Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.10.1973, Blaðsíða 13
Sunnudagur 21. október 1973. TÍMINN 13 ur i aurinn. Hafið á milli stöpla er 44 metrar. Þegar stöplar hafa verið steyptir, eru griðarmiklir stálbitar lagðir ofan á þá og loks er lagt timburgólf ofan á bitana. Samfelldir stálbitar eru yfir fjór- um höfum að jafnaði. Vegna þess hversu langar brýrnar eru þurfa farartæki að geta mætzt, þvi að ekki sér á milli brúarsporða i dumbungsveðri. Ekki þótti fært vegna kostnaðar að hafa nema eina akrein. Þess vegna var brugðið á það ráð að hafa útskot á fjórða hverjum stöpli. Þar eru eyru út af aðalbitunum og gólfið breikkað út á eyrun, þannig að þar geta bilar mætzt. Með þvi að vinna verkið á þenn- an máta, þ.e. að veita vötnunum i burtu, svo að hægt sé að vinna á þurru, sæta lagi, þegar árnar eru vatnsminnstar, og samræmdri einfaldri hönnun mannvirkjanna, er nægt að koma við stórvirkari vélum en ella og auka þannig framkvæmdahraðann og spara fé. Miklir og langir varnargarðar hafa verið gerðir sem fyrr segir. Þeir eru alls um 17 kilómetrar á lengd. Þeir eru styrktir með ýmsu móti vatnsmegin, grjóti er ýtt að þeim eða lagðar utan á þá virnetspylsur eða mottur fylltar grjóti. Þessi háttur hefur gefið góða raun. Fyrir siðasta hiaup hafði verið búinn til slikur garður i tilraunaskyni, styrktur með vir- netspylsum, og hann reyndist standast ágang vatnsins með ágætum. Vegurinn i tengslum við brýrn- ar er sjö metra breiður með tvö- faldri akbraut. Alls hefur verið lagður 34 kilómetra langur aðal- vegur og 4 kilómetra larigir hliðarvegir. Sé hins vegar miðað við vegalengdina frá Klaustri og að Skaftafellsá, en ekki Skeiðar- ársand einan, hefur verið gerður 68 kilómetra langur aðalvegur i sambandi við hringveginn. Vinnuflokkar Vegagerðarinnar hafa unnið allt verkið. Sumpart með tækjum i eigu Vegagerðar- innar, en sumpart með leigutækj- um. Helgi Hallgrimsson, deildar- verkfræðingur Vegagerðarinnar hefur yfirumsjón með fram- kvæmdunum, en Jón Helgason er staðarverkfræðingur. Rögnvald- Brúarsmiður að starfi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.