Tíminn - 04.10.1973, Qupperneq 7
Fimmtudagur 4. október 1973
TÍMINN
7
GRUNDIG SatellitlOOO
Hér kynnum við tæki, sem á engan sinn líka,
GRUNDIG Satellit 1000/TR6002. Hlutlaus
vestur-þýzk prófunarstofnun, sem nýlega
kannaði sérstaklega 14 helztu „Weltempfang“
(heimsmóttöku) útvarpstækin, sem fáanleg
eru á vestur-þýzkum markaði,
komst að þeirri niðurstöðu,
að aðeins eitt þessara
tækja ætti skilið
óskaeinkunnina
„Sehr gut“, eða
MJÖG GOTT/
FULLKOMIÐ, þ.e.
GRUNDIG Satellit
1000/TR6002. Við
þetta er raunar litlu
hægt að bæta, en
hér eru þó fáeinar grundvallar upplýsingar:
20, já tuttugu, bylgjur (17 stuttbylgjur,
langbylgja, miðbylgja og FM bylgja).
Samfellt og órofið bylgjusvið frá 10 upp
í 187 m. 7 watta útgangsstyrkur.
„Band-spread“. 2 ,,superphon“ hátalarar.
Tækið gengur hvort heldur sem er
fyrir rafhlöðum eða 110—240 volta straumi.
— Við látum þetta nægja, en kjarni
málsins er sá, að Satellit 1000/TR6002
er óviðjafnanlegt viðtæki, sem býður
upp á móttöku á hundruðum eða jafnvel
þúsundum útsendinga af öllu tagi.
Þegar hinir frábæru og einstæðu
eiginleikar Satellit 1000/TR6002 eru
hafðir í huga er verðið, kr. 53.740,00, heldur
ekki svo hátt.
Aðeíns loftskeytastöðin i
Guf unesi nær f leiri stöðvum.
NESCOHF
LEIÐANDI FYRIRTÆKI Á SVIÐI SJÓNVARPS-, ÚTVARPS- OG HLJÓMTÆKJA.
LAUGAVEGI 10. SÍMAR: 19150 - 19192