Tíminn - 04.10.1973, Page 20
20
TÍMINN
Fimmtudagur 4. október 1973
— Jú, ekki er þvl aö neita. Ég
get til dæmis nefnt það sem henti
á Möðruvöllum, þeim fræga stað.
Þar urðum við þess áþreifanlega
varir, að oft má ekki miklu muna
að leiði týnist, ef áletranir verða
ólæsilegar, — ég tala nú ekki um,
ef þær hafa engar verið. Hellan
yfir Bjarna Thorarensen, amt-
manni, reyndist vera á öðrum
stað en talið hafði verið, en að
vísu á svipuöum slóðum I garðin-
um. Þegar við höfðum þvegið og
þvegið, marga legsteina og plöt-
ur, kom allt I einu ljós nafn
Bjarna amtmanns, þar sem viö
áttum þess ekki von. Meira að
segja hinn ágæti fræðimaður,
séra Þórhallur Höskuldsson
sóknarprestur, varð alveg hissa.
Hann hafði ekki búizt við amt-
manninum undir hellunni’ þeirri
arna. Svona getur þetta verið,
jafnvel þótt ekki sé lengra um lið-
ið en þarna er raun á, og þótt jafn
þjóöfrægur maður og sjálfur
Bjarni Thorarensen eigi hlut að
máli. Viö vorum farnir að halda,
að við myndum ekki finna legstað
Bjarna, en þarna var hann.
— Er þá mjög langt siðan
áletrunin á plötu amtmannsins
var ólæsileg?
— Ég veit það ekki meö vissu,
en eftir þvl sem ég kemst næst, er
þaö ekki neitt ákaflega langur
tlmi. Llklega svo sem fimmtiu til
sextlu ár, eöa svo. Það getur ekki
talizt langt, þegar þess er gætt, að
tslendingar eru fámenn þjóð, en
aftur á móti sérlega minnug á
menn og atburði.
Ung kona i
Grimsnesi
— Kirkjugarðar með vel merkt-
um leiöum eru auðvitað ekki
neinar smáræðis heimildir.
— Hvortþaðnú er. Já, og meira
en heimildir. Þessir hlutir vekja
okkur til umhugsunar. Ég var I
sumar að þvo upp marmarakross
á Mosfelli I Grlmsnesi. Þá kom
þar I ljós letur, sem sagði frá þvi,
að þarna hefði verið jörðuð ung
kona. Hún hafði dáið árið 1826 og
verið kornung, eitthvað 26 eöa 27
ára, minnir mig. Þetta kom þann-
ig við mig, að ég gat ekki hætt að
hugsa um þessa löngu horfnu
manneskju. Hvað hafði orðið
henni aö aldurtila, svo ungri?
Auðvitað vissi ég ekki neitt um
það. Hverra manna? Jú, það stóð
þarna, að hún hefði verið
Stephensen, en Stephensenarnir
voru ekki svo fáir á Islandi á
þessum árum, að neinn teljandi
stuðningur væri I að vita þetta.
Ég varð að láta hugmyndaflugið
nægja. En svona er þetta. Ef
þarna hefði ekki verið annað en
gróin þúfa, hefði ég I hæsta lagi
rekið I hana tærnar og hnotið við,
án allra hugbrigða, en um þessa
ungu stúlku, sem ég vissi ekkert
um, gat ég ekki hætt að hugsa það
sem eftir var dagsins.
Að hreinsa letur
— Þú nefndir þvott. Upp úr
hverju þvoið þið legsteina og
minnismerki?
— Það er talsvert misjafnt, eft-
ir því hvaða efni er I minnismerk-
inu. Við notum saltsýrublöndu á
marmara og aðra sterkar berg-
tegundir. Það verður að gera
þetta mjög gætilega, bursta alveg
jafnóðum það sem losnar og hafa
alltaf tiltækt nægilega mikið af
köldu vatni til þess að þvo salt-
sýruna af, þvi að vissulega getur
hún verið eitur i höndum þeirra,
sem ekki kunna með hana að
fara. Þótt mosagróður og skófir
séu ekki há I loftinu, þá hafa þau
þann eiginleika að sýna lit, þann-
ig að eftir hæfilega langan tíma er
öll hellan orðin jafnlit, þótt
gróðurinn á henni sýnist ekki
Hirðan innan garðs er óneitan-
lega að lagast, en sú þróun er allt-
of hæg. Það eru sóknarnefndir,
sem eiga að sjá um þá hluti, jafn-
hliða öðru safnaðarstarfi. Ég hef
oft verið að ala á þvi, að það þurfi
að ráða sérstaka umferðarmenn,
til þess að fara á milli prófasts-
dæma og hriðá garðana. Þeim
yrði vitanlega að greiða laun, en
það eru mörg sveitarfélög og
sjávarþorp úti á landsbyggðinni,
sem vel hafa efni á þvi að kaupa
sér slika aðstoð við að halda
görðunum I viðunandi horfi.
ég það, þegar byggðir eru varan-
legir veggir úr islenzkum berg-
tegundum. Þá þarf aldrei að
mála, þeir batna fremur en
versna I útliti með árunum og við-
haldið verður ekkert. En að vlsu
eru þeir dýrir I byrjun.
VerjUm fengnu fé
skynsamlega
— Er eitthvert fé ætlað sérstak-
lega til þessara hluta?
— Já, vissulega er það svo. Og
sumir kirkjugarðar á Islandi eru
ágætlega efnaðir. I kirkjugarðs-
lögum frá 1963, er sóknarnefnd-
um viðast hvar á landinu veitt til-
efni til þess að lagfæra sina
kirkjugarða mjög þokkalega. En
þvl miður var það fé, sem sóknar-
nefndirnar fengu, viða lagt á
vöxtu — og það er ekki skynsam-
leg meðferð á peningum I allri
þeirri verðbólgu, sem við höfum
átt við að búa, nú um margra ára
skeið. Það er alltaf dýrara að
gera það næsta ár, sem við hefð-
um getað gert á þessu ári. Það á
að nýta peningana til fram-
kvæmda árlega, en ekki geyma
þá ár frá ári. Fólkið, sem greitt
hefur þessa peninga I formi
skatta, á heimtingu á þvl, að þeir
séu notaðir til skynsamlegra
hluta, en ekki látnir rýrna að
verðgildi frá ári til árs.
Hér eru þeir félagar, Marteinn og Aðalsteinn að virða fyrir sér einar tröppurnar, ssm liggja upp að
þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Hellurnar i tröppunum eru teknar þarna I nágrenninu, sagaðar og
lagðar af Martcini Davfðssyni.
fyrirferöarmikill. Það er alveg
furðulegt, hversu mjög hellur og
legstejnar skýrast við það eitt að
vera þvegin.
— Þegar nú hellan hefur verið
þvegin, farið þið þá með meitli
niður I letriö?
— Nei« yfirleitt er það alls ekki
gert. I fyrsta lagi er marmarinn
svo harður, að það er illmögulegt,
I ööru lagi yrði sllkt svo seinlegt,
aö það væri naumast fram-
kvæmanlegt, fjárhagsins vegna,
og I þriðja lagi er þess sjaldnast
þörf. Þvotturinn nægir. Hitt er
aftur annað mál, að oft eru hellur
sprungnar, brotnar eða flisað úr
þeim. Þær eru þá llmdar saman
með mikilli nákvæmni, um leið og
þvotturinn fer fram. Eins eru
minnismerki rétt við, ef þau hall-
ast, legsteinar settir á stall, svo
aö þeir sökkvi ekki strax I jörð.
Gamlar og fornar legstaða-
girðingar úr steypujárni eru
hreinsaðar og málaðar I dökkum
lit. Sama er að segja um gamla
krossa úr potti eða járnf, þeir fá
einnig slna aðhlynningu, enda eru
þeir oft fallegir og setja sinn svip
á garðinn.
Ég kom einu sinni inn I venju-
legan, opinn hvildargarð I Svl-
þjóð. Ég fann þar bekk og settist á
hann. Ég hafði ekki lengi horft I
kringum mig, þegar ég rakst á
gamla legstaðargirðingu, sem
eins vel hefði getað verið I Flóan-
um eða einhverri annarri sveit á
íslandi. Hún var ævagömul, enda
bera Svíar mikla virðingu fyrir
slnum gömlu legstaðagirðingum.
Nýjar framkvæmdir
ættu aldrei að vera
á kostnað sögu-
legra heimilda
— Nú vitum við þaö báðir, Aðal-
steinn, aö kirkjugarðar tapa frið-
helgi sinni eftir ákveðinn tlma.
Finnst þér rétt að byggja til
dæmis á þeim stórhýsi, eins og
ekki er dæmalaust á Islandi?
— Þaö er nokkuð algengt, hér
eins og viðar, aö þegar nútlminn
þarfnasteinhverra framkvæmda,
er ekki verið að spyrja um for-
tlðina. En með öllum þess háttar
aðgeröum er verið að spilla sögu-
legum verðmætum. Það er — ef
mér leyfist að komast svo að orði
— verið að taka fram fyrir
hendurnar á sjálfri sögunni, og
það er sannarlega ekki góður
vitnisburður um menningar-
ástand þeirrar kynslóðar, sem
svo hagar sér. Kirkjugarður get-
ur verið heimildin um mannllf til-
tekins svæðis, — jafnvel eina
beina sönnunin fyrir því, að þar
hafi verið mannabyggð á ein-
hverju vissu timabili. Hvers
vegna mætti ekki sú heimild
geymast? Hvaða ástæða er til
þess aö afmá gamla kirkjugarða,
jafnvel þótt þeir séu margra
alda? Það er meira en nóg land-
rými á tslandi enn, og verður það
áreiðanlega I næstu framtið.
Sums staðar er kvartað yfir
þvi, að erfitt sé að hirða kirkju-
garða, þar sem leiði eru þétt og
dálltiö há — þetta er auðvitað
feikilega óslétt land. Það er sagt,
að einu megi gilda, þótt sléttað sé
yfir leiði, sem ekki eru merkt og
fáir þekkja. Nú, sjálfur hef ég
slegið kirkjugarða, sem þóttu ill-
slægir sökum þýfis, og ég gat satt
að segja ekki fundið, að þaö væri
nein þrekraun. Þetta er vitanlega
seinlegt verk, en sjaldnast er
þarna um stór svæði að ræða, og
ánægjan yfir því að vita sig vera
að snyrta hinzta hvílustað geng-
inna kynslóða gerir miklu meira
en að vega upp þau óþægindi, sem
þvl fylgja að vinna slikt verk.
En það er með þetta eins og
allt annað: Það verður að vera I
fólkinu sjálfu. Ég get ekki útveg-
að mönnum þennan áhuga, ef þeir
eiga hann ekki I eigin brjósti. Hitt
getég frætt menn um, að frændur
okkar á Noröurlöndum eru að
minnsta kosti hundrað árum á
undan okkur hvað snertir um-
gengni og hirðu á kirkjugörðum.
— Finnst þér okkur samt ekki
hafa farið fram að þessu leyti á
siöari árum?
— Jú, þaðer staðreynd. Ég verð
llka að segja, að okkur fari fram,
þvi að það er nú einmitt ég, sem á
að sjá um það. Jú, að allri
gamansemi slepptri, þá verður
þvi ekki neitað, að þessum mál-
um hefur þokað til réttrar áttar á
undan förnum árum, þótt hinu
verði ekki neitað, að enn eigum
við margt ólært.
Það, sem liklega er bezt um
þróun undanfarinna ára er það,
að stórframkvæmdum hefur
fjölgað. Stórframkvæmdir kalla
— En svo að við snúum okkur
aftur að verklegu hliðinni? Hvaða
umbúnað telur þú heppilegastan
um leiði?
— I þeim hinum sömu lögum,
sem ég minntist á áðan, er það
bannað að steypa I kringum leiði,
■ eða að setja þar girðingar af
neinu tagi. Þetta var talið tor-
velda alla hirðu, eins og llka hefur
orðið raunin á. Steinþrær I kring-
um leiði eru mjög gjarnar á að
safna I sig vatni og klaka á vetr-
um. Þetta gerir legstaðinn dapur-
legan og ljótan að sjá, auk þess
sem vatnið vill oft grafa undan
steypunni, svo að þróin skekkist
og springur með timanum. Þetta
er ekki heppilegur útbúnaður, og
þvl verri, sem hann verður eldri.
Slétt, vel hirt grasflöt er aftur á
móti næstum alltaf falleg. Hún
heldur sér, vetur, sumar, vor og
haust og er alltaf snyrtileg, að
minnsta kosti ef hún er I mátu-
lega hallandi landi. Við, Is-
lendingar, eigum nóg af fallegum
lágplöntum, sem eru nærri þvi
eins og skapaðar til þess að prýða
legstaði. Við getum sannarlega
veriö sjálfum okkur nógir með þá
hluti. Útlendar plöntur geta verið
fallegar og vaxið hátt upp, en fall-
ið svo til jarðar I næstu stórrign-
ingu. Okkar plöntur þekkja okkar
veðráttu og hafa lært að standast
hana, — meira aðsegja hver I sin-
um landshluta.
,, ...Ég hugsa oft
til þeirra....”
— Nú ert þú, Aðalsteinn,
sannarlega að vinna fyrir nútlm-