Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 46

Fréttablaðið - 28.10.2004, Side 46
30 28. október 2004 FIMMTUDAGUR „Annars ætla ég ekkert að ræða þetta mál frekar í fjölmiðlum.“ Sagði Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrum Fylkismaður, í „aðeins“ sínu þriðja viðtali á innan við sólarhring um viðskilnað sinn við Fylki. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 25 26 27 28 29 30 31 Fimmtudagur OKTÓBER Við hrósum... ... Grindvíkingum fyrir áður óséða þolinmæði í garð þjálfara. Þeir ætla sér að fá Guðjón Þórðarson sem þjálfara félagsins og virðast nánast vera tilbúnir að bíða eftir honum til eilífðar. Ef þeir vilja Guðjón þurfa þeir eflaust að bíða í að minnsta kosti viku í viðbót. FÓTBOLTI Það er enn fullkomlega óljóst hver tekur við knattspyrnu- liði Grindavíkur. Félagið hafði komist að samkomulagi við Guð- jón Þórðarson um að taka við lið- inu en þegar kom að undirritun samningsins opnuðust gluggar fyrir Guðjón í Englandi. Hann brá því undir sig betri fætinum, stökk upp í flugvél og gerir allt hvað hann getur til þess að komast inn um eins og einn glugga. Það hefur ekki enn skýrst hvort Guðjóni verði hjálpað inn um einhvern gluggann og líklegt er að það skýrist ekkert næstu vikuna. Á meðan safnar samningurinn ryki í Grindavík og það sætta stjórnarmenn Grindavíkur sig ekki við til lengdar. Þeir eru að missa þolinmæðina gagnvart Guðjóni og þurfa að fá skýr svör frá honum fljótlega því ekki geta þeir verið þjálfaralausir mikið lengur. „Við munum heyra í Guðjóni á næstu dögum og þá vonandi skýr- ast þessi mál,“ sagði Jónas Þór- hallsson, formaður knattspyrnu- deildar Grindavíkur, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við erum ekki tilbúnir að bíða út í hið óendan- lega. Ef Guðjón ætlar að halda áfram að leita að starfi úti þá verðum við að fara að skoða aðra möguleika því ekki getum við ver- ið þjálfaralausir mikið lengur. Við getum beðið eftir Guðjóni fram að áramótum ef við finnum engan á meðan en ef við finnum einhvern góðan þjálfara þá verðum við að stökkva af stað og gera eitthvað.“ Jónas segir að það hafi verið draumur hjá honum lengi að fá Guðjón til starfa í Grindavík og því vill hann ekki gefa upp alla von enn sem komið er. Guðjón hefur ekki setið auðum höndum í Englandi síðustu vikur, hann ræddi til að mynda við menn frá Leicester um síðustu helgi og hann á fund með mönnum frá öðru félagi í byrjun næstu viku. Það er því ljóst að hann getur ekki gefið Grindavík jákvætt svar al- veg strax. „Ég veit ekkert hvað verður úr þessum málum. Það er alveg ómögulegt að spá og maður verður bara að taka því sem kemur,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær en hann sá Leicester spila gegn sínu gamla félagi, Stoke, um síðustu helgi. Guðjón sagði stöðuna varð- andi Grindavík vera þá sömu og áður og hefði ekkert breyst af hans hálfu. Því væri ákaflega lítið annað um málið að segja. henry@frettabladid.is GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Veltir framtíðinni fyrir sér þessa dagana. Er enn að funda með enskum félögum og kemur ekki heim í bráð. Grindavík segist ekki geta beðið mikið lengur eftir honum. Þolinmæðin að bresta Stjórn Grindavíkur segist ekki geta beðið mikið lengur eftir Guðjóni Þórðarsyni. Guðjón er enn að reyna fyrir sér í Englandi og kemur ekk- ert heim á næstunni. ■ ■ LEIKIR  19.15 Skallagrímur og Snæfell mætast í Borgarnesi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Fjölnir og Grindavík mætast í Grafarvogi í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Haukar og KFÍ mætast á Ásvöllum í Intersportdeild karla í kör- fubolta.  19.15 Keflavík og Haukar mætast í Keflavík í Intersportdeild karla í körfu- bolta.  19.15 Njarðvík og Hamar/Selfoss mætast í Njarðvík í Intersportdeild karla í körfubolta.  19.15 Tindastóll og KR mætast á Sauðárkróki í Intersportdeild karla í kör- fubolta.  19.15 Stjarnan og KA/Þór mætast í Ásgarði í 1. deild kvenna í handbolta.  19.15 FH og Haukar mætast í Kaplakrika í 1. deild kvenna í handbolta.  19.15 Valur og Fram mætast í Valsheimilinu í 1. deild kvenna í hand- bolta.  19.15 Víkingur og Grótta/KR mætast í Víkinni í 1. deild kvenna í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  16.10 Olíssport á Sýn.  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.25 European PGA Tour á Sýn.  17.30 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  18.20 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Roma í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Evrópska golf-sambandið hyggst hefja rann- sókn á orðrómi um að golfkapp- inn Severiano Ballesteros hafi ráðist á einn yfir- mann sambands- ins nálægt heimili sínu á Spáni. Er þetta ekki í fyrsta sinn sem Seve kemst í heimsfrétt- irnar fyrir álíka galgopahátt og má leiða að því líkum að ferill hans sé á enda sannist atvikið á hann. Rallökuþórinn Colin McRea gætitekið upp hanskana að nýju og sest undir stýri í heimsmeistara- keppninni í ralli. Kappinn hefur ekki keppt að undanförnu en eftir að hafa reynsluekið rall- útgáfu af gamla góða Skódan- um fannst honum nógu mikið til um til að leggja haus í bleyti. Mun hann taka ákvörðun innan tíðar. Yfirmaður Formúlu 1 liðs Renaulthefur tilkynnt að liðið muni hætta þáttöku í keppninni árið 2008 og snúa sér frekar að Grand Prix World kappakstrinum. Segir í tilkynningu að ástæðan sé óréttlát skipting tekna þeirra sem af For- múlu hlýst en lítið virðist enda í vös- um þeirra liða sem hafa hingað til ekki hampað meistaratitli í grein- inni. Ekki hafa þó allirgefist upp á Formúlunni. Fregn- ir berast af því frá Cancun í Mexíkó að keppni í For- múlu muni fara fram þar árið 2006 í fyrsta sinn. Cancun er þekkt sem vinsæll ferðamannastaður og vin- sældirnar munu væntanlega aukast við að fá eins og eina heimsklassa kappaksturskeppni í bæinn. Það er ekki bara Arsene Wengersem hefur auga fyrir bráðefnileg- um spænsk- um snilling- um. Alex Ferguson gat vart hamið sig yfir leik hins 17 ára Gerard Piqué í deildabikarleik United gegn Crewe. Alveg eins og hinn bráðefnilegi Fabregas hjá Arsenal kemur Piqué úr unglingaliði Barcelona. A tletico Madrid á í vandræðummeð að útvega það fé sem Boca Juniors fer fram á fyrir argentíska ungstirnið Carlos Téves. Téves sem skaut upp á sjónarsviðið með stór- leik sínum með Argentínu í Copa America sem fram fór í sumar hefur ítrekað verið líkt við Maradona vegna hæfileika sinna en ennfremur vegna vaxtarlagsins en kappinn þyk- ir vel í holdum miðað við knatt- spyrnumenn. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Fimmta umferð Intersportdeildarinnar í körfu- bolta fer fram í kvöld. Í síðustu umferð vakti stórsig- ur Njarðvíkinga á Grindvíkingum á útivelli mesta at- hygli auk þess sem nýliðar Fjölnis unnu óvæntan en sannfærandi sigur á KR-ingum í vesturbænum. Fréttablaðið fékk Sverri Þór Sverrisson, leik- mann Keflavíkur og þjálfara kvennaliðs félagsins, til- að spá í spilin fyrir fimmtu umferðina. Skallagrímur-Snæfell „Þetta er grannaslagur af bestu gerð og ég hef trú á því að Skallagrímur vinni nauman sigur. Valur Ingimundarson er að gera góða hluti með liðið og þeir eru með Clifton Cook, sem er að mínu mati einn besti útlendingur deildarinnar. Snæfell á eftir að eflast þegar á líður en liðið er mikið breytt frá því í fyrra.“ Fjölnir-Grindavík „Grindavík hefur tapað síðustu tveimur leikjum og mæta brjálaðir til leiks. Ég held að þeir vinni en það verður ekki stórt. Fjölnismenn eru kannski ekki komnir niður á jörðina eftir sigurinn gegn KR en það býr mikið í því liði. Þeir eru með góðan þjálfara, ster- ka útlendinga og helling af ungum og hæfileikarík- um strákum.“ Haukar-KFÍ „Ég held að þetta verði léttur sigur hjá Haukum. KFÍ er í vandræðum og mér finnst að þeir ættu að ná sér í einn útlending til viðbótar. Kaninn hjá þeim er góður en hann getur ekki borið leik liðsins uppi endalaust. Haukarnir eru með ágætis lið og verða ekki í vandræðum með þennan leik.“ Keflavík-ÍR „Við ætlum okkur að vinna þennan leik. Það er aldrei auðvelt að spila geng ÍR en við þurfum að fara koma okkur í gírinn. Við höfum ekki spilað eins vel og við getum það sem af er tímabilinu og ég vona að það komi í þessum leik. Það er stutt í Evrópu- keppnina og við verðum einfaldlega að bæta okkur.“ Njarðvík-Hamar/Selfoss „Þetta verður stórsigur hjá Njarðvík. Þeir eru með besta lið deildarinnar eins og staðan er í dag þrátt fyrir að ég telji að önnur lið eigi eftir að nálgast þ á þegar líða tekur á tímabilið. Gestirnir spila lé- lega vörn og eiga einfaldlega ekki möguleika í þessum leik.“ Tindastóll-KR „Ég held að Tindastóll vinni þenn- an leik. Þeir hafa unn- ið tvo leiki í röð eftir að hafa verið í basli með hópinn í byrjun og þetta er allt að smella saman hjá Kára þjálfara. Ég bjóst við KR- ingum sterkari heldur en raun- in hefur orðið og ég held að þeir fari heim með tap á bak- inu.“ SVERRIR ÞÓR Telur að Tindastóll vinni sinn þriðja leik í röð gegn KR-ingum á Sauðár- króki. Sverrir Þór Sverrisson spáir í 5. umferðina: RÚNAR SIGTRYGGSSON Orðinn spilandi þjálfari í Þýskalandi. Rúnar Sigtryggsson: Þjálfar Eisenach HANDBOLTI Landsliðsmaðurinn Rúnar Sigtryggsson var í gær ráð- inn þjálfari hjá þýska 2. deildarfé- laginu Eisenach í stað Zlatko Fer- ic sem var rekinn á þriðjudag. Rúnar mun einnig halda áfram að spila með liðinu. Lítið hefur gengið hjá Eisenach í vetur og félagið situr í 11. sæti Suðurriðils þýsku 2. deildarinnar eftir sjö umferðir. Aðeins þrír leikir hafa unnist en fjórir tapast og það var ekki viðunandi að mati stjórnar Eisenach og því ráku þeir Feric. Rúnar stýrði sinni fyrstu æfingu hjá félaginu í gærkvöld og fyrsti leikur liðsins undir hans stjórn er á laugardag. Þetta er í fyrsta skipti sem Rúnar þjálfar félagslið. Hann er á sínu fyrsta ári með Eisenach en Rúnar lék með þýska úrvalsdeild- arfélaginu Wallau Massenheim á síðustu leiktíð. - hbg 46-47 (30-31) SPORT1 27.10.2004 20:42 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.