Tíminn - 04.10.1973, Page 18
18
TÍMINN
Fimmtudagur 4. október 1973
Grafsiðir og umbúnaður látinna
eru eitt af þvi sem verið hefur með
ýmsu móti hjá mannkindinni i ald-
anna rás. Forfeður okkar urpu hauga
yfir látna vini og vandamenn og
lögðu hjá þeim vopn og vistir, svo að
þá þyrfti ekki að skorta neitt á
eilifðarlandinu. Má nærri geta, að oft
hefur það verið ærinn kostnaður og
fórn, þegar dýrindis vopn eða gamlir
ættargripir voru grafnir i jörð með
dauðum mönnum!
Við, nútimamenn förum öðru visi
að. Við gröfum ekki dýrgripi með
hinum látnu, en reynum i staðinn að
gera legstaði þeirra sem veglegast úr
garði. Þó eru þeir menn til, sem telja
slikt fánýtt. Einu gildir, hvar
skrokknum af manni er hoiað niður,
segja þeir. Látum hina dauða jarða
sina dauðu, segja aðrir.
En það er eitt, sem furðu mörgum
sést yfir: Heimildagildi vel merktra
grafreita. Stór kirkjugarður, þar sem
hvert leiði er vandlega merkt með
fæðingar- og dánardægri þess, sem
þar liggur, er i raun og sannleika opin
bók. Hann er manntal — þjóðskrá
gegninna kynslóða. Það er þvi
sannarlega ekki út i bláinn, að lögð
hefur verið aukin áherzla á það á
siðari árum að varðveita grafreiti og
auka heimildagildi þeirra með þvi að
skýra upp gamalt letur, þvo það upp
og hreinsa.
Með þessu þjóðþrifaverki hafa
einkum tveir menn unnið, þeir er hér
koma við sögu. Annar er Aðalsteinn
Steindórsson, umsjónarmaður
kirkjugarða á íslandi, hinn er
Marteinn Daviðsson, terrasso- og
mósaiklagningamaður, oft kallaður
listmúrari, og það ekki að ástæðu-
lausu.
í spjalli þvi, sem hér fer á eftir,
verður litillega minnzt á handaverk
þeirra félaganna, og verður þó
margt látið kyrrt liggja, sem ástæða
væri um að ræða.
Lesmál:
Valgeir Sigurðsson
Myndir
Gunnar V. Andrésson
Kirkjugarðurinn,
— heimild um hina látnu, vitnisburður
um hirðusemi þeirra, sem lifa
— Rætt við
Aðalstein Steindórsson,
umsjónarmann
kirkjugarða á íslandi
Þeir eru vel aö því komnir aö fá sér sæti f tröppunum. Hér sést glöggt, hvernig þetta mannvirki er i lag-
inu. Fjórir slikir þrepastigar liggja upp aö grafreitnum. Gangstlgarnir mynda kross, þegar upp er kom-
iö.