Tíminn - 21.10.1973, Síða 14
14
TÍMINN
Sunnudagur 21. október 1973.
Stórvirkar vclar ýta upp veginum vift Skeiftarárbrúna
(irjótpylsur eru lagóar utan á varnargarbana til styrktar. Ekki veitir af, ef garðarnir eiga aö standast
jökulhlaupunum sniining. Tímamyndir: Hóbert
ur Gunnarsson hefur umsjón með
uppsetningu stálbitanna, sem
bera brúargólfin. Verkstjórar eru
þeir Haukur Karlsson, Jón Val-
mundsson, Jónas Gislason og
Eiður Sveinsson, sem annast hef-
ur verkstjórn austanvert við
sandinn.
Ýmsir þættir verksins hafa verið
boðnir út, þótt framkvæmdir ail-
ar á sandinum séu i höndum
Vegagerðarinnar. Stálbitarnir
eru smiðaðir i Englandi að
undangengnu alþjóðlegu útboði
og Byggingariðjan i Reykjavik
steypir staurana undir stöplana.
I siðasta Skeiðarárhlaupi flóðu
um 6000 rúmmetrar vatns fram
sandinn á sekúndu. Siðastliðna
þrjá áratugi eða rösklega það
hefur vatnsmagnið i Skeiðarár-
hlaupum verið 6000-7000 rúm-
metrar á sekúndu og Skeiðarár-
brú er hönnuð þannig, að hún á að
standast hlaup, sem flytur fram
niu þúsund rúmmetra vatns á
sekúndu.
Siðustu áratugina hafa hlaupin
hins vegar verið með öðru móti en
áður gerðist og komið oftar en
áður, en verið minni en var á
þeim árum, þegar hlaup komu
ekki nema á tiu til tólf ára fresti.
Þau hlaup voru 3-4 sinnum meiri
en hlaupin hafa verið i seinni tið.
Fari svo, að slikt hlaup komi, og
sýnt þyki, aðeitthvað verði undan
að láta, hefur Vegagerðin við-
búnað til þess að rjúfa varnar-
Skeiðarárjökull var úfinn og ófrýnn. Að baki honum gnæfa Súlutindar, ærið hvassbrýndir.
garðana og veginaog hleypa vattn
i gegn þar. Þetta er til þess gert,
að ekki komi til skemmda á þeim
hluta mannvirkjanna, sem dýr-
mætastir eru, þ.e.a.s. brúnum og
uppíyllingunum við þær.
Venjuleg hlaup eiga mannvirk-
in hins vegar að standast, þótt bú-
ast megi við þvi, að straumbrjót-
ar látí ef til vill litillega á sjá, ef
hamfarirnar verða miklar. Vega-
gerðin á þess vegna birgðir af
grjóti og virnetspylsum, sem
hafðar verða til taks, ef styrkja
þarf straumbrjóta i hlaupum.
Mannvirkjunum stafar mest
hætta af vatninu sjálfu i hlaupun-
um, en þó þarf að huga að ýmsu
öðru. Þegar hlaupin sprengja sig
fram undan skriðjöklinum, fylgir
þim mikill jakaburður niður á
sandinn. Mönnum telzt t.d. svo til,
að i stórhlaupum berist allt að tiu
milljónir rúmmetra af is fram á
sandinn. Vegna þessa er haft
mjög hátt undir brýrnar eða allt
að sjö metrum undir bita, þannig
að jakarnir eigi sér greiða leið
undir, án þess að brýrnar
skemmist.
Brúnum var valinn staður á
sandinum með tilliti til þess að of-
ar og nær skriðjöklunum eru far-
vegirnir ótryggariog þar hefði
þurft fleiri brýi. Auk þess eru
skriðjöklarnir eðli sinu sam-
kvæmt á sifelldri hreyfingu og út-
föllin eru þar af leiðandi sibreyti-
leg. Hefði hins vegar verið brúað
neðar á sandinum og nær sjónum,
hefði þurft lengri brýr, af þvi að
þar er hallinn minni, straum-
hraðinn minni. Auk þess hefði
þurft að gera mun lengri varnar-
garða til þess að hemja fljótin i
farvegunum. Hefði verið brúað
enn neðar, þ.e. á sjávarkambin-
um sjálfum, hefði orðið erfitt að
hemja árnar i ósunum og auk
þess hefðí sjórok valdið tjóni á
mannvirkjunum.
Þannig hefur flest verið gert,
sem i mannlegu valdi stendur og
unnt er, án óhóflegs kostnaðar, til
þess að búa svo um hnútana, að
vegir og brýr standist náttúrur-
öflunum snúning.
Alls munu fara um 1700 tonn af
stáli og 1000 tonn af sementi i
brýrnar og 1,2 milljónum rúm-
metra af möl og sandi hefur verið
ýtt saman i vegi og varnargarða
og til styrktar hafa verið notaðir
100 þúsund rúmmetrar af grjóti.
t ágúst 1971 var áætlað að þess-
ar framkvæmdir mundu kosta 500
milljónir króna. I byrjun þess
árs var enn reynt að meta
kostnaðinn og þá var talið, að
hann yrði um 700 milljónir.
Samkvæmt ákvörðun ráðuneyt-
is átti verkinu að ljúka sumarið
1974 og allar likur eru til þess að
svo verði, þvi að öllu miðar áfram
samkvæmt áætlun, svo að
væntanlega verður hringvegurinn
opnaður i júnimánuði. þótt þá
verði að visu óunnin mikil .frá-
gangsvinna.
Að framkvæmdunum hafa unn-
ið 70-80 manns.
Kaupum skuldabréf
Svanbjörn Frimannsson seðla-
bankastjóri steig i stólinn, þegar