Tíminn - 30.09.1973, Side 33
Sunnudagur 30. september 1973
TÍMINN
33
Svona fór fyrir þessum litla eplaþjófi, — en það sem
Einar fékk fannst honum beiskara en flenging.
höfðu einu sinni sagt
honum, að pabbi þeirra
væri með glerauga.
Það var þá hann, sem
faðir hans hafði orðið að
meini og hafði liðið svo
mikið fyrir um dagana.
Og hann ákvað að gæta
enn betur að þvi, að fara
eftir þvi, sem faðir hans
hafði beðið um áður en
hann dó.
Þarna rétt h já var stór
og mikill herragarður.
Þar fannst drengjunum
gaman að leika sér, þeir
fóru i feluleik og marga
leiki fleiri og það voru
svo góðir ávextirnir i
garðinum. Ráðsmaður-
inn gaf þeim oft þá
ávexti, sem fallið höfðu
niður úr trjánum. En
þetta sumar þorðu þeir
ekki að koma þarna
nærri eða leika sér þar,
þvi að eigandi herra-
garðsins dvaldist þar
sjálfur um sumarið og
þeir höfðu heyrt, að
hann væri mjög skap-
stór og strangur.
En garðurinn var
freistandi og þeir fóru
oft og léku sér þarna
nálægt og alltaf mændu
þeir löngunaraugum á
fullþroskaða ávextina.
Einn daginn sáu þeir
að það vantaði rimil i
girðinguna og réðust
þeir nú á jarðarberin.
Allt i einu heyrðu þeir
hrópað með þrumu-
raust: ,,Hver er að stela
jarðarberjunum min-
um?!”
Þeir urðu dauðskelk-
aðir og þutu burt á
augnabliki. Einar hljóp
lika fyrst, en svo nam
hann allt i einu staðar og
stóð kyrr og beið.
Þá kom herragarðs-
eigandinn til hans og
sagði:
,,Nú, nú, af hverju
stendur þú þarna?”
,,Ég hef étið af jarðar-
ber junum! ”
,,Já, ég sá það. En
hvað er svo um það?”
,,Þá verð ég að taka
afleiðingunum af þvi!”
„Flengingunni áttu
við? Jæja, komdu þá
með mér.” Herragarðs-
eigandinn gekk á undan
og Einar fylgi honum
eftir. En nú var hug-
rekkið horfið hjá honum.
Herragarðseigandinn
leit aftur öðru hverju.
Hann virtist vera reiði-
legur á svipinn, en þó
voru einhverjir skrýtnir
drættir i kringum munn-
inn, eins og hann væri að
stilla sig um að brosa.
„Marta”, kallaði hann
inn um opinn gluggann,
„komdu með disk af
jarðarberjum með sykri
og rjóma út á!”
Ætlar hann nú að fara
að éta jarðarber lika?
hugsaði Einar með sér
og honum leið hálfilla.
Svo kom Marta með
berin.
,,Settu þig nú niður,
drengur minn og borð-
aðu eins og þú getur”,
sagði þá herragarðseig-
andinn með skipandi
röddu og Einar gerði
eins og honum var sagt,
en honum fannst eins og
berin stæðu föst i hálsin-
um á sér, þegar hann
var að hugsa um hvað
myndi næst gerast. Nei,
þótt berin væru góð, þá
átti hann bágt með að
koma þeim niður.
Herragarðseigandinn
hafði setið þarna og gef-
ið Einari nánar gætur og
komu þá sömu einkenni-
legu drættirnir i ljós I
kringum munninn, en nú
skellihló hann.
,,Þú ert býsna skrýt-
inn drengur. Ég held nú
að þú sért búinn að fá
nægju þina i dag. Þú læt-
ur sennilega berin min i
friði hér eftir”,
Þvi lofaði Einar hátið-
lega og hélt siðan af stað
glaður i huga, en hálf-
sneypulegur þó.
,,Hvað fékkstu svo,
Einar, — flengingu,
ha?” kölluðu drengirnir
til hans, þar sem þeir
biðu hans á bak við lim-
gerði við veginn.
„Jarðarber með sykri
og rjóma”, svaraði Ein-
ar stuttur i spuna.
,,Umm, þótti þér það
ekki gott?”
Mér fannst það beisk-
ara en flenging!”
Stóraukin varahluta-
þjónusta fyrir
Vauxhall &
Bedford
SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
@ Varahlutaverzlun
BÍLDSHÖFÐA 8.RVÍK.
SÍMI 86750
BlLDSHÖFÐI 8
K
U
B
B
U
R
ÁLFNAÐ ER VERK
ÞÁ HAFIÐ ER
M SAMVINNUBANKINN
Bjarnarylur
meö
VARHAPLAST
plasteinangrun
Verksmiðjan
Armula 16
bb Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
Suðurlandsbraut 6 simi 38640