelt að Ásvöll-
um í gærkvöld með 28 mörkum
gegn 25 en þetta var seinni leikur
liðanna í forkeppni Meistaradeild-
ar Evrópu í handknattleik.
Haukar unnu fyrri leikinn
einnig, sá fór 42-30, og niðurstaðan
því 70-55 fyrir Hauka. Þeir eru því
komnir í riðlakeppni meistara-
deildarinnar og er það mjög
ánægjulegt fyrir íslenskan hand-
bolta. Haukar mæta þýska liðinu
Kiel í næsta leik Evrópukeppninn-
ar. Leikurinn í gærkvöld var ekki
mikil skemmtun enda er erfitt að
ná upp einhverri stemmningu þeg-
ar úrslitin eru svo gott sem ráðin
fyrirfram. Það var jafnt framan af
en í stöðunni 5-5 settu Haukar í gír-
inn og skoruðu 7 mörk gegn 1 á
stuttum tíma. Staðan í hálfleik var
16-11 en hræðileg nýting Hauka í
seinni hálfleik og talsvert mikið
kæruleysi gerðu það að verkum að
munurinn var aðeins þrjú mörk í
lokin og endurspeglar það á engan
hátt styrkleikamuninn á þessum
liðum – hann er gríðarmikill og
undir það tók Páll Ólafson, þjálfari
Hauka. „Þeir voru lélegri en ég
bjóst við og það var nokkuð erfitt
að mótívera leikmenn fyrir þenn-
an leik og það sást alveg greinilega
á spilamennskunni hér í kvöld.
Hins vegar var aðalatriðið að kom-
ast áfram og það gekk og nú tekur
bara næsta verkefni við sem er
deildakeppnin. Ég er nokkuð
ánægður með hvar við stöndum á
þessum tímapunkti og er á því að
framundan sé skemmtilegt og
spennandi keppnistímabil þar sem
við ætlum okkur stóra hluti,“ sagði
Páll Ólafsson.
Mörk Hauka: Vignir Svavars-
son 8, Gísli Jón Þórisson 5/1, Jón
Karl Björnsson 5/3, Andri Stefan
Guðrúnarson 4, Gunnar Ingi Jó-
hannsson 3, Þórir Ólafsson 1, Hall-
dór Ingólfsson 1, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 1, Þorkell Magnússon 1
Varin skot: Birkir Ívar Guðmunds-
son 23, Björn Björnsson 2. ■
50-51 (22-23) Íþróttir 12.9.2004 22:09 Page 3