Tíminn - 30.09.1973, Page 36

Tíminn - 30.09.1973, Page 36
36 TÍMINN Sunnudagur 30. september 1973 En foreldrarnir eru ánægðir með það, að tveir elztu synir þeirra, Anthony 13ára og Paul 10 ára, fengu að fara i viku sumar- fri, méð kaþólsku kirkjunni. — Ef við þurfum að kaupa skó á eitthvert barnanna, getum við ekki borgað leiguna þá vikuna. Og það er erfitt að eiga það yfir höfði sér. Þannig stendur á ein- mitt núna. Ógreiddu leiguna borgum við niður, með einu eða tveimur pundum aukalegaá viku. Margrétu, 16 ára, langar i framhaldsnám. Hún stendur sig vel við námið. Það er draumur foreldranna, að drengirnir læri einhverja iðn, svo að þeir verði ekki á nástrái eins og faðirinn. — Kjöt borðum við aðeins einu sinni i viku, segir frú Smith. Börnin fá fleskbita eða fisk með kartöflum i hádegisverð. — Aður fyrr fékk maðurinn minn lægri laun, en þá hafði ég efni á að gefa honum egg og flesk ofan á ristað brauð, áður en hann fór i vinnuna. Núna fær hann að- eins ristað brauð og egg. Börnin fá kornfleks og brauð með smjör- liki til morgunverðar. Verðið hefur stigið um þriðjung. Jafnvel fjölskyldur, sem hafa meirilaun þurfa að velta fyrir sér hverjurri eyri, svo framarlega sem konan vinnur ekki úti. — Hvernig ætti maður að geta unnið utan heimilisins, þegar maður þarf að þvo og strauja af manni og fimm börnum? Maturinn þarf llka að vera til, þegar þau koma heim, segir hin 40 ára gamla Nora Hughes. Jim Hughes er byggingaverka- maður. Hann vinnur tlu tima á dag frá mánudegi til föstudags, og sex tima á laugardögum. Hann hefur 48.000,00 kr. I laun á mán- uði. Þar af greiðir hann 10.800 1 skatta og 3.700 kr. i fasteigna- gjöld. Það sem ergir mig mest er það, að ég hef sömu laun og fyrir tveim árum, en verðlag hefur hækkað um þriðjung. Hughes fjölskyldan hefur þó eitthvað borið úr býtum. Fyrir 15 árum keyptu þau hjónin ibúð i raðhúsi, sem nú er búið að greiða upp. Það má segja, að það sé henni að þakka, að Jim hefur nú efni á að fara út eitt og eitt kvöld og fá sér bjórglas. Reyndar er það eini munaðurinn, sem hann getur veitt sér. — An þess væri einskis vert að lifa segir hann. En hann er hættur að reykja, og fjöl- skyldan fer aldrei i bió. Heath hefur gengið á bak allra sinna lof- orða. Verðbólgan fer illa með alla. Slðan Bretland gekk i Efnahags- bandalagið hefur lifsafkoma fólks farið hriðversnandi. Vinnur frekar 1 Þýzkalandi. Frú Linda Spendley er 25 ára og tveggja barna móðir. Börnin eru 2 og 4 ára. Hún býr i Edgware, skammt frá London. Maður henn- ar Davið, vinnur i Þýzkalandi og hefur þrisvar sinnum meira timakaup þar, heldur en hann hafði i Englandi. Hann er bygg- ingaverkamaður og ætlar að vera tvö til þrjú ár i Þýzkalandi, til að safna sér fyrir ibúð. Frú Linda tekur að sér barna- gæzlu á daginn ásamt vinkonu sinni, svo að Davið geti lagt sem mest fyrir. Linda vill ekki búa i Þýzka- landi. — Ég á móður mina hér og alla mina vini, sem ég vil ekki skilja við. Þýzkaland er mér lika svo framandi. Auðvitað eru til Englendingar, sem reyna að berjast áfram i lif- inu. Ekki aðeins ungt og hraust fólk eins og Linda og Davið Spendley. Doris Williams er 62 ára og vinnur i verksmiðju. Hún fær' greiddar 4.600 kr á viku af 6.900 kr.,' sem hún fær i brúttó laun. t Englandi fá konur ellilif- eyri, þegar þær verða 60 ára, en karlmenn ekki fyrr en 65 ára. — En það er útilokað að lifa af 1600 hundruð krónum á viku, eins og ellilifeyririnn er núna. Ég er ekkja. Ég hef unnið allt mitt lff. Ég hef aðeins ánægju af þvi að fara út að vinna, segir Doris Williams. Hún hefur þúsund hrukkur á enninu. Hún fitjar upp á nefið og segir: — Lffið hefur verið hörð oarátta. Hún kvartar ekki, þött lún lfti út fyrir að vera miklu ;ldri en hún er. — Aðalatriðið er að vera heilbrigður, segir hún. Frú Francis Bagget drekkur te, þegar hún er svöng. Hún er 78 ára gömul, ein af milljónum ellilífeyris- pega, sem ekki fá fylli sina af mat. En hún drekkur sex bolla af tei á dag. Atta á veturna, því þaðyljar manni, segir hún. Láglaunafólk í Englandi sveltur — Ég á þrjú börn, en þau eiga öll fyrir fjölskyldu að sjá, þannig að ég get ekki búizt við hjálp það- an. Það þarf útsjónarsemi við heimilishaldið. William Smith er 45 ára mjólkurbílstjóri. Hann fer á fætur klukkan 5 á hverjum morgni, 7 daga vikunnar. Hann vinnur 70 tima á viku og fær fyrir það 10.000 kr. Þegar búið er að taka af hon- um skattana eru eftir 7.500 kr. á viku. Fyrir þessi laun þarf hann að sjá fyrir konu og 4 börnum. Hann borgar 1300 kr. á viku i leigu fyrir óhrjálega ibúð. Húsgögnin hafa öll verið keypt notuð. Meðan börnin voru ung, gat Phyllis kona hans ekki unnið utan heimilisins, og nú hefur heilsan brugðizt henni. Hún þakkar fyrir hvern dag, sem hún getur unnið heimilisstörfin. Það þarf út- sjónarsemi til að ná endunum saman og hitta á það ódýrasta i búðunum. — Fyrir ári fékk ég 14 pund á viku til heimilishaldsins frá manninum minum, i dag fæ ég 19, og það dugir ekki til. Ég vildi að hann færi við og við út á kvöldin og fengi sér bjór, hann þarfnast þess svo sannarlega að lyfta sér upp. William Smith kom til London frá Newcastle fyrir 23 árum. Aður vann hann verkamannavinnu hjá bænum. Til þess að þéna meiri peninga, fékk hann sér vinnu sem mjólkurbilstjóri. A hverjum degi keyrir hann út 400 litra af mjólk til 300 heimiia. Auðvitað er hann þreyttur, þegar hann kemur heim að loknu dagsverki. — Sumarfrí? Við höfum ekki efni á þvi. Síðasta sumarfri, sem ég fór i, var fyrir 23 árum, þegar ég lauk herþjónustu. Hin 78 ára gamla Francis Bagget er ein af mörgum lifeyrisþegum, sem aldrei fá nægju sina af mat. Hún hefur búið við sömu götu i sama húsi i 56 ár. En hún hefur aldrei borðað eins litið kjöt og núna. —Einu sinni i viku kaupi ég 225 gr. af kindakjöti. Það dugir i tvær máltiðir á laugardögum og sunnudögum. Nautakjöt hef ég aldrei efni á að kaupa. Ellilifeyrir er 1600 kr. á viku. Þar af þarf Bagget að greiða 800,00 kr. á viku i húsaleigu. Hún notar gastæki við upphitun. Gas kostar 240 kr. á viku yfir sumar- mánuðina, en á veturna 360 kr. Hún leigir gamalt sjónvarpstæki á 350 kr. á mánuði. — Vikulega get ég ekki eytt meira en 700 kr. i fæði. Sex egg, 225 gr. smjörliki, kexpakka, eitt kiló af kartöflum tvo reykta silunga....Hverjum eyri er velt fyrir sér og allt reiknað nákvæm- lega út. — t dag kaupi ég aldrei ávexti eða grænmeti, og tómatar eru hrein lúxusvara. Verð á ávöxtum hækkar næstum frá degi til dags. 120 krónur fyrir 4 tima vinnu. Frú Bagget hefur átt erfiða daga. A fjórða áratugnum vann hún fjóra tima á dag við að þrifa hús. Fyrir það fékk hún „half a crown” (120 kr. þá) En þá gat hún lika fengið 2 kg af kindakjöti fyrir þá upphæð. „Ekki svona kjöttætl- ur eins og ég fæ i dag, á 250 kr. kilóið. Maður hennar dó fyrir 11 árum. Hann var bréfberi, og hún fær engin eftirlaun eftir hann frá póstinum. — Siðast fór ég i sumarfri fyrir 35 árum. Þá fórum við til Margate (8 milur fyrir utan London). Ég mundi svo gjarna vilja koma þangað aftur, þar er stór og fallegur garður. Mjólkurbilstjórinn William Smith býr i fátækrahverfi. Þó hann vinni 70 tima á viku, getur hann ekki framflcytt fjölskyldu sinni. Frá vinstri, William Smith 45, ára Margaret, 16, Nora 7, Phyllis 42. í Englandi eru ein og hálf milljón láglaunafjölskyldur vannærðar. Margar milljónir Englendinga — ekki bara ellilifeyrisþegar — fá aldrei fylli sina af mat. RAFTORG SÍMi: 26660 RAFIÐJAN SÍMi: 19294

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.