Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 41

Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 41
25FIMMTUDAGUR 28. október 2004 Það er bæði lögbrot og siðleysi að reka leiguíbúðir sveitarfélags eftir viðskiptalögmálum. Hundrað prósent lán til hundrað ára Nýr forsætisráðherra Framsókn- ar sagði í stefnuræðu á þingi að hér væri það hefð að hvert heim- ili ætti sína íbúð og þeirri hefð ætti að viðhalda, hvað sem það kostar. Því skal hækka opinber íbúðalán hvað sem hver segir. Það er sérkennileg stefna að við- halda hefð sem byggist á rang- læti, og hvaðan kemur þessi hefð? Hún er komin frá sauð- heimsku Bjarts í Sumarhúsum, en Bjartur þessi hefur lengi ver- ið helsti boðberi íslensku hús- næðisstefnunnar og Framsóknar- menn troðið stefnu hans með op- inberu valdboði upp á alla lands- menn, þar á meðal reykvíska al- þýðu. Hvað varð um Bjart í Sumarhúsum eftir að hann byggði húsið á koti sínu? Hann var borinn út, því hann gat ekki borgað og neyddur til að flytja enn innar á heiðina á enn aumara kot. Þetta er stefnan enn í dag. R- listinn í Reykjavík framfylgir henni af dyggð hefðarinnar og lætur bera út úr íbúðum í eigu borgarinnar fátækt fólk og lang- veikt eftir krabbamein og heila- blóðfall. Það er bæði lögbrot og siðleysi að reka leiguíbúðir sveit- arfélags eftir viðskiptalögmál- um. Þarna svífur einstaklings- hyggjan yfir í stað félagslegrar samábyrgðar og fulltrúi Vinstri grænna tekur að sér fram- kvæmdina. Nú hafa bankarnir loks opnað fyrir húsnæðislán og þar gefst þeim tækifæri til að breyta því sem opinberir félags- hyggjumenn hafa svikist um að breyta. Hér starfa ágæt bygginga- fyrirtæki vön því að byggja góð- ar íbúðir. Í stað þess að lána ein- staklingum hluta kaupverðs, ættu bankarnir að semja við fyr- irtækin um byggingu ca. þúsund íbúða með 100% láni til ca. 100 ára með normal vöxtum og lánin myndu fylgja húsunum, sem væru að veði. Fólkið sem flytur inn byrjar þá strax að borga af byggingaláninu mánaðarlega og flytji það út tekur næsti við. Eng- in útborgun, engin skuldasöfnun og engin endurfjármögnun. Aðil- ar geta stofnað fyrirtæki um reksturinn ef vill. Fólkið gæti valið milli þess að gera kaup- samning eða leigusamning en reglurnar væru þær sömu. Hús- næðisstofnun taldi á sínum tíma að hver íbúð hér sé að meðaltali endurfjármögnuð á tíu ára bili. Þarna liggur því steindautt gífur- legt fjármagn sem nota mætti til kjarabóta á öðrum sviðum. Sam- kvæmt Seðlabanka voru skuldir heimilanna í júní sl. um 812 millj- arðar kr. Afnám skulda og endur- fjármögnunar væru ólíkt betri kjarabót en kaupkröfuhækkanir og valda ekki kostnaðarhækkun á öðrum sviðum. ■ JÓN FRÁ PÁLMHOLTI GJALDKERI LEIGJENDASAMTAKANNA UMRÆÐAN HÚSNÆÐISMÁL ,, AF NETINU SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báð- um miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Eru hermenn Mín niðurstaða [er] sú að á [íslensku] frið- argæsluliðana 15 [í Afganistan] sé ekki óeðlilegt að líta sem hermenn í skilningi alþjóðalaga. Samkvæmt því má vel halda því fram að nú hafi verið stofnaður ís- lenskur her – ekki stór að vísu en her engu að síður Þórður Sveinsson á mir.is Óþarft embætti? Embætti Ríkissáttasemjara fær 54 milljón- ir króna í ár og áformað er að það fái ríf- lega þá upphæð á næsta ári ef marka má frumvarp til fjárlaga næsta árs. Þetta eru talsverðar fjárhæðir og ef litið er til yfir- standandi verkfalls hljóta menn að spyrja sig hvort að fjármununum er vel varið eða hvort að ef til vill mætti spara þessi útgjöld og láta deilendur um það sjálfa að boða til funda og ræða saman. Aðstoð sérstaks samningamanns ríkisins við kjarasamn- ingagerð er undarleg ráðstöfun, ekki síst þegar í hlut eiga deilendur sem koma rík- inu lítið eða ekkert við, svo sem sveitarfé- lög, kennarar, Samtök atvinnulífsins, Al- þýðusamband Íslands eða aðrir álíka. Vefþjóðviljinn á andriki.is Forysta Samfylkingarinnar Samfylkingin hefur nú á síðustu misser- um tekið forystu í pólitískri umræðu um heilbrigðismál. Málaflokkurinn hafði lengi legið afskiptur eins og hver annar ómagi á kerfinu sem best var að henda í einhverj- um ruðum en skipta sér ekki af að öðru leyti. Stjórnmálamönnum, með einstök- um undantekningum, hefur skort pólitískt þrek til að ræða heilbrigðismál af ein- hverri alvöru. Anna Sigrún Baldursdóttir á sellan.is Sleppa við hátekjuskatt Þeir sem sannarlegu ættu að borga há- tekjuskattinn, þeir sem hæst hafa launin, sleppa margir hverjir við hann. Þessir ein- staklingar stofna einkahlutafélög þar sem tekjuskattsprósenta er 18% og borga svo sjálfum sér arðgreiðslur frá félaginu sem eru einungis skattlagðar með 10% fjár- magnstekjuskatti. Eins og venjulega, þeir sem hafa það best fjárhagslega, sleppa því hlutfallslega mest við að borga til sam- neyslu þjóðarinnar. Þórólfur Rúnar Þórólfsson á politik.is Einkaskólar sanna sig Það hefur sýnt sig á öllum stigum menntakerfisins að einkareknir skólar geta vel spjarað sig. Hvort sem um er að ræða einkavæðingu eða einkarekstur. Í Garðabæ fá foreldrar að velja hvert þeir senda börnin sín í skóla því að bæjarfé- lagið greiðir fasta upphæð með hverju barni, svokallað ávísanakerfi. Þar hefur myndast samkeppnismarkaður milli skóla þar sem neytandinn fær að velja hvar hann vill mennta barnið sitt. Sú leið hefur myndað samkeppni á milli skóla þar sem skólarnir keppast um hæfustu kennarana. Samkeppnin eykur skilvirkni í rekstri öll- um til góða. Birgir Örn Brynjólfsson á frelsi.is 24-41 (24-25) Umræðan 27.10.2004 19:09 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.