Tíminn - 30.09.1973, Síða 32

Tíminn - 30.09.1973, Síða 32
32 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 Skrýtinn drengur „HANN þorir ekki i áflog, gungan sú arna! Sko, nú hleypur hann heim til mömmu sinnar til þess að fá hjá henni sykurmola upp i sig, pelabarn getur hann verið”. Þessi orð heyrði Einar Tómasson skólabræður sina hrópa á eftir sér, en hann lét það ekki á sig fá, heldur hljóp þess hraðar og var með grát- stafinn I kverkunum. „Að svona stór strák- ur skuli vera slikur hug- leysingi!” „Hann er nú samt alls ekki huglaus”, sagði þá einn drengjanna, „mun- ið þið I vor, þegar hann tók alla refsinguna á sig, þó að hann hefði allra sizt unnið til hennar af öllum I bekknum” „Slikt og þvilíkt er nú bara heimska, hann átti að þegja eins og við hinir og þá hefði hann lika komizt hjá að vera skammaður”. „Hans framkoma var nú samt sem áður drengileg,” svaraði sá, sem tók málstað Einars. „Jú, það er satt, hann þorði að taka á sig skammirnar, en hann er svo skrýtinn og hvað hann getur verið upp- stökkur og stundum fljótur til að reiðast, en svo vill hann samt ekki slást!” Þannig ræddu skóla- bræður Einars um hann fram og aftur þegar hann var farinn, og þrátt fyrir allt háðið, þá báru þeir þó eins konar virðingu fyrir honum undir niðri. Meðan þessu fór fram, sat Einar litli heima hjá mömmu sinni og hallaði sér fram á borðið grát- andi. „Má ég þá aldrei bera hönd fyrir höfuð mér? Á ég alltaf að draga mig i hlé, og aldrei slást við strákana, hvað sem kemur fyrir?” stundi hann upp. Mamma hans sat raunamædd og horfði á hann og sagði: „Veslings drengurinn minn, nú skal ég segja þér, hvers vegna ég hefi beðið þig um þetta. Þú ert nú orðinn nógu gam- all til að skilja það”. Siðan sagði hún hon- um frá þvi, hvað það hafði hvílt þungt á föður hans alla hans ævi, að hann varð valdur að slysi, þegar hann lenti i áflogum við leikbróður sinn i æsku. Hann var fijótur að reiðast og sló óþyrmilega til vinar sins og hitti i auga hans, svo að hann missti algerlega sjónina á auganu upp frá þvi. Þeir héldu samt áfram að verá vinir, en faðir Einars gat aldrei gleymt þvi, hve illt hann hafði gert félaga sinum. Faðir Einars dó um það leyti er Einar byrj- aði i skóla. Þegar hann lá banaleguna, þá sagði hann við konu sina: „Einar litli hefur erft skapið mitt og er fljótur til að reiðast, þess vegna bið ég þig að reyna að gæta hans vel, svo hann þurfi ekki að liða fyrir gjörðir sinar eins' og ég hef orðið að gera. Lof- aðu mér þvi.” „Þetta er nú ástæðan fyrir banni minu um áflog” sagði móðir Ein- ars að lokum. „Mig langar til að forða þér frá þvi, sem illt er, og þetta var einnig vilji föður þins”. Einar sat þögull og kyrrlátur. Loks stundi hann þungan og leit upp ákveðinn á svip og mælti: „Það er þá ekk- ert við þessu að segja, ég verð að gera eins og þú hefur lofað pabba, og þeir verða þá að hlæja að mér eins og þeir vilja”. Það var eins og þessi niu ára drengur þrosk- aðist um mörg ár á þess- ari stundu. Það var auð- séð, að hann hafði tekið ákvörðun. Hann sagði alvarlegur á svip: „En þetta verður erfitt, mamma!” Eins og venja var til, þá fór Einar litli þetta sama sumar i sveit til Einars „frænda”. Hon- um fannst gott að vera með drengjunum hans. Þar var enginn, sem sagði að hann væri hug- laus eða hæddist að hon- um. Það gafst heldur engin ástæða til þess, þvi að Einar „frændi” vildi ekki hafa nein áflog og ryskingar á milli drengjanna, og var mjög strangur að fylgjast með að þvi væri hlýtt. Einar litli hafði i mörg ár verið boðið að vera á sumrin hjá Einari „frænda”. Hann var i rauninni ekki skyldur honum, en Einar „frændi” hafði verið bezti vinur pabba hans. — „Bezti vinur pabba”, kom Eipari litla allt I einu i hug, þegar hann sá „frænda” ganga framhjá úti i garðinum. Nú tók hann eftir þvi, að annað augað i honum var eitthvað einkenni- legt. Þá minntist hann þess lika, að drengirnir DAN BARRV . Við gerum neðanT'w' Það gerð um sjávarrannsóknir á )við ekki fyrr en Venusi. Þannig fvlgii 0f seint á:-'^^ umst við með mengun. iárKitmi w

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.