Tíminn - 30.09.1973, Blaðsíða 28
28
TÍMINN
Sunnudagur 30. september 1973
ÞAU
A
A
AÐ
JAFNA
VIÐ
JÖRÐU
Mannlif er nú aftur farið að
blómgast i Eyjum, og á
þriðja hundrað fjölskyldur
fluttar þangað. En margt er
breytt. Heil hverfi og tún eru
nú undir hrauni og vikri.
önnur hverfi þarf að jafna
við jörðu vegna skemmda,
og reisa þarf ný hús. Vest-
mannaeyjar verða ekki hin-
ar sömu aftur, en áreiðan-
lega á enn eftir að þrifast
þar þróttmikið athafnalif
eins og áður var og nýjar
kynslóðir byggja á því
hrauni, sem lagði gömlu
byggðina í rúst.
NÆK tvö hundruð og fimmtiu fjölskyldur eru nú al-
fluttar út í Vestmannaeyjar, og fleiri hyggja á flutning
á komandi vetri eða meðvorinu. Þó að hreinsun bæjar-
ins hafi gcngið vonum l'ramar, er ótal margt annað,
sem aðkallandi er, samfara fjölgun ibúa. Það vantar
húsnæði. Húsin vestast i bænum eru óskemmd, enda
flestar þær fjölskyldur, sem komnar eru til Eyja, bú-
settar i þeim bluta bæjarins. Eftir þvi sem austar
dregur fer að bera meira á skemmdum húsum, þó var
vcrið að flytja inn i einstaka hús, sum hús var verið að
hreinsa og viðgerð hafin á öðrum.
Fjöldann allan af húsum i miðbænum þarf að meta,
áður en viðgerð getur hafizt, svo hægt sé að flytja inn.
Þó, að ibúarnir hugsi ekki til flutnings i augnablikinu,
þarf að yfirfara öll hús, gera við og koma á kyndingu
áður en frost kemur, annars er viðbúið að þau hús
skemmist til muna i vetur. Ibúðir til leigu eru til stað-
ar, en sá böggull fylgir skammrifi að ibúðir fást ekki
leigðar lengur en til vors.
Verið er að útbúa byggingarsvæði fyrir um 600 lóðir
og hafa niutiu og tveir sótt um lóð, en úthlutun er ekki
hafin. Einnig hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja i at
hugun að byggja blokkir, raðhús og einbýlishús til sölu
og leigu og vonast er til að byggingarframkvæmdir