Tíminn - 04.10.1973, Side 17
Fimmtudagur 4. október 1973
TÍMINN
17
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór-
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson,
Auglýsingasijóri: Steingriinur Gislason. Ritstjórnárskrif-
stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif-
stofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug-
lýsingasimi 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands,
i lausasölu 22 kr. eintakiö.
Blaöaprent h.f
-
Ákvörðun, sem dugði
Það orkar ekki tvimælis, að áfangi sá, sem
náðst hefur i landhelgisdeilunni með brott-
kvaðningu brezku herskipanna og dráttarbát-
anna, er fyrst og fremst árangur þeirrar djarf-
legu ákvörðunar rikisstjórnarinnar að tilkynna
brezku stjórninni, að stjórnmálasambandið
yrði rofið, éf brezku herskipin færu ekki út fyr-
ir 50 milna mörkin.
Sú stefna, að setja Bretum slik skilyrði, var
fyrst mörkuð á fundi þingmanna og fram-
kvæmdastjórnar Framsóknarflokksins, sem
haldinn var að Hallormsstað i byrjun septem-
ber. Þar var samþykkt að ráði forsætisráð-
herra, að Bretum yrði tilkynnt, að stjórnmála-
sambandið yrði rofið, ef þeir hættu ekki
ásiglingum á islenzk varðskip. Jafnframt var
lýst yfir þvi, að áframhaldandi ofbeldi Breta
gæti breytt afstöðunni til Nato. Þessi ályktun
hafði mikil áhrif á vettvangi Nato. Fram-
kvæmdastjóri þess kom til íslands og hóf siðan
kappsamlega að vinna að brottkvaðningu her-
skipanna. Bretar létu sér hins vegar ekki segj-
ast og héldu áfram ásiglingum. Rikisst. og
utanrikismálan. stóðu þá frammi fyrir þeirri
ákvörðun, hvort tilkynna ætti stjórnmálaslit
eða ekki. í utanrikismálanefnd voru fulltrúar
stjórnarflokkanna og Alþýðuflokksins sam-
mála um það, að eftir ásiglingu Lincolns á
Ægi væri ekki hægt að draga lengur að taka
ákvörðun um stjórnmálaslit og tilkynna Bret-
um þau. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu
hins vegar fresta ákvörðun um að tilkynna
stjórnmálaslit og hefja óformlegar viðræður á
grundvelli bréfs, sem Heath hafði skrifað Ólafi
Jóhannessyni og ekki fól neitt nýtt i sér. Rikis-
stjórnin ákvað að ráði Ólafs Jóhannessonar að
tilkynna stjórnmálaslitin, en láta þau ekki
koma til framkvæmda fyrr en að nokkrum
dögum liðnum. Þá fyrst létu Bretar undan
siga, þegar þeir sáu, að ekki var um nema
tvennt að velja: Stjórnmálaslit eða brott-
kvaðningu herskipanna.
Það er nú ljóst orðið, að það var mikil gæfa,
að ekki var farið að ráðum þeirra, sem vildu
fresta tilkynningunni um stjórnmálaslit.
Viðurkenna ber þá afstöðu Alþýðuflokksins, að
hann stóð heill með stórnarflokkunum i þessu
máli.
Mikill árangur hefur hér náðst vegna ein-
beittrar framgöngu undir forustu forsætisráð-
herra. En lausn hefur enn ekki náðst. Til þess
að ná æskilegum árangri, þarf bæði samnings-
vilja og festu.
30 ár
1 dag eru liðin 30 ár siðan tekið var upp
stjornmálasamband milli Islands og Sovétrikj-
anna. 1 tilefni af þvi, er vert að minnast þess,
að samskipti milli landanna hafa mjög aukizt á
þessum tima, bæði á sviði viðskiptamála og
menningarmála. Þá ber þess að minnast, að
Rússar hafa sýnt íslendingum góðan skilning i
landhelgismálinu, þótt þeir séu okkur ósam-
mála um framtiðarstefnuna. Það er von ís-
lendinga, að hin vinsamlegu samskipti land-
anna geti eflzt, báðum til ávinnings.
J. Kírítsjenko, sendiherra Sovétríkjanna á íslandi:
Þrjátíu ára afmæli
stjórnmálasambands
Kirítsjcnko sendiherra afhendir forseta lslands trúnaöarbréf
sitt aö viöstöddum utanrikisrúöherra.
FYRIR þrjátiu árum, þann
4. október 1943, var komiö á
beinu stjórnmálasambandi
milli Islands og Sovét-
rlkjanna. tslenzkir stjórn-
málamenn hafa oftar en ekki
lagt áherzlu á þaö, að Sovét-
rikin hafi verið i hópi fyrstu
rikjanna, sem viðurkenndu ts-
land. Að siriu leyti varö tsland
eitt af fyrstu kapitalisku
rikjunum i Evrópu til að
styöja mikilvægt frumkvæði
Sovétrikjanna á sviði þróunar
verzlunarsamskipta á grund-
velli langtimasamninga.
Eins og menn vita,- hafa
lengi verið vinsamleg sam-
skipti milli þjóða landa okkar,
sem engir árekstrar hafa
varpað skugga á. Þegar til
forna áttu tslendingar
kaupskap og ýms önnur sam-
skipti við þjóðir Rússlands,
svo sem lesa má á fornum
bókum. Á siðustu öld efldist
áhugi á islenzkri menningu i
Rússlandi með þýðingum á ts-
lendingasögum og verkum
Gests Pálssonar, Þorgils
Gjallanda og fleiri. Arið 1849
gafhinn þekkti sagnfræðingur
og málfræðingur Sabinin út is-
lenzka málfræði, sem hann
hafði samið.
Rússneska þjóðin hefur
ávallt haft samúð með is-
lenzku þjóðinni, sem lengi
barðist fyrir þjóðfrelsi. t þeim
efnum áttu þjóðirnar að
nokkru leyti samleið — um
sama leyti og fyrsta rússneska
byltingin 1905 gróf verulega
undan innviðum einveldisins,
efldist barátta islenzkra
framfarasinna fyrir aukinni
sjálfsstjórn. Sigur rússnesku
þjóðarinnar I Öktóberbylting-
unni 1917, bar upp á auknar
kröfur tsíendinga um sjálfs-
ákvörðunarrétt — en 1.
des. 1918 var tsland svo
lýst sjálfstætt riki. Og Island
var lýst lýðveldi 1944, um það
leyti sem sovézki herinn háði
úrslitaorrustur við árásarher
Hitlers.
UM ÞESSAR mundir ber
það ekki ósjaldan við, að
viðhorf tslands og Sovét-
rikjanna til eflingar friði eru
skyld, eða falla jafnvel
saman. Aðalritari KFS, L.
Brézjnéf, sagðiá hátiðafundi i
Kief þann 26. júli s.l.: „Vér
viljum að öll lönd, stór sem
smá, losni undan styrjald-
arhættu. Smáriki hafa, vel á
minnzt, i liðnum heims-
styrjöldum verið dregin inn i
hildarleikinn, ósjaldan þvert
gegn vilja sinum.”
Sovézk-islenzk samskipti
hafa mjög þróazt að undan-
förnu, eins og kunnugt er.
Sovétrikin fylgja þeirri friðar-
áætlun, sem mótuö var á 24ða
þingi KFS, og beita sér fyrir
samstarfi á jafnréttisgrund-
velli milli þjóða, sem búa við
mismunandi þjóðskipulag. 1
þessu sambandi mætti og
minna á ummæli Ólafs
Jóhannessonar forsætisráð-
herra um að samskipti Sovét-
rikjanna og tslands séu gott
dæmi um sambúðstórveldisog
smárikis, sem búa viö mis-
munandi þjóðskipulag.
Sovétrikin vilja stefna að
varanlegum friði i öllum
heiminum. L. Brézjnéf lagði
enn á ný áherzlu á þessa
stefnu I ræðu, sem hann hélt i
Tashkent 24. september s.l.
Hvað viðkemur ástandinu i
Evrópu, sagði hann að
öryggismálaráðstefnan mark-
aði nýjan og mikilvægan
áfanga I baráttunni fyrir
öryggi og friðsamlegri sam-
búö I álfunni. Brézjnéf benti
einnig á, að Sovétrikin hefðu
lagt til, að komið verði á sam-
eiginlegu öryggiskerfi i Asiu,
meö þátttöku allra rikja og
þjóöa álfunnar, án undan-
tekningar.
A 28. fundi allsherjarþings
Sþ. bar A. Gromyko, utan-
rikisráðherra SSR, fram til-
lögu um samdrátt i hernaðar-
útgjöldum þeirra rikja, sem
fasta aðild hafa að öryggisráði
Sþ. Samdrátturinn nemi 10%
og hluta þess fjár, sem þannig
sparaðist, verði varið til aö-
stoðar við þróunarlöndin. Þá
kom fram i ræðu Gromykos,
að Sovétrikin eru reiðubúin að
semja við öll kjarnorkuveldin
um bann við notkun á kjarn-
orkuvopnum, og benda á
nauðsyn þess, að haldin verði
sem allra fyrst alþjóðleg af-
vopnunarráðstefna með þátt-
tökuallra kjarnorkuveldanna.
AÐ ÞVt er varðar samskipti
á pólitiska sviðinu, ber fyrst af
öllu að minna á það, að um 14
ára skeið hafa þingmanna-
ferðirmilli landanna orðið góð
hefð. tslenzkir þingmenn,
undir forystu Eysteins Jóns-
sonar alþingisforseta, heim
sóttu Sovétríkin nú siðast I
janúar 1973. Sovétrikin hafa á
ýmsum timum heimsótt þeir
Einar Olgeirsson, Eggert G.
Þorsteinsson, Gylfi Þ. Gisla-
son, Lúðvik Jósepsson og
Pétur Thorsteinsson ráðu-
neytisstjóri. Sendinefnd
Framsóknarflokksins hefur
sótt Sovétrikin heim.
tsland hafa heimsótt m.a.
E. Fúrtséva menntamálaráð-
herra, A. tsjkof sjávarútvegs-
ráðherra, L. Zémskof að-
stoðarutanrikisráðherra og
N. Bélokhvostikof, yfirmaður
Norðurlandadeildar sovézka
utanrikisráðuneytisins. Að
sjálfsögðu hafa þessar heim-
sóknir haft jákvæð áhrif á
sovézk-islenzk samskipti á
hinum ýmsu sviðum.
Saga alþjóðasamskipta
Sovétrikjanna ber þvi glöggt
vitni, að bætt pólitisk sam-
skipti greiða fyrir betri
nýtingu á þeim möguleikum
sem eru á samstarfi landa,
sem búa við mismunandi
þjóðskipulag, á sviði
verzlunar og efnahagsmála.
Um leið er þróun hagkvæmra
viðskiptatengsla þýðingar-
mikil aðferð til aðkomaá eðli
legum pólitiskum aðstæðum.
Reynslan sýnir, að þetta á
einnig fyllilega viö um sam-
starf Sovétrikjanna og Islands
á sviði verzlunar, efnahagslifs
og tækni.
Æ MEIRI þroska ná sam-
skipti landanna á sviði
menningar og visinda. Þróast
þau i samræmi við samk.lag
um samstarf á sviði menning-
ar, tækni og visinda, sem
undirritað var árið 1961. Báðir
aðilar lýstu sig reiðubúna til
að stuðla að sendinefndaskipt-
um og gagnkvæmum heim-
sóknum fulltrúa visinda og
lista, ýta undir ferðalög,
o.s.frv. t april 1973 var undir-
rituð fyrsta áætlun i sögu sam-
skipta landann um samstarf
þetta, og gildir hún fyrir árin
1973 og 1974. 1 fyrra fóru á
milli landanna u.þb. tuttugu
sendinefndir fulltrúa visinda
og mennta frá hvoru landi.
Flest bendir til, að sendi-
nefnaskipti muni fara i vöxt.
Sovétmenn bera mikla
virðingu fyrir fornri menningu
tslendinga. Liklega má nú
finna i hverju sovézku bóka-
safni tslendingasögur sem nú
i ár voru gefnar út i 300 þús.
eintökum. Hinn þekkti fræði-
maður, Steblin-Kamenski,
sem nokkrum sinnum hefur
gist tsland, og aðrir sovézkir
fræðimenn hafa skrifað bækur
um islenzka menningu. t
sovézkum háskólum er lögð
stund á islenzka sögu og
menningu.
Mikill gaumur er og gefinn
að samtiðarmenningu Islands.
Við hlið lslendingasagna
standa i bókasöfnum okkar
verk Halldórs Laxness, Þór-
bergs Þórðarsonar, Jóhannes-
ar úr Kötlum, Jónasar Arna-
sonar og ólafs Jóhanns
Sigurðssonar. Milljónir sjón-
varpsáhorfenda hafa fylgzt
með kvikmynd um tsland.
Fyrir skemmstu klöppuðu
tónlistarunnendur lof i lófa
Kristni Hallssyni, sem söng i
nokkrum sovézkum borgum.
Áhugi á islenzkri menningu
fer vaxandi, og beðiö er eftir
nýjum samfundum við
fulltrúa hennar.
Á tslandi þekkja margir til
sovézkrar menningar og
listar. tslendingar hafa séö
nokkrar sovézkar kvik-
myndir,og vildum við vona,
að kvikmyndahús muni einnig
i framtiðinni reiðubúin til að
svara eftirspurn Islenzkra
áhorfenda eftir sovézkum
kvikmyndum. Ýmsir sovézkir
rithöfundar, listamenn og tón-
listarmenn hafa he.imsótt ts-
land. Meðal þeirra voru rit-
höfundarnir Polevoj,
Dolmatovski, Zaligin og
Budris, myndlistarmaöurinn
Orest Vereiski, tónlistar-
mennirnir Maxim
Sjostakovitsj, Vajman,
Sjakohovskaja og
Katsatúrjan. Starfsmenn
blaða, útvarps og sjónvarps
hafa heimsótt hver annan
reglulega, og hefur þess orðið
vart á dagskrám fjölmiöla.
Magnús Jónsson sýndi kvik-
mynd um tsland á nýlegri al-
þjóðlegri kvikmyndahátið i
Moskvu. Ferðalög hafa aukizt
milli landa, enda þótt mögu-
Framhald á 35. siðu.
Þ.Þ.