Tíminn - 04.10.1973, Qupperneq 21
Fimmtudagur 4. október 1973
TÍMINN
21
ann og framtíðina, en finnst þér
þú ekki lika vera i þjónustu
þeirra, gömlu mannanna, sem
sofa undir fótum þér, þegar þú ert
að störfum i kirkjugarði?
— Þakka þér fyrir umsögnina.
Jú, vist reyni ég að gera gagn
sem lifandi maður samtiðar
minnar. Hitt er engu að siður
staðreynd, að ég hugsa oft til
þeirra, sem farnir eru á undan
okkur og gerðu sjálfir sitt bezta á
meðan þeir stóðu hér við.
Ég var einu sinni að mæla og
teikna upp kirkjugarð. Ég
kannaðist svolitið við einn, sem lá
þar, og ég hafði þann sið að
geyma mælingatækin min hjá
honum. Svo varð mér það á að
týna smáhlut, sem ég þurfti að
nota. Ég leitaði, en fann ekki. Þá
varð mér að orði: ,,Æ, hvað gerð-
irðu við þetta, Jói minn?” Nú, ég
hafði varla sleppt orðinu, þegar
ég fann það, sem ég leitaði að, svo
að þú sérð, að það borgar sig að
halda vinsamlegu sambandi við
þá, þessa gömlu. En að visu verð-
ur það alltaf fleiri takmörkunum
háð en samskiptin við hina, sem
enn eru á ferli ofar moldu._vs
Kyrrð, friður og fullkomið jafnvægi einkennir þessa mynd. Þannig voru ÞingvéHir, þegar við komum þar siðla dags I haust
'
í ' í '
Félag íslenzkra iðnrekenda:
önnur gengishækkun
ríður iðnaðinum að fullu
IÐNAÐUKINN er hart leikinn
núna, og þarf langan tfma til að
ná sér á strik. Ef önnur gengis-
hækkun verður gerð, verður það
örlagarfkt fyrir iðnrekendur.
Leggja verður niður tolla á hrá-
efni og vélum, sem flutt er inn, ef
islenzkur iðnaður á að vera sam-
keppnisfær á hinum væntanlega
tollfrjálsa markaði samfara
EFTA aðild. Þetta og ýmislegt
annað heyrðist á blaðamanna-
fundi, sem Félag isl. iðnrekenda
efndi til í gær, til að ræða stöðu
iðnaðarins og þá sérstaklega með
hliðsjón að aðild okkar að EFTA.
A fundinum voru mættir stjórn-
armeðlimir Félags ísl. iðnrek-
enda, og kynntu þeir blaðamönn-
um samþykkt, sem gerð var á
fundi hjá félaginu 25. sept. s.l., en
hún hefur verið send iðnaðar-
ráöuneytinu. Er i þessari sam-
þykkt harðlega deilt á stjórnvöld,
fyrir gengishækkanir þær, sem
orðið hafa undanfarið á islenzku
krónunni. Telur stjórn félagsins
aö i þeim felist varhugavert til-
litsleysi við hagsmuni iðnaðarins,
enda i mótsögn við yfirlýsta iðn-
þróunarstefnu.
Hér á eftir fer svo samþykktin,
sem gerð var á fundi stjórnar Fé-
lags islenzkra iðnrekenda, vegna
áhrifa gengisbreytinga og þróun-
ar verðlagsmála, og sem send
hefur verið iðnaðarráðherra:
„Með inngöngu tslands i EFTA
hinn 1. mars 1970, var stigið ör-
lagarikt skref fyrir islenzkan
framleiðsluiðnað, þar sem ákveð-
inn var tollfrjáls innflutningur
allra iðnaðarvara.sem framleidd-
ar eru i landinu. Jafnframt skyldi
stefnt að mikilli eflingu islenzks
framleiðsluiðnaðar til að standast
aukna samkeppni á heimamark-
aði og til að ná fótfestu á erlend-
um mörkuðum. Af þessu leiðir að
breytingar á gengi islenzku krón-
unnar geta haft úrslitaáhrif á af-
komu framleiðsluiðnaðarins.
Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur
gengi krónunnar nú verið hækkað
tvivegis á undanförnum mánuð-
um.
Lýsir stjórn F.t.I. vanþóknun á
að til aðgerða þessara var gripið
án þess að nokkurt tillit væri tekið
til hagsmuna framleiðsluiðnaðar-
ins. Augljóst mátti þó vera að
staða framleiðsluiðnaðarins var
ekki slik, að hann gæti tekið á sig
afleiðingar þessara aðgerða. Tel-
ur sjórnin að i þeim felist var-
hugavert tillitsleysi við hagsmuni
iðnaðarins enda i mótsögn við yf-
irlýsta iðnþróunarstefnu. Sér-
stökum erfiðleikum hafa þessar
aðgerðir valdið þeim fyrirtækj-
um, sem selja verulegan hluta
framleiðslu sinnar á erlendum
markaði.
Lausn á þeim vanda, er fram-.
leiðsluiðnaðurinn á nú við að
glima vegna óhagstæðrar verð-
lagsþróunar hvað hann snertir,
felst ekki i nýrri gengisfellingu.
Gengisfelling, ein sér án hliðar-
ráðstafana a.m.k., hefði þær af-
leiöingar, að hinar auknu tekjur
sjávarútvegs ykju á verðbólgu.
Leita verður að varanlegri lausn
til þess að hindra að timabundnar
sveiflur i sjávarútvegi valdi jafn-
vægisleysi i efnahagslifinu og
ráði þar með afkomu annarra at-
vinnuvega. Jafnvægi i efnahags-
málum er skilyrði heilbrigðrar
iðnþróunar.
Verðjöfnunarsjóði fiskiðnaðar-
ins var ætlað þetta hlutverk, þeg-
ar hann tók til starfa á árinu 1969.
Hins vegar er ljóst, að sjóðnum er
ekki nema að takmörkuðu leyti
stýrt út frá þvi jöfnunarsjónar-
miði, sem lögum samkvæmt er
hlutverk hans. Ekki hefði veriö
nauðsynlegt að gripa til undan-
farinna gengisbrey tinga, ef
sjóðnum hefði verið beitt af nægi-
legum styrk til jöfnunar.
Gengishækkanir og verðbólga
hafa nú mjög þrengt hag iðnaðar-
ins. Þegar hefur verið nefnt þýð-
ingarmikið grundvallaratriði i
efnahagsmálum en að fleiri atrið-
um þarf að huga, sem ekki er vik-
ið að i þessari samþykkt.
Til þess að skapa raunhæf skil-
yrði til iðnþróunar i landinu er að
auki nauðsynlegt að eftirfarandi
verði framkvæmt tafarlaust:
1. Að fella niður tolla af fram-
leiðslutækjum og efnivörum
framleiðsluiðnaðarins til að
skapa framleiðsluiðnaðinum
nauðsynlegt svigrúm til upp-
byggingar, áður en tollvernd er
að fullu brott fallin.
2. Að fella niður eða, endurgreiða
söluskátt af framleiðslutækjum
og efnivörum framleiðsluiðn-
aðarins, svo sem gert er i öllum
helztu viðskiptalöndum okkar.
3. Að létta launaskatti af fram-
leiðsiuiðnaðinum til samræmis
við sjávarútveg og landbúnað.
4. Að lækka raforkuverð til iðnað-
ar til jafns við raforkuverð i
helztu samkeppnislöndum okk-
ar og láta þannig islenzkan
framleiðsluiðnað njóta hag-
kvæmra virkjunarskilyrða hér
á landi.
5. Að endurgreiða iðnfyrirtækjum
gengistap við gengishækkanir
til samræmis við upptöku geng-
ishagnaðar við gengislækkan-
ir”.
—hs-
Heilsuhælið
í Skjaldarvík:
Bygging
Stjórn Félags islenzkra iðnrekenda talið frá hægri: Gunnar J. Friðriksson, formaður, Davið Tharsteinsson.Ilaukur Eggcrtsson, Kristinn Guð-
jónsson, Björn Guðmundsson og Ólafur Sigurðsson, blaöafulltrúi félagsins. — (Timamynd: Gunnar)
að vori
SB-Reykjavik — Náttúrulækn-
ingafélagið á Akurevri inun að
likindum gcta hafið byggingu
heilsuhælis sins i Skjaldarvik að
vori. Undanfarin ár hefur fjár til
byggingarinnar verið aflað með
ýmsu móti.og enn vantar mikið
upp á.
Það verður fyrsti áfangi heilsu-
hælisins, sem bvrjað verður á i
vor, tvær herbergjaálmur. Verð-
ur þar rúm fyir 50 vistmenn,
ásamt eldhúsi, borðstofu og ein-
hverri endurhæfingaraðstöðu.
Heitt vatn verður fengið frá
Laugalandi á Þelamörk, þar sem
Akureyrarbær á vatnsréttindin,
en kalda vatnið er þegar kontið á
staðinn.
Teikning af heilsuhælinu er
fullgerð, en gerð vinnuteikninga
mun Ijúka um áramótin.