Tíminn - 04.10.1973, Page 26
26
TÍMIXN
Fimmtudagur 4. október 1973
aö skora undir lokin i siöari hálf-
leik. Þegar aöeins fimm minútur
voru til leiksloka fékk Steinar
knöttinn fyrir opnu marki.
Steinar fór illa að ráði sinu þá,
þegar hann ætlaði að þruma
knettinum i netið — skot hans
smaug stöngina. Með réttu hefði
Steinar átt að senda knöttinn með
rólegu skoti i netið, þvi aö hann
hafði góðan tima til að athafna
sig.
Sjö minútum áður komst
Steinar einn inn fyrir vörn og
skaut úr erfiöri aðstöðu. Bobby
Robertson varði vel skotið frá
honum — missti knöttinn, sem
barst til Friðriks 'Ragnarssonar.
En áður en Friðriki tókst að
skjóta, var hann pressaður af
tveimur varnarmönnum Hibs.
Maður hafði það á tilfinningunni,
að þarna hefði dómarinn átt að
dæma vitaspyrnu.
Guðn'i Kjartansson var bezti
maður Keflavikurliðsins, hann
átti frábæran leik og hélt hinum
hættulega Alan Gordon, marka-
kóngi Hibs og Skotlands, algjör-
lega niðri. Gordon þessi er stór-
hættulegur skallamaður og
reyndu kantmenn Hibs mikið að
gefa háar sendingar inn á hann.
Gordon átti fimm skalla að marki
i leiknum, en hann var óheppinn
og einnig var Þorsteinn ólafsson,
markvörður Keflvikinga, vel á
verði. Hann varði mjög vel i
leiknum. Strax á 2. min. varði
hannskot frá O’Rourke glæsilega
i horn. O’Rourke skaut þá frá
markteigshorni. A 16. min. siöari
hálfleiksins varði Þorsteinn
skalla frá Gordon, með þvi að slá
knöttinn yfir þverslá. A 27.
minútu kom svo meistaraleg
markvarsla hjá Þorsteini, þegar
hann varöi glæsilega langskot frá
miðveröinum Jim Black. Black
skaut hörkuskoti utan af velli —
knöttturinn stefndi i netið, út við
stöng. Þorsteinn var fljótur að
átta sig á hlutunum og kastaði sér
og náði knettinum við mikinn
fögnuð áhorfenda.
Keflavikurvörnin gerði þaö,
sem hún gat til að stöðva sóknar-
lotur Hibs og henni tókst m jög vel
að brjóta sóknarlotur Hibs
á bak aftur. Veikasti
bletturinn hjá Keflavik-
HJÖRTUR ZAKARIASSON... sést hér skalla knöttinn I markið hjá Hibernian og ná l:0forustu fyrir Keflvikinga i gærkvöldi.
Skallamark Hjartar
færði Keflvíkingum
forustu gegn Hibs
Keflvíkingar gerðu jafntefli 1:1 gegn skozku snillingunum úr Hibs á Laugardalsvell-
Leikmenn liðanna áttu erfitt með að fóta sig á hálum vellinum
inum í gærkvöldi.
GEYSILEG fagnaðar-
bylgja braust út á Laugar-
dalsvellinum í gærdag þeg-
ar Keflvíkingar náðu for-
ustunni gegn hinu sterka
Hibernian-liði í UEFA-
keppni. Það var ólafur
Júlíusson, sem tók eina af
sínum hættulegu horn-
spyrnum á 35. mínútu fyrri
hálfleiks. Knötturinn fór
vel fyrir markið, þar sem
Hjörtur Zakaríasson kom á
fleygiferðog hentisér fram
og skallaði knöttinn í netið.
anna, sást ekki á Laugar-
dalsvellinum.
Jöfnunarmark Hibs kom á 18.
min. siðari hálfleiksins, þegar
óbein aukaspyrna var dæmd á
Keflvikinga inn i vitateig.
O’Rourke tók spyrnuna og sendi
knöttinn út i vitateig til John
Blackley, sem spyrnti aö mark-
inu. Hirti Zakariassyni tókst aö
bjarga á linu — knötturinn barst
til Pat Stanton, fyrirliða Hibs,
sem sendi knöttinn i netið. Þetta
mark var nokkuð ódýrt og hefðu
Keflvikingar getað komið i veg
fyrir þaö, ef þeir hefðu verið
ákveðnir.
Steinar Jóhannsson, hinn
markheppni miðherji Keflavfkur-
liðsins, fékk tvö gullin tækifæri til
Kef Ivíkingar voru fljótirað
fagna markinu, þegar
knötturinn fór inn fyrir
marklínuna og þegar dóm-
arinn benti á miðjuna ætl-
aði allt um koll að keyra á
áhorfendapöllunum, enda
ekki nema von. Það er ekki
á hverjum degi, sem
islenzkt lið nær forustu i
Evrópukeppni. Leikurinn i
gær var ekki sérstaklega
vel leikinn, þar sem leik-
menn liðanna áttu erfitt
með að fóta sig á þungum
Laugardalsvellinum, sem
var glerháll eftir miklar
rigningar síðustu daga.
Hibs náði aldrei að sýna
listir sínar og hið skemmti-
lega spil, sem Hibs sýndi á
Easter Road í fyrri leik lið-
STEINAR JÓHANNSSON.. sést hér skjóta skotinu, sem strauk stöngina.