Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 10

Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 10
10 28. október 2004 FIMMTUDAGUR MISJAFNAR MÓTTÖKUR Forsetaframbjóðendurnir í Bandaríkjunum fá misjafnar viðtökur á ferðalögum sínum um landið. Þessi mótmælandi er að bíða eftir að George W. Bush komi á útifund í Vienna í Ohio. HEILBRIGÐISMÁL Lifrarbólgufarald- ur hjá hommum virðist heldur vera í rénun, að því er fram kom í viðtali við Harald Briem sótt- varnalækni hjá Landlæknisemb- ættinu. Hópsýkingar af völdum lifrar- bólgu A höfðu brotist út meðal homma í nokkrum Evrópulönd- um, en þær eru vel þekkt vanda- mál meðal þeirra, að sögn Harald- ar. Í framhaldi af því beindi Land- læknisembættið þeim tilmælum til homma hér á landi að láta bólu- setja sig gegn lifrarbólgu. „Það er erfitt að átta sig á því hvort aukning hefur orðið á slík- um bólusetningum hér vegna þessa,“ sagði Haraldur. „Fólk sem er að fara til Afríku og Asíu lætur bólusetja sig hvort eð er. Það myndi ekki sjást í svona tölfræði þótt fleiri hommar myndu láta bólusetja sig heldur en áður.“ Haraldur sagði að vandamálið væri enn til staðar í Osló, Kaup- mannahöfn, Málmeyjarsvæðinu og í London. Samkvæmt fréttum þaðan væri faraldurinn sennilega búinn að ná hámarki og færi síðan að fjara út. - jss Íbúar vilja búa á Fljótsdalshéraði Sjálfstæðisflokkur og Héraðslisti mynda meirihluta fyrstu sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. SVEITARSTJÓRNARMÁL Oddvitar L- lista Héraðslistans og D-lista Sjálfstæðisflokks hafa undirritað samkomulag um samstarf í meiri- hluta nýs sameinaðs sveitarfélags Austur-Héraðs, Norður-Héraðs og Fellahrepps. Soffía Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðismanna verður forseti bæjarstjórnar og Skúli Björnsson, oddviti Héraðslistans verður formaður bæjarráðs. Þá hefur verið samþykkt að hefja viðræður við Eirík Björn Björg- vinsson, fráfarandi bæjarstjóra Austur-Héraðs um starf bæjar- stjóra sveitarfélagsins. Hann seg- ist hafa tekið vel í slíkar umræður og það eigi bara eftir að ganga frá formlegum atriðum eins og ráðn- ingarsamningi. Í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram 16. október fékk Á- listi Áhugafólks um sveitarstjórn- armál einn mann kjörinn, Fram- sóknarflokkur þrjá, Sjálfstæðis- flokkur þrjá og Héraðslistinn fékk fjóra menn kjörna. Í næstu viku verður fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar og ef nafnanefnd verður þá búin að skila tillögum, verður tekin ákvörðun um nafn á sveitarfélag- inu og hvort tekið verður upp nafnið Fljótsdalshérað, sem hlaut flest atkvæði íbúa í skoðunar- könnun sem fram fór samhliða sveitarstjórnarkosningunum, eða 689. Sveitarfélagið Hérað fékk 263 atkvæði og Egilsstaðabyggð hlaut 149 atkvæði. Aðrar tillögur fengu færri atkvæði. „Fyrstu verkefni sveitarfé- lagsins eru að koma stjórnsýsl- unni í gang og skipa í helstu störf og nefndir. Þá þarf að vinna að langtíma fjárhags- og fram- kvæmdaáætlun, en það eru miklar framkvæmdir og fólksfjölg- un framund- an á svæð- inu,“ segir Soffía Lár- usdóttir. „Þá þarf einnig að skoða byggðasamlög sem sveitarfélögin tóku þátt í og fara ofan í þau mál.“ Í sameinuðu sveitarfélagi eru 3.476 íbúar. Flestir þeirra búa í því sem nú er stærsti þéttbýliskjarni á austur- landi, sameinuðum Egilstöðum og Fellabæ. Um 30% íbúa búa í dreif- býli og nokkur hópur verkamanna býr á Kárahnjúkum sem nú tilheyrir þessu nýja sveitarfélagi. svanborg@frettabladid.is BÓLUSETNINGAR Samtökin ’78 hafa beint þeim tilmælum til fólks á heimasíðu sinni að láta bólusetja sig gegn lifrarbólgu. Sóttvarnalæknir Landlæknisembættisins: Lifrarbólgufaraldur í rénun ■ EVRÓPA■ EVRÓPA 9 7 7 1 0 2 5 9 5 6 0 0 9 The Prodigy, Keith Flint Ljósmynd: Sigurjón Ragnar NR. 44 - 2004 • Verð kr. 599 PRODIGY- PLAKAT Í MIÐOPNU! Stefán Gíslason og Harpa Lind skína skært: í l i í : SUMARIÐ FÓR Í HUNDANA! Hildur Helga: Besta d agskrái n!28. okt.-3.no v. HÉLDU LÚXU SVEISLU Í VILLUNNI S INNI! Jóna Arna r kokkur og Ingibjö rg í Oasis : Sjáið myndirnar! Steinunn Truesdal e í hættu í Írak: BÍLLINN SPRAKK Í LOFT UPP! KEYPTI GLÆSIHÚS Í VESTURBÆNUM Lýður Guðmundss on í Bakkavör flytur he im: ÁST, FEGURÐ OG FÓTBOLTI! 01 S&H FORS Í‹A3704 TBL -2 25.10.2 004 15:23 Page 2 Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! Ge rir lí fið sk em mt ile gr a! MYRTIR Í KOLANÁMU Tveir námumenn voru myrtir í kola- námu í norðausturhluta Tékk- lands. Að sögn lögreglu var annar þeirra hengdur en hinn hafði verið stunginn í hálsinn. HERÓÍNSMYGL STÖÐVAÐ Tékk- neskir tollverðir lögðu hald á um 25 kíló af nær hreinu heróíni um helgina. Tveir tyrkneskir innflytj- endur voru handteknir og eru þeir taldir hafa smyglað meira en 200 kílóum af heróíni frá Tyrklandi til Vesturlanda síðasta hálfa árið. LOFAR KRÓÖTUM STUÐNINGI Heinz Fischer, forseti Austurrík- is, hét Króötum stuðningi sínum við aðildarumsókn þeirra að Evr- ópusambandinu. Fischer lýsti þessu yfir í opinberri heimsókn til Króatíu þar sem hann fundaði með Stipe Mesic forseta og Ivo Sanader forsætisráðherra. Stríðsglæpamaður: Afplánar dóm í Danmörku DANMÖRK Serbneskur stríðsglæpa- maður verður fluttur til Danmerk- ur þar sem hann afplánar átján ára dóm sem Alþjóðlegi refsidómstóll- inn fyrir fyrrverandi Júgóslavíu kvað upp yfir honum vegna stríðs- glæpa í borgarastríðinu á síðasta áratug. Hann er fyrsti stríðs- glæpamaðurinn sem er fluttur til Danmerkur til afplánunar að því er fram kemur á vef Information. Ranko Cesic var fundinn sekur um pyntingar og tíu morð. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa neytt bræður í fanga- búðum til að hafa munnmök hvor við annan. - bþg FJÁRMÁL Samtals eru nú 54 á biðlista eftir fjármálaráðgjöf hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heim- ilanna, að sögn Ástu Helgadóttur forstöðumanns. Þetta er aðeins hluti þeirra sem leita ráðgjafar þar, því félagsmálaþjónusta Reykjavíkurborgar, Samband ís- lenskra sveitarfélaga og bankarn- ir vísa fólki til ráðgjafarstofunn- ar, þegar það er komið í vanda. Árangurslausum fjárnámum á einstaklinga hefur fjölgað um 50 prósent fyrstu níu mánuðina á milli ára 2003 og 2004, að því er fram kom í blaðinu í gær. Ásta sagði, að starfsfólk ráð- gjafarstofunnar sæi mikið af ár- angurslausum fjárnámum. Það stafaði meðal annars af því að gjaldþrotum hefði fækkað með tilkomu breyttrar löggjafar sem kvæði á um tryggingu þegar ósk- að væri eftir gjaldþrotaskiptum. Hún sagði enn fremur að stöðug eftirspurn væri eftir ráð- gjöf. Þá væri símaráðgjöf alla virka daga klukkan 9 - 12 mikið notuð. Einnig væri gífurleg eftir- spurn eftir fræðslu í framhalds- skóla, starfsmannafélög og fleiri. - jss Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna: Tugir bíða fjármálaráðgjafar FRÆÐSLA Gífurleg eftirspurn er eftir fræðslunám- skeiðum hjá Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. ÍBÚAFJÖLDI NÝS SVEITAR- FÉLAGS Fellahreppur 486 Norður-Hérað 828 Austur-Hérað 2.162 „Fljótsdalshérað“ alls 3.476* *1. október samkvæmt Hagstofu SAMKOMULAG UNDIRRITAÐ Soffía Lárusdóttir og Skúli Björnsson skrifa undir samkomulag um myndun sveitarstjórnar nýja sveitarfélagsins. SAMEINAÐ SVEITARFÉLAG Nýtt sameinað sveitarfélag á Austur- landi þar sem áður var Fellahreppur, Norður-Hérað og Austur-Hérað. STÁLU VERÐMÆTUM LISTAVERK- UM Þjófar komust undan með glerlistaverk sem metin eru á tæplega 250 milljónir króna. Þjófarnir stálu listaverkunum úr safni við Genfarvatn í Sviss. VÆNDISKONUR SELDU KÓKAÍN Ítalska lögreglan hefur handtekið 30 manns sem tilheyra smygl- hring sem smyglað hefur að minnsta kosti 50 kílóum af kókaíni frá Kólumbíu til Ítalíu og Spánar. Kólumbískar vændiskonur á Ítalíu og Spáni seldu kókaínið. RÁÐIST Á LÖGREGLUSTÖÐ Fjórir unglingar voru handteknir í Aegio í Grikklandi eftir árás á lögreglu- stöð. Mörgum bensínsprengjum var kastað að inngangi lögreglu- stöðvar í fyrrinótt. Enginn særðist í árásinni. Nokkuð hefur verið um eldsprengjuárásir á lögreglu í Grikklandi undanfarið. M YN D /A P 10-11 27.10.2004 21:23 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.