Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2004, Qupperneq 57

Fréttablaðið - 28.10.2004, Qupperneq 57
41FIMMTUDAGUR 28. október 2004 Barónsstíg 11a • 101 Reykjavík • Sími 551 9555 • www.argentina.is ar gu s - 04 -0 59 4 Í tilefni 15 ára afmælis Argentínu steikhúss bjóðum við gestum okkar upp á fjögurra rétta afmælismatseðil með okkar vinsælustu réttum. Snöggsteikt risahörpuskel á fennel-risotto með epla- og vermútfroðu. Nauta-Carpaccio með ólífuolíu, sítrónu og parmesan. Grilluð nautalund 200 g með bakaðri kartöflu og litríku salati. Heit Valrhona-súkkulaðiterta með blautum kjarna, borin fram með ís. Matseðill 5.900 kr. • Sérvalin vín 2.900 kr. Þetta kostaboð gildir frá 22. október til 1. nóvember. Hittumst í afmælisskapi! Bor›apantanir í síma 551 9555 eftir kl. 14:00. AFMÆLISMATSE‹ILL Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messósópran syngur með Sinfón- íuhljómsveit Íslands á sannkölluð- um óperutónleikum, sem verða bæði í kvöld og annað kvöld. Hún syngur fjórar aríur eftir Mozart, Rossini og Pablo Luna, en á milli þess sem hún syngur flytur hljómsveitin verk eftir Mozart, Rossini og Franz Liszt. „Ég byrja á að syngja aríuna La Clemenzia di Tito, eða Miskunn Títós, eftir Mozart. Þetta verk er nokkurs konar dúett raddarinnar við klarinettuna. Svo syng ég konsertaríu eftir Mozart, Ch'io mi scordi di te, sem hann skrifaði reyndar handa sjálfum sér og einni af uppáhaldssöngkonum sínum, Nancy Storace. Hann stjórnaði sjálfur hljómsveitinni og spilaði á píanó, en nú stígur Gerrit Schuil í spor Mozarts og spilar á píanóið ásamt því að stjórna.“ Eftir Rossini syngur Guðrún Jóhanna aríu úr Rakaranum frá Sevilla, sem heitir Una voce poco fa, og loks syngur hún aríu eftir Pablo Luna úr spænskri óperettu. „Þetta er aría með sterkum arabískum áhrifum og márískum skreytingum,“ segir Guðrún Jóhanna. Þessi spænsku áhrif á tónleik- unum, sem einnig gætir í Rakaran- um því sú ópera gerist einmitt á Spáni, má ef til vill rekja til þess að sjálf er Guðrún Jóhanna nýflutt til Spánar ásamt eiginmanni sínu- um, spænska gítarleikaranum Francisco Javier Jáuregui. „Ég er svona að þreifa fyrir mér á Spáni og verð í lausum verkefnum. Næst syng ég á Spáni með sinfóníuhljómsveitinni í La Mancha, þaðan sem Don Kíkóti er.“ Guðrún Jóhanna er í stuttri heimsókn hér á landi, en situr svo sannarlega ekki aðgerðalaus á meðan. Fyrir utan tvenna tónleika með Sinfóníuhljómsveitinni syng- ur hún á kirkjuvígslutónleikum í Dómkirkjunni á laugardaginn, og á sunnudaginn syngur hún verk eftir breska tónskáldið John Tavener á tónleikum í Landakots- kirkju. ■ Gróður og grjót nefnist sýning á málverkum Sigrúnar Sigurðar- dóttur í kaffistofunni Lóuhreiðri við Laugaveginn. Sigrún er 75 ára sjúkraliði, sem byrjaði að mála fyrir sex árum. „Á þessari sýningu sýni ég bara steina, gróðurlífsmyndir og sandfok,“ segir Sigrún, sem enn mætir í vinnu sína á Grund eitt kvöld í viku. „Ég hef samt varla neinn tíma til að vinna lengur, ég er alltaf að mála.“ ■ GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR Syngur aríur með Sinfóníunni í kvöld og annað kvöld. Stjórnandi er Gerrit Schuil. Önnum kafin söngkona ■ TÓNLEIKAR ■ MÁLVERKASÝNING Gróður og grjót SIGRÚN SIGURÐARDÓTTIR Hún hefur opnað sýningu í kaffistofunni Lóuhreiðri við Laugaveg. Sýnir steina og sandfok. 56-57 (40-41) Slangan 27.10.2004 19:17 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.