Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 4

Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 4
4 28. október 2004 FIMMTUDAGUR VERKFALL Nú væri nóg komið var viðkvæði foreldra og barna sem mótmæltu verkfalli kennara á útifundi Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra á Austur- velli í gær. Um fimmhundruð manns mættu og hafa ekki fleiri foreldrar mótmælt síðan verk- fall grunnskólakennara hófst 20. september. Ketill Magnússon frá foreldra- félagi Vesturbæjarskóla skoraði á deilendur að hætta strax mara- þonþrasi og ná sáttum: „Ósætti ykkar bitnar harka- lega á börnum sem hafa ekkert gert til að verðskulda þessa meðferð.“ Sóley Birgisdóttir, talsmaður foreldrafélaga og foreldraráða í Reykjanesbæ, las úr ályktun þeirra. Þar stóð að allir sem tengdust deilunni fríi sig ábyrgð. Foreldrar mótmæli ábyrgðarleysi þeirra. Tími sé kominn á að þeir hætti að ásaka hvor annan og leysi vandann. Börnin létu einnig í sér heyra og kröfðust þess að fá menntun. Þar á meðal var Þorleifur Ólafs- son, nemandi í 6. bekk í Voga- skóla. Hann sagði eins og mörg þeirra sakna skólastarfsins. Sér leiddist í verkfallinu. - gag Skipun stjórnar er í uppnámi Verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins dró tilnefn- ingar sínar í stjórn til baka eftir að ljóst var að þingið myndi fella hana í atkvæðagreiðslu. Ítalskur frambjóðandi veldur miklum deilum. EVRÓPA, AP Skipan næstu fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins er í uppnámi eftir að Jose Manuel Barroso dró til baka tillögu sína um skipun stjórnar- innar. Þá var ljóst að þingmenn myndu ekki veita framkvæmda- stjórninni brautargengi vegna andstöðu þeirra við ítalska fram- bjóðandann sem fara á með dóms- mál í framkvæmdastjórninni. Þing Evrópusambandsins verð- ur að samþykkja tilnefningar í framkvæmdastjórnina til að þær taki gildi. Ljóst þótti að þingið myndi ekki samþykkja tilnefn- ingu Rocco Buttiglione í dóms- málin og þar sem aðeins er hægt að greiða atkvæði um fram- kvæmdastjórnina í heild sinni en ekki einstaka meðlimi hennar var ljóst að tillaga Barroso yrði felld ef hún yrði borin undir atkvæði í gær. Ef Barroso hefði látið kjósa um tillögu sína og henni verið hafnað hefði það verið í fyrsta sinn sem þingið hafnaði uppstillingu í stjórn Evrópusambandsins. Það sem veldur andstöðu þing- manna við Buttiglione eru niðr- andi ummæli hans um samkyn- hneigða einstaklinga og einstæðar mæður. Samkvæmt ítölskum fjölmiðl- um reyndi Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, að fá Buttiglione til að draga sig í hlé til að binda enda á deiluna um skipun framkvæmdastjórnarinnar. Því mun Buttiglione hafa hafnað. Berlusconi er líka sagður hafa rætt við samherja sína í ríkis- stjórn um að tilnefna annan ein- stakling í stað Buttiglione. Franco Frattini utanríkisráðherra sagði hins vegar að Buttiglione væri frambjóðandi Ítalíu og að Berlusconi myndi ræða við aðra þjóðarleiðtoga um lausn málsins. Barroso sagðist í gær vonast til að leysa deiluna á næstu vikum og leggja fram nýja tillögu að skipan framkvæmdastjórnarinnar. Þang- að til það gerist verður fráfarandi framkvæmdastjórn áfram við völd en kjörtímabil hennar rennur út um mánaðamót. ■ Óttastu hrun á íslenska hluta- bréfamarkaðnum? Spurning dagsins í dag: Mun brottflutningur landnema frá Gaza og Vesturbakkanum flýta fyrir friðarferlinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 59% 41%Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun HERÓÍNSMYGL STÖÐVAÐ Tékk- neskir tollverðir lögðu hald á um 25 kíló af nær hreinu heróíni um helgina. Tveir tyrkneskir inn- flytjendur voru handteknir og eru þeir taldir hafa smyglað meira en 200 kílóum af heróíni frá Tyrklandi til Vesturlanda síð- asta hálfa árið. LOFAR KRÓÖTUM STUÐNINGI Heinz Fischer, forseti Austurrík- is, hét Króötum stuðningi sínum við aðildarumsókn þeirra að Evr- ópusambandinu. Fischer lýsti þessu yfir í opinberri heimsókn til Króatíu þar sem hann fundaði með Stipe Mesic forseta og Ivo Sanader forsætisráðherra. ■ EVRÓPA ■ LÖGREGLUFRÉTTIR BARROSO DREGUR TILNEFNINGARNAR TIL BAKA Væntanlegur forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins tilkynnti þingi Evrópusam- bandsins í gær að hann hygðist ekki láta greiða atkvæði um tillögur sínar heldur vildi hann meiri tíma til að leita sátta. ROCCO BUTTIGLIONE Rammkaþólskur maður og afar íhaldssamur. Í síðasta mánuði sagði hann sam- kynhneigð vera synd. Hefur sagt að einstæðar mæður væru illa til þess fallnar að ala upp börn sín. FIMM HUNDRUÐ MÓTMÆLTU Börnin voru fjölmörg á mótmælafundi Heimilis og skóla á Austurvelli í gær. Þau komu með foreldrum sínum og kröfðust lausnar á kennaradeilunni. Lögreglan fylgdist álengdar með mannfjöldanum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ 37. DAGUR VERKFALLS MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI „Hæ, ég heiti Pálmi. Ég er í fyrsta bekk og mér langar að fara í skólann af því að það er svo gaman þar. Þegar ég fer aftur í skólann þá byrja ég að lækna. Takk fyrir,“ sagði nemandi í 1. bekk á útifundi Heimilis og skóla á Aust- urvelli í gær. Pálmi hefur verið 17 daga í skóla en 38 í verkfalli. VERKFALLIÐ VIRKI EKKI „Formað- ur Kennarasambandsins og kenn- arar. Það er ljóst að ykkar aðferð í kjarabaráttu hefur ekki tilætluð áhrif á viðsemjendurna. Hún hef- ur hins vegar alvarleg áhrif á börnin sem þó eru ekki aðilar að þessari deilu,“ sagði Ketill Magn- ússon, talsmaður foreldrafélags Vesturbæjarskóla, á útifundinum í gær. SEMJI STRAX Foreldrar barna í Breiðholtsskóla kröfðust þess að deilendur kæmust strax að sam- komulagi. „Við óskum þess að að- ilar íhugi ábyrgð sína og geri sér grein fyrir því að verið sé að brjóta lög um grunnskóla þessa dagana,“ sagði Sigurjón Sigur- jónsson, talsmaður þeirra á úti- fundinum: „Takið nú eftir orðum okkar: Við förum fram á að þið virðið rétt barna okkar.“ LÖG BROTIN „[Börnin] eiga betra skilið. Þau eiga rétt á 170 daga skólavist á ári samkvæmt lögum sem Al- þingi setti árið 1996 um skóla- skyldu barna. Það er nokkuð ljóst að ekki er hægt að uppfylla þessi lög á árinu og þar með erum við farin að brjóta á rétti barna okkar,“ sagði Kolbrún Ragnarsdóttir, talsmaður for- eldrafélags Borgarskóla á úti- fundinum. - gag Foreldrar og börn kröfðust lausnar á kennaradeilunni: Deilendur hætti mara- þonþrasi og semji HRAÐAKSTUR Ökumaður var stöðvaður fyrir hraðakstur við Vogaafleggjara á Reykjanesbraut í gærmorgun. Hann var á 124 kílómetra hraða þar sem leyfileg- ur hámarkshraði er 70. Skar mann á háls: Áfram í gæsluvarð- haldi GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhald yfir 48 ára manni, sem skar leigu- bílstjóra á háls í lok júlí, hefur verið framlengt til áttunda des- ember. Lögreglan í Reykjavík krafðist þess að gæsluvarðhaldið yrði framlengt vegna alvarleika árás- arinnar. Leigubílstjórinn útskrif- aðist af sjúkrahúsi á þriðjudaginn fyrir viku síðan. Skurðurinn var sextán sentímetra langur og þurfti að sauma 56 spor í háls leigubílstjórans. Mikil mildi þótti að ekki hefði farið verr. Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. júlí. ■ 04-05 27.10.2004 21:54 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.