Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 52

Fréttablaðið - 28.10.2004, Page 52
Í spilaranum hjá ritstjórninni Elliot Smith: From the basement on the Hill, Jimmy Eat World: Futures, Goldi Lookin Chain: Greatest Hits, The Stills: Logic Will Break Your Heart, Talib Kweli: The Beautiful Struggle, Susanna and the Magical Orchestra: List of Lights and Buoys, Ske: Feelings Are Great, Brain Police: Electric Fungus og Þórir: I Belive in This. „If what they say, that nothing last´s forever, then what makes, then what makes... love the exception? Then why-o- why, are we so in denial when we know weíre not happy here?“ - Eins og Þórir sýnir fram á á fyrstu breiðskífu sinni er lagið Hey Ya! eftir Outkast í raun og veru mjög sorglegt lag sem fjallar um sambandsslit. 36 28. október 2004 FIMMTUDAGUR RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Söngkonan Ragnheiður Gröndal endur- heimtir topp- sætið eftir tveggja vikna hlé með laginu Ást. [ TOPP 30 ] TÓNLIST.IS - NETLISTINN - VIKA 42 ÁST Ragnheiður Gröndal VÍSUR VATNSENDA-RÓSU Ragnheiður Gröndal STARS Quarashi NORÐURLJÓS Ragnheiður Gröndal ÍSLENSKIR SJÓMENN (IN ME…) Bubbi Morthens STUN GUN Quarashi ÞETTA MÆLTI HANN Bubbi Morthens WILD DANCES Ruslana Í NÆTURHÚMI Margrét Eir DEAD MAN WALKING Quarashi PAYBACK Quarashi FIMM Á RICHTER Nylon STRAIGHT JACKET Quarashi OUT OF SPACE Prodigy SAIL ON Regína Ósk DÍS Ragnheiður Gröndal AUDIO AMIGOS Quarashi BRASS KNUCLES Quarashi STARS Quarashi STEUA Quarashi THIS SONG Quarashi A GROOVY KIND OF LOVE Phil Collins MAKE A MOVE Quarashi MURDER FRENZY Quarashi WHITE LADDER David Gray EINS OG GENGUR Kalli Bjarni PRO Quarashi FJÖLLIN HAFA VAKAÐ Egó FÆR ALDREI NÓG Bubbi Morthens LJÓSIÐ Í AUGUM Bubbi Morthens 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Hljómsveitin Into Eternity hefur hlotið mikið lof í rokkgeiranum, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem menn halda vart vatni yfir henni. Sveitin hefur farið nýjar leiðir og tónlist þeirra þykir með fjölbreyttara móti, allt frá argasta dauðarokki yfir í áhugaverðar lag- línur sem fluttar eru af fjórum söngvurum og þaulvönum hljóð- færaleikurum, sem í sameiningu tekst að gera Into Eternity eina af áhugaverðustu sveitum þungs rokks í dag. „Við tökum við áhrifum úr ýms- um áttum og blöndum þessu sam- an,“ segir Tim Roth, aðallagahöf- undur hljómsveitarinnar, sem bæði syngur og spilar á gítar. „Flestar hljómsveitir eru annað hvort í þungarokki eingöngu eða dauðarokki eða power metal, en við sameinum þetta allt og erum bæði með hreinar raddir, raddaðan söng og dauðaraddir, gítarsóló og radd- aðan gítarleik og allt saman.“ Þeir voru að klára tónleikaferð um tólf Evrópulönd, en fagna því að koma hingað því þeir hafa gam- an af að kynnast nýjum löndum. Hljómsveitin er orðin átta ára gömul, hefur sent frá sér þrjár plötur og sú fjórða verður tekin upp á næsta ári. Þeir eru staðráðn- ir í að spila þungarokk fram í rauð- an dauðann. Into Eternity spilar á Grand Rokk í kvöld ásamt hljómsveitun- um Klink, Nevolution og Still Not Fallen. ■ Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is Rokka þungt inn í eilífðina INTO ETERNITY Þessir kanadísku þungarokkarar verða með tónleika á Grand Rokk í kvöld ásamt Klink, Nevolution og Still Not Fallen. Þórir Georg Jónsson, eða Þórir eins og hann kallar sig var að enda við að gefa út plötu sem hlýtur að teljast með magnaðri frumraunum íslensku tónlistar- sögunnar. Þessi rétt rúmlega tví- tugi Húsvíkingur vakti fyrst á sér athygli þegar hann gaf út smáskífuna My Summer is a sal- vation soldier í sumar, og svo þegar hann bjó til sína eigin út- gáfu af Outkast laginu magnaða Hey Ya! sem hann lét leka út á rokk.is. Fjölhæfur listamaður Rödd hans er afar sérstök. Hann hljómar eins og skær Cat Stevens, eða brothættur Brian Molko með sterkum íslenskum hreim. Áhrifin frá Elliot Smith og Will Oldham leyna sér ekki á fyrstu breiðskífu hans, I belive in this, sem kom út á fimmtudaginn í síðustu viku. Hann er greinilega fjölbreyttur piltur, því hann daðr- ar einnig við raftóna í einu lagi plötunnar. Einnig hefur hann leikið með harðkjarnasveitunum Hryðjuverk og Fighting Shit auk þess hljóp hann undir bagga með Singapore Sling og trommaði á tónleikum þeirra á Airwaves eftir að þrír liðsmenn sveitarinn- ar hættu, nokkrum dögum fyrr. Daginn fyrir útgáfuna opnaði Þórir svo Airwaves-hátíðina á Nasa með ótrúlegri frammistöðu. Undir áhrifum síðrokksveita „Ég hef verið að gera raftónlist inn á milli og það verður örugg- lega meira þannig á næstu plötu,“ segir Þórir sem er greinilega gangandi tímasprengja þessa dagana, þegar kemur að sköpun- arkrafti. „Ég er búinn að vera að gera tónlist alveg frá því að ég var 10 eða 11 ára. En tónlistin á plötunni varð öll til á þessu ári.“ Eins og svo margir tók Þórir einu sinni þátt í Músíktilraunum með sveit sinni og komst í úrslit árið 2001. Sveitin hans hét hinu ótrúlega nafni Do what thou willst will be the whole of the law... og var undir sterkum áhrif- um frá síðrokksveitum á borð við Godspeed You Black Emperor og Mogwai. Þeir áhrifavaldar eru þó í dvala á fyrstu sólóplötu hans. Þórir er greinilega grúskari og fangaði fyrst athygli útgef- anda sinna í 12 Tónum með því að vera tíður gestur í búðinni. „Þeir tóku til sölu hjá sér lítinn þriggja laga disk sem ég gaf út og eftir það buðu þeir mér samning. Ég var ekkert að biðja þá um að hlusta á þetta, ætlaði bara að selja einhver fimm eintök.“ Samkynhneigð rödd Þegar Þórir tekur Outkast slagarann Hey Ya! hljómar stuð- lagið eins og sorgleg sambands- slitaballaða. „Þetta er bara gott lag og það er svo sterkur kassagítarinn í því að það hljóm- aði eins og það væri gaman að taka það. Textinn í því er mjög sorglegur, miklu frekar en upp- haflega útsetningin,“ segir Þórir. Einnig er eins og Þórir syngi orðið „He“ í stað „She“ í textan- um, þótt hann sverji fyrir að gera það ekki. „Þú ert ekki sá fyrsti sem bendir mér á þetta,“ segir hann og hlær. „Fólk má halda að ég sé samkynhneigður ef það vill, það angrar mig ekki. Hins vegar hef ég fengið að heyra að ég sé með mjög sam- kynhneigða rödd. Mér fannst það mjög undarlegt.“ Á Airwaves kom Þórir fram með hljómsveit, trommuleikar- anum Óla sem var með Þóri í Fighting Shit og bassaleikara Hjálma og Peter frá Svíþjóð. Upphaflega var sólóverkefni Þóris hliðarspor frá harðkjarn- anum, en jafnvægið hefur riðlast til eftir þær viðtökur sem hann hefur fengið upp á síðkastið. „Ég fæ alltaf góðar viðtökur, en maður fær það svo sem alltaf frá fólkinu sem stendur fyrir fram- an mann og talar við mann. Það er kannski ekki alltaf að marka það,“ segir Þórir hógvær að lokum. biggi@frettabladid.is Sagður hafa samkynhneigða rödd Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Mosfellsbær FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ÞÓRIR GEORG JÓNSSON Hefur haft báða fætur í harðkjarnanum síðustu 4 árin. Stígur nú út úr honum með eina ljúfustu og mögnuðustu frumraun ársins. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 52-53 (36-37) Tónlist 27.10.2004 19:12 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.