Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 14

Tíminn - 30.09.1973, Qupperneq 14
14 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 AF TÍMARITUM — LÍFS OG LIÐNUM Samfara vaxandi fyrirferð dagblaða og slikra fjölmiðla á seinni árum, hefur útgáfa tfmarita átt slfellt örðugra uppdráttar i landinu. Ófá eru þau rit, sem til var stofnað af ærnum stórhug, en siöan lognuöust út af eftir skamma ævi. Um sum má að visu segja að frægð þeirra yrði meiri en langlifi. Svo fór um Helgafell sem Ragnar Jónsson hratt á flot um öndverðan fimmta tug aldarinnar. Fáein ár var það gefið út af miklum myndar- skap undir stjórn Magnúsar Asgeirssonar og Tómasar Guðmundssonar: um þær mundir var það ugglaust vandaðast islenzkra menn ingarrita. Von bráða dró mátt úr Helgafelli og kunna ýmsar ástæður að hafa valdið. Loks árið 1956 var gripið til þess ráðs að endur- reisa ritið undir nafninu Nýtt Helgafell og lifði það svo um þriggja ára skeið. Aldrei öölaöist ritið á ný sina fornu reisn og ferskleika þótt sitt- hvað athyglisvert efni birtist þar. Það bar feigð með sér sem viösýnt menningarrit i likingu viö forvera sinn: nú var þvi mörkuö harðsnúin hægri stefna á flokkslinu sjálf- stæöismanna, enda voru dag- ar vinstri stjórnarinnar i'yrri taldir. Eigi að siður var fyrir ýmissa hluta sakir eftirsjá að Helgafelli þegar það hvarf endanlega af sjónarsviðinu. Birlingur kom út i hálfan annan áratug, 1953-68, og var skeleggur málsvari þeirrar skáldakynslóðar,sem kennd er til atómaldar. Einkum unnu Birtingsmenn merkilegt starf til að kynna erl. samtima- bókmenntir. Ritið flutti einnig ýmsar snarpar ádrepur um dagskrármál menningarlifs- ins, og verður ugglaust talið eftirtektarvert heimildargagn um bókmenntahræringar sinnar tiðar. Siðan Birting leið hafa yngri skáld ekki átt neitt eiginlegt málgagn, enda er fálm og stefnuleysi að heita má hin rikjandi einkenni yngstu höfundakynslóðar. Þvi verður vart trúað að svo búið standi langa hrið: þörfin er brýn sem fyrr á riti i likingu við Birting. Um sömu mundir og ung skáld hófu útgáfu Birtings tóku borgaralegir rithöfundar og stjórnmálamenn höndum saman og stofnuðu Almenna bókafélagið. Yfirlýstur til- gangur þeirra var að vega upp á móti áhrifum Máls og menningar sem hægri mönn- um hafði lengi verið þyrnir i augum. Almenna bókafélagið hóf strax útgáfu timarits, Félagsbréfs,sem verða skyldi málgagn borgaralegrar hug- myndafræði til sóknar og varnar gegn hinum róttæku öflum. Félagsbréf kom út um áratugsskeiö, en aldrei var lögð nægileg rækt við það og loks hvarf það af markaði þegjandi og hljóðalaust. Enfurðulegt má heita ef öflugt útgáfufyrirtæki eins og Al- menna bókafélagið, nú orðið hiö stærsta i landinu, hefur ekki bolmagn til aö halda úti sæmilegu tlmariti. Það ber borgaralegum rithöfundum og menntamönnum miður gott vitni. Af þeim ritum, sem enn koma út er ætlunin að fara hér fáum orðum um fjögur, öll löngu rótgróin, tvö ársrit og tvö eiginleg timarit. Ekki er ráörúm til aö gera neina út- tekt á þessum óliku ritum, að- eins verður drepið á nokkur atriði. Eina fræðilega bókmennta- ritið I landinu er Skirnir.tima- rit Hins islenzka bókmennta- félags.sem kallast elzt rita á Noröurlöndum (146. árg. kom i fyrra). Árið 1968 tók ólafur Jónsson við ritstjórn og jafn- framt var ráðin sú breyting á útgáfunni aö Skirnir skyldi einkum helgaður islenzkri bókmenntasögu. Um Skirni og þessa nýskipan á útgáfu hans hef ég áður rætt stuttlega. (Sunnudagsblað Timans 14.3. 1971) og skal ekki endurtaka það. Ýmsar þarflegar ritsmið- ar hafa birzt I Skirni hin sið- ustu ár: frá fyrra ári er helzt að telja þrjár ritgerðir um skáldskap Halldórs Laxness i tilefni afmælisins. Stjórn rits- ins er þó varla nógu ströng og sést þaö gleggst af ritdóm um um ný skáldrit, sem að réttu lagi ætti að vera einn meginþáttur Skirnis. Þessar umsagnir eru æriö gloppóttar og sumar tæpast frambærileg- ar I riti sem þessu. Þannig var I siðasta árgangi ritdómur um Rimblöð Hannesar Pétursson- ar, sem lýsti undraverðri grunnhyggni og formþrælkun, sem stappaöi raunar nærri bókmenntalegu skynleysi. — Hvað sem segja má um mis- tök af þessu tagi, verður Skirnir að teljast eina ritiö, sem aö staðaldri fjallar um Is- lenzkar bókmenntir að fornu og nýju og þvi vert öllum áhugamönnum um þau efni að fylgjast með honum. Andvarier einnig ársrit, sem náð hefur háum aldri: nitug- asti og sjöundi árgangur kom i fyrra. Andvari kallast Timarit Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Hins islenzka þjóðvina- félags. Ritstjórar: Finnbogi Guðmundsson og Helgi Sæmundsson. — Andvari er nokkuð einkennilegt samtim ingsrit og þvi trúverð ug spegilmynd forlagsins, sem að þvi stendur. Arið 1959 var reynt að breyta Andvara i almennt timarit, sem út kæmi þrisvar á ári. Sú ætlun fór fljótlega út um þúfur og var endanlega frá henni horfið fyrir fimm árum og ritið minnkað i sitt gamla horf. Jafnframt var bætt viö nýjum ritstjóra! Meginþáttur Andvara hefur jafnan verið ævisaga einhvers forvigismanns i islenzku þjóð- lifi. Af slikum ritgerðum hafa verið gerðar margar bækur undir nafninu Merkir tslend- ingar. Frá seinni árum er helzt að minnast i Andvara tveggja allrækilegra ritgerða um stjórnmálaforing ja: Bjarni Benediktson ritaöi um Ólaf Thors (1966) og Þórarinn Þórarinsson um Jónas Jóns- son frá Hriflu (1970). Ýmsan fróðleik er að sækja f þessar ritgerðir, þótt vitanlega sé ekki fullrar hlutlægni að vænta af höfundunum. Báðir gera sér þó allt far um að sýna hófsemi og sanngirni i frásögnum sinum og mati. — Af bókmenntalegu efni i And- vara siðustu ár er helzt að telja tvær yfirlitsgreinar Sveins Skorra Höskuldssonar um islenzkan prósaskáldskap 1968-’69 (árg. 1969 og ’70) Af einhverjum ástæðum taldi rit stjórnin ekki rétt að halda þessum greinaflokki áfram, og i siðasta árgangi kemur i staöinn fremur léttvæg grein Helga Sæmundssonar um ljóðabækur áranna 1969-’71: sú» er mestan part ljóða- tilvitnanir að viðbættum handahófskenndum einkunn- um. Framlag hins ritstjórans i siöasta árgangi er þýðing á ferðasögu til Islands eftir dótturson Stephans G. Stephanssonar: „Kristinn og kona hans buðu okkur út að borða um kvöldið, og fórum við i Naustið, er leggur áherzlu á hvers konar islenzka rétti. Naustið er innréttað eins og skip, og matur og þjónusta eru með ágætum. Ég fékk sfld, þrenns konar sild i forrétt, sið- an hangikjöt og þá skyr og kaffi, allt afbragð”. Ekki ónýtt að Menningarsjóður skuli dreifa slikri fræöslu meöal lesandi manna I landinu! Að lokum má geta greinar Arnórs Sigurjónssonar um Guðfinnu Jónsdóttur frá Hömrum er birtist samhliða útgáfu Kristjáns Karlssonar á ljóðum skáldkonunnar sem kom i fyrra á vegum Almenna bókafélagsins. Grein Arnórs er fróðleg á ýmsa lund, þótt hún snúist raunar langt úr hófi fram um höfundinn sjálfan. Andvari er undir sömu sök seldur og önnur útgáfustarf- semi Menningarsjóðs (en um hana er fjallað i siðasta ár- gangi af framkvæmdastjóra forlagsins, Gils Guðmunds- syni). Ekki þarf um það, að deila að taka þarf upp miklu ákveðnari stefnu i útgáfu for- lagsins, og um leið langtum strangari ritstjórn Andvara. Timarit Máls og inenningar (ritststjórar: Jakob Bene- diktsson og Sigfús Daðason) hefur fullnað þrjátiu og þrjá árganga. Rit þetta varð brátt, undir stjórn Kristins E. Andréssonar, áhrifarikt menningarmálgagn til sóknar og varnar sósialiskri hug- myndafræði. En samhliða þvi að tvistringur kom upp i liði sósialista á árum kalda striðsins dofnáði yfir ritinu. Þráðurinn var að visu aldrei látinn niður falla, en I seinni tið hefur útgáfa ritsins verið tiltakanlega óreglubundin. Þjóðmálaumræðan er einnig orðin næsta daufleg, og mest hefur f seinni tið borið á þýdd- um langlokum: kemur hér enn i ljós framtaksleysi islenzkra menntamanna að rita um fræði sin fyrir almenning. Frá siðustu árum er þó skylt að geta einnar frumsaminnar rit- gerðar I Timaritinu. Það er rækileg greinargerð Vésteins Lúövikssonar (1970), Georg Lúkács og hningnun raun- sæis, þar sem lýst er viðhorf- um eins áhrifarikasta bók- menntagagnrýnenda marx- ista. Þvi miður telst til undan- tekninga að islenzkir rithöf- undar og fræðimenn vinni slik verk. 1 siðasta árgangi Timarits ins er helzt að telja bók- menntalegra ritsmiða tuttugu ára gamla grein Kristins E. Andréssonar um Gerplu Halldórs Laxness: hana er gott að fá til viðbótar hinum langa þætti um Laxness i bók- menntasögu Kristins. En rækilegastar ritgerðir Tima- ritsins um islenzkan skáld- skap eru samdar af erlendum fræðimönmum. Pétur Hall- berg ritar um bók Thors Vilhjálmssonar, Fljótt fljótt, sagði fuglinn, og Preben M. Sörensen um Innansveitar- kroniku Laxness. Við lestur þessara fróðlegu greina vakn ar enn sú spurning hvort is- lenzkir bókmenntafræðingar hyggist láta erlenda menn eina um rannsóknir islenzkra samtímabókmennta. Sann- leikurinn er sá, að flest,sem rækilegast hefur verið um þau efni ritað, er samið af útlend- ingum. Til þess kunna að liggja eðli- legar ástæður að dofnað hefur yfir þjóðmálaumræöu Tima- ritsins. Dagblöðin hafa I vax7 andi mæli tekið að sér þa þrætubókarlist og aðrir fjöl- miölarsýna þessum efnum nú meiri áhuga. A hinn bóginn ætti tlmarit að hafa ráðrúm til aö taka þjóðfélagsmál til umræðu i viðara sam- hengi og ekki sizt með menni- legri hætti en gjarnan tiðkast i skrifum dagblaða. Eitt rit hefur reyndar gert tilraun til að hasla sér völl á þvi sviði. Formi Samvinnunnar var gerbreytt um mitt ár 1967 þegar Sigurður A. Magnússon tók við ritstjórn. Þetta sextuga málgagn Sambands islenzkra samvinnufélaga skyldi nú verða almennt þjóð- málarit. A þvi sex ára skeiði sem siðan er liðið hefur Samvinnan tekið til meðferðar með nokkrum hætti mörg og stór viðfangsefni: skrá um greinaflokka i ritinu þennan tima er birt i siðasta hefti. S^m kunnugt er hefur ritið þann hátt á að helga hvert hefti að verulegu leyti ákveðnu umræðuefni og fær til nokkra menn aö reifa það frá ýmsum sjónarhornum. Einkennilega oft hefur sú umræða, sem Samvinnan stofnar þannig til fjaraö út jafnharðan, og bendir það til þess aö ekki sé rétt að henni staðið af hálfu ritsins. Að likindum þarf að taka efnið fastari tökum, afmarka það og búa I hendur höfundum betur en gert hefur verið. Hér kemur fyrir ekki þótt sömu efni séu tekin til meðferðar æ ofan i æ: slik klifun verður einatt þreytandi en varpar engu nýju ljósi á málið. Gleggsta dæmi þess er skrafið um „stöðu kvenna i þjóð- félaginu” sem Samvinnan hefur þrásinnis sett af stað. Út yfir tekur i þriðja hefti þessa árgangs, þar sem nokkrir menn (karlar og konur) eru fengnir til að kveða upp raka- litla áfellisdóma yfir bók nokkurri sem þýzk kona samdi i auglýsingaskyni og flytur þá skoðun að raunar sé það konan sem undiroki karl- manninn. Flestir greina- höfundar nota tækifærið til að átelja ritið fyrir að taka svo ómerkilega bók til umræðu, — og ritst jórinn fellst á að það sé réttmætt! Hvaða tilgangi á slikur skripaleikur að þjóna? Þvi miður setja gifuryrði og marklausir sleggjudómar of mikinn svip á málflutning Samvinnunnar. Þeir sem slika Iþrótt stunda eiga hæga leið fram á vettvang ritsins, — og ritstjórinn tekur jafnan sjálfur I þann streng með forystu- greinum sinum. í síðasta hefti getur til að mynda að lita klausu eins og þessa (i grein um „fagurfræðilegt skran”, höfundur Arni Larsson): „Skáldin (hér mun átt við öll islenzk samtimaskáld) virðast ekki þurfa að hafa fyrir þvi að skoða viðfangsefnin eigin augum. Þau láta sér nægja að horfa upp i nösina á afa sinum og sáldra kringum sig rot- varnarefnum ef nályktin er oröin of sterk”. Er gaspur eins og þetta samboðið alvarlegu timariti? Of linleg ritstjórn Samvinn- unnar birtist þó gleggst á sið um þeim sem lagðar eru undir skáldskapartilburði ungra ljóðasmiða. Dæmi um þá lág- kúru,sem ritið greiðir þannig veg fyrir almenningssjónir yrðu seint talin: hver sem vill getur sjálfur flett þvi upp. Það má furðu gegna,að ritstjórinn, sem er maður sérfróður um bókmenntir, skuli engar lág- markskröfur gera i þessum efnum, að séö verði. Ef til vill telur hann þaö greiðasemi við ljóðasmiði þessa að birta framleiðslu þeirra, en mér er nær að halda að þvi sé öfugt farið. Þótt þannig megi sitthvaö að Samvinnunni finna verður I lengstu lög að vænta þess að unnt reynist að halda ritinu úti. En ekki spáir góðu að áskrifendum skuli hafa fækkað á liðnu ári, að sögn rit- stjórans. Sú tilraun sem Sam- vinnan hefur gert með viðtæka þjóðfélagsumræðu á þrátt fyrir allt skilið athygli og stuðning. Ritstjórinn hefur nú boðað greinaflokka um ýmsa þætti islenzkrar menningar i tilefni þjóðhátiðarársins. Von- andi leiða þeir eitthvað for- vitnilegt I ljós. ----0----- Hér var ekki ætlunin að draga neinar almennar álykt- anir af lestri þeirra fjögurra timarita sem talin hafa verið. Útgáfa þeirra er vitanlega sömu öröugleikum bundin og önnur þess háttar starfsemi i landinu, — verður að heyja harða samkeppni við dægur- miðla, útvarp, sjónvarp, dag- blöð. En víst er að enginn annar vettvangur getur komið i stað vandaðs timarits. Það hefur menningar- og fræðslu- hlutverki að gegna sem ekki verður rækt til fullnústu með öðrum hætti. Gunnar Stefánsson. #

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.