Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 26

Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 26
Áslaug Jónsdóttir innan um fallegu vörurnar í Líf og List í Smáralind. Í Líf og List er gríðarlegt úrval af stellum í ýmsum litum og gerðum. Til að brjóta upp herbergi er flott að mála vegg í tveimur litum. Til að gera skiptinguna fágaða er hægt að mála nokkrar, misbreiðar línur á mótum litanna. Ekki er gott að hafa þetta í of skærum litum og því fínt að blanda saman ljósum, glæsilegum litum. LISTASMIÐJAN KERMIK OG GLERGALLERÝ Kothúsum, Garði , s: 422-7935 Opið alla daga: Mánudaga- föstudaga 10-18 Laugardaga og sunnudaga 13-18 Námskeið að hefjast í glerbræðslu og keramikmálun. Einnig fyrir hópa R I T Z E N H O F F kristalsglös í DUKA 20 % kynningarafsláttur Listamaður: Lasse Aberg Vandaðar heimilis & gjafavörur Kringlan • Sími: 533 1322 Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 „Við erum með mjög breitt úrval bæði í húsgögnum og borðbúnaði og leggjum áherslu á notalega stemningu á heimilinu,“ segir Ás- laug Jónsdóttir, en hún á verslan- irnar Líf og List í Smáralind og Líf og List - húsgögn í Ármúla 44, ásamt eig- inmanni sínum Oddi Gunnarssyni. Þau hjónin ráku Húsgagnahöll- ina í tuttugu ár og hafa því lifað og hrærst í þessum bransa síðan árið 1980 og eru með puttann á púlsinum bæði í húsgagna- og heimilisvörutískunni. „Fólk á Ís- landi er vissulega meðvitaðra um tísku í húsgögnum og heimilis- vörum en áður. Áður fyrr hafði fólk stofuna sína fína fyrir gestina en vanrækti aðra hluti heimilisins. Nú vill fólk hafa fínt hjá sér í hverju her- bergi. Við erum orðin miklu heimakærari en áður og finnst gaman að hafa fínt heima hjá okkur,“ segja Áslaug og Oddur. Oddur og Áslaug opnuðu versl- unina Líf og List í Smáralind í nóvember árið 2002 og í maí árið eftir keyptu þau HP húsgögn í Ár- múla 44. Nú í ágúst breyttu þau nafni HP húsgagna í Líf og List - húsgögn. Í versluninni í Smára- lind fæst borðbúnaður í miklu úr- vali. Einnig leggur verslunin ríka áherslu á gjafavöru. Í Líf og List - húsgögn eru húsgögn af öllu tagi og einnig dýnur. Það sérstaka við húsgögnin í versluninni er að hægt er að innrétta heilu herberg- in í sama stíl. lilja@frettabladid.is Oddur Gunnarsson í versluninni sem eitt sinn hét HP húsgögn en heitir nú Líf og List – húsgögn. Stressless-hægindastólarnir hafa verið mjög vinsælir en þeir veita stuðning við mjóbakið og eru með hreyfanlegan höfuðpúða. Verslanir sem setja heimilið í aðalhlutverk: Heima er best Vinsælustu vörurnar í Líf og List - húsgögn: Stressless-hægindastólar Þeir eru með hreyfanlegan höfuðpúða og snúningsfæti. Hér er á ferð ný hugsun í hægindastólum. Meiri- hlutann af tímanum sem fólk eyðir heima hjá sér þá er það sitjandi. Stressless-hægindastólarnir koma í mismunandi stærðum og passa því hverjum og einum. Hægt er að fá heilt sófasett í stíl við stólana. Passion-dýnur Dýnurnar eru klæð- skerasniðnar að hverjum og einum. Hægt er að velja stærð, lit, efni í yfirdýnu, lit í yfirdýnu, gorma, fæt- ur, hjól og nudd svo eitthvað sé nefnt. Dýnurnar eru lyftidýnur. Ljós eik Hægt er að fá næstum því allt í sama stílnum; hillur, borð, stóla og sjónvarpshillu. Eikin er ekki mjög dýr en dugar heillengi. Passion-dýnurnar eru lyftidýnur og fylgir þeim fjarstýring til að stilla þær að þörfum hvers og eins. Vinsælustu vörurnar í Líf og List: Vörur tengdar léttvínsmenningu. Glös, karöflur og stútar svo eitthvað sé nefnt. Fólk spáir mikið í vínglös og er þetta sama þróun og átti sér stað í Evrópu fyrir nokkrum árum. Kaffi og allt sem því við kemur. Fjöldi fólks hefur kaffidrykkju sem áhugamál. Könnur, bollar og allt mögulegt tengt kaffidrykkju. Alls konar leir og postulín. Versl- unin er með 48 mismunandi teg- undir af matarstellum. Franspostu- línið er mjög vinsælt sem og ítalski leirinn. Til dæmis er hægt að fá diska í hvaða formum sem er; hringlaga, kassalaga eða sporöskju- laga. Flöskuopnari. Jólaföndur í fullum gangi. Jólakortakvöldin hefjast mánudaginn 1. nóvember Nánari upplýsingar eru veittar á staðnum. Deco art • Garðatorgi 3 Sími: 555-0220 Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is SUNNUDAGUR 26-27 heimili ofl 27.10.2004 15:57 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.