Tíminn - 21.10.1973, Qupperneq 36
36
TÍMINN
Sunnudagur 21. október 1973.
Nú er varla hægt aft sjá, að Petra er fædd meö skarft I vör. Hér situr hún i fangi mömmu.
Hún fæddist með
hræðilegt andlitslýti
Nú getur hin fimm ára gamla
Petra Tall brosaft. Þegar hún
koin i heiminn I aprfl 1968 var hún
með skarft i vör, klofinn góm og
klofna efri vör. Fyrstu þrjá
mánuðina, sem Petra liffti, grét
hún dag og nótt, foreldrum sínum
til mikillar skelfingar. Hún grét
vegna þess, aft hún gat sama og
ekkert sogift.
Þegar Rosa-Lill Tall hafði fætt
fyrsta barnið sitt, spurði hún
auðvitað hvort það væri vel
skapað. En hún fékk ekkert svar
og henni var ekki sýnt barnið.
Hún var lögð inn á einkastofu, og
þar lá hún og hugsaði hið versta.
Hún sá fyrir sér hræðilegar
myndir af barninu, sem hún hafði
fætt i heiminn, Þegar Petra litla
var sett i fyrsta sinn i rúmið til
hennar, varð það næstum léttir,
að barnið hafði „aðeins” skarð i
vör — að visu á háu stigi, — og
bæði gómurinn og efri vörin voru
klofin.
Petra Ingrid Agneta Tall fædd-
ist 18. april 1968. Móðirin, Rosa-
Lill Tall, var aðeins 19 ára og
faðirinn, Stefan Hallberg, var
tvitugur. Þau buggu i Mariefrad,
og hún vann hálfan daginn f verk-
smiðju, en hann lagði stund á
tölvumötun og tölfræði við há-
skólann f Stokkhólmi.
Ungu hjónin urðu óneitanlega
fyrir áfalli, þegar þau sáu Petru.
Rósu-Lill létti, vegna þess að hún
hafði haldið að barnið væri enn
hræðilegra vanskapað, meðan
henni var ekki sagt neitt, og hún
lá og beið. En léttirinn blandaðist
skelfingu, þegar hún horfði á litlu
veruna, sem lá og grét við hliðina
Petra litla fæddist meft skarft i vör, klofinn góm og klofna efri vör.
Skurðaftgerftirnar gjörbreyttu henni.
á henni. Hún varð að snúa sér
undan i smástund. Svo tók hún
barnið I fangið, þrýsti sér að þvi
og hugsaði. Sjálfsagt er hægt að
gera á henni uppskurð. Skarðið
verður saumað saman, svo að það
sést næstum ekkert.
Það var kannski ennþá erfiðara
fyrir Stefan að taka þessu. Hann
var stifur og taugaspenntur,
þegar hann sá dóttur sina i fyrsta
skipti. Hann starði á barniðog leit
siðan undan. Og hann skammað-
ist sin fyrir að haga sér svona.
Telpan var hraust og vel sköpuð
fyrir utan andlitslýtið, en hann
gat ekki horft á hana aftur, ekki i
fyrsta skiptið, og leið ákaflega
illa.
Fyrstu þrjá mánuðina grét
Petra dag og nótt, svo að
foreldrarnir voru næstum búnir
að missá vitið. Hún grét af þvi að
henni tókst ekki að sjúga nóg,
hvorki brjóst móðurinnar né pel-
ann. Allt rann út úr munninum á
henni. Þegar hún fékk matinn,
varð Rosa-Lill næstum að láta
mjólkina drjúpa ofan i hálsinn á
henni. Það tók miklu lengri tima
en við eðlilegar aðstæður, og
Rosa-Lill var alltaf dauðuppgef-
in. Hún varð oft að sitja uppi á
nóttunni og hugga Petru. Petra
gat ekki einu sinni sogið á sér
fingurna, þvi þeir runnu jafn-
harðan út úr munninum á henni.
Þetta var erfiður timi fyrir
ungu hjónin. En Rosa-Lill er sterk
að eðlisfari, og gafst ekki svo auð-
veldlega upp. Henni þótt auðvitað
ákaflega vænt um barnið sitt, og
hún byrjaði að lita björtum aug-
um á vandamálið. Það var langt
um liðið siðan henni fannst Petra
ófrið, og hún vandist erfiðleikun-
um. Það var aðeins eitt, sem hún
átti erfrtt með: Þegar ættingjar
og vinir komu til að lita á Petru,
þá gláptu þeir á barnið og urðu
vandræðalegir, og Rosa-Lill þoldi
það mjög illa.
Þegar Petra var þriggja
mánaða, var hún skorin upp i
fyrsta sinn. Stefan og Rosa-Lill
höfðu komizt i samband við Tord
Skoog, prófessor i Uppsölum, sem
er sérfræðingur i nýrri aðferð til
að lækna andlitslýti. Aðferðin
byggist á að aðstoða likamann við
uppbyggingarstarfsemina, sem
er mikil hjá ungum börnum.
Beinhimna klofna gómsins getur
framleitt nýtt bein, sem kemur
yfir klofann.
Náttúran byggir upp.
Náttúran annast sjálf
uppbygginguna, þegar sér-
fræðingurinn hefur komið henni
af stað.
Petra er þriðja barnið, sem er
skorið upp eftir þessari aðferð.
Hún varðfimm áraiapril á þessu
ári. Það er varla hægt að sjá, að
gómurinn og vörin hafi verið
klofin. Og ekkert heyrist á mæli
hennar.
Petra hefur verið rannsökuð af
læknum viðsvegar að úr heimin-
um, sem hafa áhuga á að fylgjast
með þvi, hvaða árangur aðgerðin
hefur haft.
Petra dregur fram albúm með
fjölskyldumyndum.
— í þessu eru margar myndir af
mér, áður en ég var „löguð”
segir hún.
Nokkrar aðgerðir hafa verið
gerðar á henni, og ennþá á að
gera einhverjar i viðbót. Rétta á
tannstöðuna, og þegar hún verður
þrettán ára, á að laga nefnið
litilsháttar. En þetta eru aðeins
smámunir.
Það hefur aldrei reynzt erfitt að
fá Petru til að leggjast inn á
sjúkrahús, en i hvert skipti, sem
hún kemur heim aftur, hefur hún
verið óþægari en áður, pissað i
buxurnar og vaknað á hverri
nóttu. Þessi tfmabil hafa reynt
mjög á þolinmæði foreldranna, en
þau standa aldrei lengi yfir.
Félagarnir furðu lostnir.
Petra hefur aldrei átt i erfið-
leikum með samskipti við börnin
á götunni. Rosa-Lill hefur séð
hana sýna börnunum götunni upp
I munninn á sér, og þau standa
furðu lostin i kringum hana.
Rosa-Lill og Stefan þorðu
varla að trúa þvi, að Petra gæti
orðið jafn lagleg og raun ber
vitni. Þau lita öll i myndaal-
búmið, og Pet'ra segir: — Sjáðu
aumingja litlu telpuna. Þetta er
Petra, áður en hún var skorin
upp.
— Þetta hefur verið mjög áhuga-
vekjandi, segir Rosa-Lill.
— Meira áhugavekjandi heldur
en ef allt hefði verið i lagi. Við
höfum lifað þetta sameiginlega,
öll þrjú. Þegar Petra kom heim
úr fyrsta uppskurðinum, þriggja
mánaða gömul, hafði hún pappa-
hólka um handleggina, svo að hún
klóraði sig ekki i saumuðum
munninum.
A hverju ári færðast um 100.000
börn i heiminum með andlitslýti
og skarð i vör. Nýja aðferðin er
nú notuð við hundruð barna i
Uppsölum, og er á góðri leið með
að verða sú mest notaða i heimin-
um.
(Þýtt og endursagt. — gbk.
Petra getur nú brosaft eins og önnur börn. Þaft á afteins eftir aft gera á
henni nokkrar minni háttar aftgerftir.