Tíminn - 21.10.1973, Page 9

Tíminn - 21.10.1973, Page 9
Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 9 tr / .iiiil i hvorri hendi og eina á bakinu, allar fullar af tékkneskum kvenbrókum. Mér hraus hugur. Mikil voru nú umskiptin orðin, hugsaði ég með mér. Búinn að vera til sjós i tvö ár i lukkunnar velstandi og vakna nú upp á Laugaveginum með þrjár töskur fullar af tékkneskum nærbuxum á kvenfólk. Guð minn góður hvað mér leið illa þá. Satt að segja var ég svo feiminn, að ég veit ekki hvernig ég á að koma orðum að þvi. Þennan fyrsta dag seldi ég tvö dúsin af kvenbrókum og ég held að það hafi bara verið af þvi, að fólkið i búðunum vorkenndi mér, að það keypti þetta litilræði. En mér óx ásmeginn i sölu- starfinu og eftir tiu daga var skipt um töskur hjá mér og þær fylltar af nýjum vörum, en það voru alls konar smávörur, shampoo, öryggisnælur, bendlar, tölur og allskonar rusl og drasl, sem As- björn seldi þá. Ég gekk hús úr húsi, búð úr búð i niu mánuði, en þá var ég látinn hætta. Ásbirni fannst salan ekki nóg og hann sagði mér að fara að leita mér að nýju starfi. Ég spurði hann þá, hvort ég mætti ekki bara hætta strax og það gerði ég og fékk ég borgaðar 328 krónur, sem ég átti inni. Þar með kvaddi ég Asbjörn og höfum við ávallt siðan verið perluvinir. ýmsa aðra, þótt skuggar væru oft i lengra lagi á þeim árum. En nú kom að þvi, að ég lenti aftur i lukkupottinn. í poppkorni hjá flug- stjórum Svo bar til, að ég var að koma til Akureyrar i flugvél frá Flug- félagi tslands, að Hilmar Sigurðs- son hjá Ft kemur að máli við mig, hvort ég vilji ekki taka að mér rekstur og sölu á poppkorni, en hann átti litið fyrirtæki, sem hét Kummulus, en það framleiddi poppkorn. Meðeigendur hans voru flugstjórarnir Jóhannes R. Snorrason og Smári Karlsson. Þetta sá ég um i eitt ár og það er einhver dýrðlegasti timi ævi minnar og ég mokaði út popp- korninu.-----En svo uppgötvaði fólk hve auðvelt er að búa til poppkorn, og salan dróst saman og niður úr öllu valdi og starfsem- inni var hætt og öllu starfsfólkinu — þar á meðal mér, var sagt upp. Og enn stóð ég á götunni, atvinnu- laus og með engin sérstök áform, en stóra drauma. Ég var þó að einu leyti betur settur en fyrr, að ég gat nú tekið upp þráðinn aftur við farandsöl- una. Tók ég aftur við sýnis- hornum frá heildsölum og framleiðendum og hóf landshorna sölumennsku. Farandsali á íslandi Ég tók mér nú hálfs mánaðar- fri, til að leita mér að vinnu. Ég sló mér lifibrauð hér og þar, eins og gengur, en heildsölum borgar- innar leizt ekki á piltinn og komu mér af stað með einu og öðru móti. Tók ég það nú til bragðs, að taka sýnishorn af heildsölum og framleiðendum og byrjaði að selja upp á prósentur upp á mitt eindæmi, og áður en ég vissi af, var ég kominn i hóp farandsala þeirra, er flæddu yfir landið með strandferðaskipum, rútum og flugvélum. Þetta var hræðilegt starf. Eilif- ur þeytingur milli landshluta og héraða, ýmist á skipum, bilum eða á lofti i flugvélum og sam- keppnin var hörð. Þarna kynntist ég samt mörgu fólki og margvis- legum aðstæðum, sem verið hafa til gagns og ánægju siðar á lifs- leiðinni og ég held að ég vildi ekki fyrir nokkurn mun missa þennan kafla úr ævi minni, fremur en Fatagerðin Burkni hf. Þá bar það til tiðinda að ég hitti að máli Árna Pálsson, sem fram- leiddi vinnuföt. Ég seldi framleiðslu hans meðal annars á ferðum minum um landið. Það varð úr, að ég gerðist meðeigandi i þessari fatagerð, sem ber nafnið Burkni hf. Það gekk sæmilega, en eftir 2 ár vildi Arni, sem er trésmiður, selja sinn hluta og þá fékk ég æskuvin minn, Þorstein Kristins- son frá Reyðarfirði, til að kaupa hlut Árna i fyrirtækinu. Við vorum stórhuga og bjart- sýnir og tókum á leigu nýja stóra hæð að Laugavegi 178. Vegna ýmissa rekstrarörðug- leika þá fannst okkur það eftir at- vikum rétt, að minnka yfir- bygginguna, og að aðeins annar okkar ræki vinnufatagerðina, en hinn reyndi að sjá sér farborða á annan hátt. Þá byrjaði ég heild- sölu. Það er hins vegar af Burkna að segja, að við seldum hann siðar til Akureyrar, þar sem JMJ fyrir- Þorgerður Bjargmundsdóttir, skrifstofustúlka Þorsteinn Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Kolf Johansen, og co. Þorsteinn er æskuvinur og nánasti samstarfsmaður Rolfs um langt skeið. Þorsteinn hefur verið i önnum þessa dagana, þvi nú er betur i hönd — á Bridgestone og Bridgestone hjólbarðar verða f þessum mánuði seldir fyrir ca 40 milljónir króna. Hjólbarðar fyrir milljón dollara ó óri Rætt við Þorstein Kristinsson, framkvæmdastjóra Þorsteinn Kristinsson, f ra mk væmda st jóri Rolf Johansen og co hefur verið með frá upphafi, en Þorsteinn er eins og áður hefur komið fram, æskuvinur og leikfélagi Rolfs Johansen, frá Reyðar- firöi. Þorsteinn Kristinsson annast daglegan rekstur heildverzlunarinnar, starfs- mannahalda og annaö, er þvi fylgir. Við hittum Þorstein aö máli i skrifstofu hans að Laugavegi 178 og fengum eftirfarandi upplýsingar um fyrirtækið og störf þess: Viðtal við Þorstein Kristinsson — Hjá Rolf Johansen & co er aðallinan liklega innflutningur á hjólbörðum og yfirgrips- mikil umboðsstörf og umboös- sala ásamt kynningarstarfi fyrir ýmis erlend stórfyrir- tæki, er selja vörur til Islands. Þessa dagana er þó hjól- barðainnflutningurinn frá Bridgestone i Japan veiga- mesti liöurinn, þvi nú stendur yfir mesti annatiminn hjá okkur, þar eð menn eru al- mennt nú að skipta um hjól- barða á bifreiðum sinum og að setja snjódekkin undir bilana i staðinn fyrir sumardekkinn. Þá verður allt aö ganga i einum logandi hvelli, þvi að tugir þúsunda ökutækja skipta um hjólbarða á örfáum dögum. Sex milljón snjónaglar Auk hjólbarðanna verðum við lika að afgreiða mikið magn af loftslöngum, og ógleymdum KRUPP snjó- nöglum, en um 6.000.000 snjó- naglar eru seldir á fslandi á ári i dag, þar af um þaö bil þriðjungurinn frá KRUPP, en við höfum með sölu þeirra aö gera hér á landi. Snjónaglar hafa nú unniðsér fastan sess hér á landi og mönnum er það ljóst, að öryggi vetrarumferðar hefur aukizt til mikilla muna með tilkomu þeirra og notkun. Nú hefur það opinbera sett reglugerð um snjónagla og markað ákveðna stefnu i not- kun þeirra i akstri Er þar reynt að tryggja hemlunar og stjórnhæfni öku- tækja að vetrarlagi og varð- veita varanlegt slitlag gatna, með þvi að fyrirskipa og heimila ákveðnar gerðir og stærðir þessara nagla. KRUPP naglarnir frá okkur eru innan ramma þessarar reglugerðar, enda er KRUPP alþjóðlegt, eða fjölþjóölegt fyrirtæki, er staríar á heimp- markaði og i flestum löndum hafa verið teknar upp svipaðar reglur um vetrar- akstur i snjó og hér á landi. Kaupa hjólbarða fyrir eina milljón dollara — eitt dekk á 140.000 kr. A Islandi eru nú seldir um 100.000 hjólbarðar á ári ef miðað er við innflutning á lausum hjólbörðum. Þar af mun Bridgestone vera meö um það bil helming sölunnar, en við fluttum inn og seldum hjólbarða fyrir eina milljón dollara (c.i.f) á siðasta ári. Aö staðaldri hefur fyrir- tækið liggjandi hér i tollvöru- geymslu hjólbarða fyrir 50-75 milljónir króna. (útsöluverð- mæti). Þetta eru barðar af fjölmörgum stærðum og gerðum, allt frá hjólböröum undir stærstu vinnuvélar, dráttarvélar og flutningablla, niður i minnstu gerðir öku- tækja og vagna. Dýrustu hjólbarðarnir, sem viö seljum kosta um 140.000. krónur stykkið, en það eru hjólbarðar undir stærsta bil á Islandi, en það er vörublll, sem Indriði Indriðason á og rekur. Þessi bill má þó ekki aka á þjóðvegunum, heldur er notaður isérstök verkefni. Hefur billinn ekið jarðefnum Framhald á 26. siöu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.