Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 28.10.2004, Qupperneq 62
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Að flytja landnema og her- menn frá Gaza og fjórum svæðum á Vesturbakkanum. Fjórtán fyrirtækjum. Þórhallur Dan Jóhannsson og Sævar Þór Gíslason. 46 28. október 2004 ÞRIÐJUDAGUR Jólaskraut er nú farið að sjást í ýmsum búðum og verslanamið- stöðvum. Margir fussa og sveia en hýrnar yfir öðrum sem hlakka til að undirbúa jólin og finnst fínt að þau byrji snemma. Meðal þeirra búða og verslunarkeðja sem nú hafa startað jólaundirbúningi eru Hagkaup, Ikea, Smáralind og Kringlan. Hermann Guðmunds- son, markaðsstjóri Kringlunnar, segir stefnu þeirra vera að allt jólaskraut verði komið upp 1. nóv- ember. „Stefna okkar er sú að jólin í Kringlunni hefjast í byrjun nóv- ember. Við skynjum það að fólk er farið að versla fyrir jólin og við höfum séð þróun í þessa átt. Ein- staka verslanir eru farin að selja jólaskraut og jólavörur og við vilj- um taka þátt í gamaninu og lýsa upp hversdaginn fyrir fólk.“ Hermann segir einnig vera skiptar skoðanir um það hver tímasetning á jólaskrauti eigi að vera innan- húss og ekki allir ánægðir með jólaskrautið sem nú lætur sjá sig. „Það eru auðvitað skiptar skoð- anir en þetta tekur líka mjög lang- an tíma og undirbúningur hefur reyndar verið í gangi síðan í sum- ar. Við tökum þetta í skrefum, það fer ekki allt upp strax heldur er að- eins grunnskreyting sett upp núna. Þetta nær svo hápunkti sínum í byrjun aðventu þegar jólatréð verður sett upp,“ segir Hermann sem finnur einungis pressu erlend- is frá að færa jólaskreytingar enn nær sumri. „Okkur hefur fundist nóg um og óþarfi að byrja fyrr en þetta.“ Erla Friðriksdóttir, markaðs- stjóri Smáralindar, segir þeirra skraut verða komið upp um miðjan nóvember. „Við byrjuðum að skreyta í gær en þetta klárast ekki alveg strax. Þetta er heilmikil vinna og tímafrekt. Jólalandið okkar vinsæla er eitt af því sem tekur ansi mikinn tíma. Okkur finnst ágætt að miða við miðjan nóvember og óþarfi að byrja fyrr.“ Erla segir söluna þó strax fara af stað og jólaverslunin sé alltaf að færast framar. Verslanir 10-11 hafa ekki enn hafið skreytitímabil sitt en fer það brátt af stað. „Við verðum búnir um miðjan nóvember en jólavör- urnar eru hins vegar strax farnar að streyma inn. Það skemmtilega við það er að um leið og þær koma inn þá fara þær að seljast. Við- skiptavinir taka vel í jólavörurnar þó að sjálfsögðu sé alltaf einn og einn sem hristir hausinn yfir þessu, en það er skemmtilegur tími framundan,“ segir Guðmund- ur Gíslason, innkaupastjóri 10-11. hilda@frettabladid.is Vinsælasti sjónvarpsmaðurinn valinn Jólin: Verslanir eru sumar farnar að klæða sig í jólafötin þótt enn sé október Jólaskraut skýtur upp kollinum 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ...fær Flosi Ólafsson fyrir að vera að vera enn ungur í anda 75 ára gamall. HRÓSIÐ – hefur þú séð DV í dag? Látna Lindargötustúlkan Kærastinn misþyrmdi Birgittu svívirðilega Lárétt: 1 greiðir, 6 fylla óróa, 7 í röð, 8 tveir eins, 9 hvíldi, 10 sóma, 12 hræðslu, 14 maskína, 15 algeng end- ing, 16 rykkorn, 17 illgjörn, 18 í láréttri stöðu. Lóðrétt: 1 lagað, 2 mjólkuafurð, 3 sól- guð, 4 ríkur, 5 óreiðu, 9 hjúp, 11 hug- leysingi, 13 hvítleitur, 14 kostur, 17 tveir eins. LAUSN. Lárétt: 1borgar, 6æsa, 7uú, 8tt, 9áði, 10æru, 12ugg, 14vél, 15ur, 16ar, 17 grá, 18ligg. Lóðrétt: 1bætt, 2ost, 3ra, 4auðugur, 5 rúi, 9áru, 11héri, 13grár, 14val, 17gg. ■ LEIÐRÉTTING Þau leiðu mistök áttu sér stað að nafn ljósmyndarans sem tók myndina af Ragnheiði Kristínu Grétarsdóttur rútubílstjóra, og birtist á blaðsíðu 38 í gær, datt út. Nafn ljósmyndarans er Björn Ásgeir Sumarliðason. Við biðj- umst forláts á mistökunum. AÐ MÍNU SKAPI YLFA GEIRSDÓTTIR, FYRIRSÆTA OG HÖNNUNARNEMI TÓNLISTIN Ég sá svo margt spennandi á Airwaves síðustu helgi. Fannst frábært að sjá hve margir Íslendingar eru að gera góða hluti og alltaf nýir að bætast í hópinn. Þar má nefna Hjálma sem eiga skilið stórt húrra frá mér, en einnig fannst mér Forgotten Lores, Trabant og Hot Chip frá Bretlandi standa upp úr. BÓKIN Ég hef nýlokið við að lesa bókina Meist- arinn og Margaríta eftir Mikhaíl Búlga- kov. Mögnuð saga sem kemur ímyndun- araflinu á flug. Annars er mín uppáhalds- bók barna- og fullorðinsbókin Litli prins- inn. Hún er svo einlæg og falleg að maður kemst alltaf í gott skap við að lesa hana. BÍÓMYNDIN Ég sá myndina Heim farfuglanna í bíó fyrir nokkru og hún er án efa ein falleg- asta bíómynd sem ég hef séð. Mjög at- hyglisverð, fyndin og skemmtileg. Höfðar til allra aldurshópa. Ég er búin að vera með fugla á heilanum í öllu sem ég geri og kaupi síðan, þannig að þessi mynd heillaði mig gjörsamlega upp úr skónum. BÚÐIN Ég versla oftast föt í Spútnik. Finnst svo skemmtilegt að gramsa eftir flíkum sem ég veit að aðeins ég ein muni eiga. Svo versla ég mikið í útlöndum, þá aðallega í second- hand-búðum, á mörkuðum og svo auðvit- að HM þar sem allt er svo ódýrt. BORGIN Uppáhaldsborgin mín þessa stundina er New York. Skemmtileg stórborg; ys og þys, og hægt að finna allt sem hugurinn girnist á einum stað. Annars er ég mjög heimakær og dreymir um eigin íbúð í Þingholtunum eða Vesturbænum þar sem ég ólst upp. VERKEFNIÐ Ég legg stund á hönnunarnám við Iðnskól- ann í Hafnarfirði og hyggst halda áfram að hanna og koma mínum hugmyndum á framfæri, þar til annað kemur í ljós. Litli prinsinn, New York og farfuglar Stöð 2 Bubbi Morthens (Idol og boxlýsingar) Edda Andrésdóttir (Fréttir) Jóhanna Vilhjálmsdóttir (Ísland í dag) Inga Lind Karlsdóttir (Ísland í bítið) Jóhannes Ásbjörnsson (Idol) Jón Ársæll Þórðarson (Sjálfstætt fólk) Páll Magnússon (Fréttir) Sigurður Þ. Ragnarsson (Veðurfréttir) Sigmar Vilhjálmsson (Idol) Þórhallur Gunnarsson (Ísland í dag) Sýn Arnar Björnsson (Íþróttir) Guðjón Guðmundsson (Íþróttir) Guðni Bergsson (Boltinn með Guðna) Heimir Karlsson (Boltinn með Guðna og Ísland í bítið) Hörður Magnússon (Íþróttir) Þorsteinn Gunnarsson (Íþróttir) Popptívi Auðunn Blöndal (70 mínútur og Sveppasúpan) Sverrir Þór Sverrisson (70 mínútur og Sveppasúpan) Sjónvarpið Bogi Ágústsson (Fréttir) Elín Hirst (Fréttir) Gísli Marteinn Baldursson (Laugardags- kvöld) Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir (Fréttir) Kristján Kristjánsson (Kastljós) Logi Bergmann Eiðsson (Fréttir) Ómar Ragnarsson (Fréttir) Páll Benediktsson (Fréttir og Í brennid- epli) Samúel Örn Erlingsson (Íþróttir) Sigmar Guðmundsson (Kastljós) Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (Fréttir) Svanhildur Hólm Valsdóttir (Kastljós) Skjár 1 Sigríður Arnardóttir (Fólk með Sirrý) Valgerður Matthíasdóttir (Innlit - útlit) Vilhelm Anton Jónsson (At og Úti að grilla) Sjónvarpsmaður ársins verður krýndur á Edduverðlaunahátíð- inni sunnudaginn 14. nóvember. Almenningur getur valið úr hópi 33 sjónvarps- manna en auk þess mun Gallup spyrja um hug al- mennings í skoðanakönn- un. Atkvæða- greiðslan á vísi.is stendur til miðnættis 13. nóvember. Á Eddu-hátíð- inni sjálfri, sem verður í beinni útsend- ingu í Sjón- varpinu, geta áhorfendur svo valið á milli fimm vinsælustu tilnefninganna úr könnununum tveimur með síma- kosningu eða smáskilaboðum. ■ GÍSLI MARTEINN BALDURSSON Hann var valinn sjón- varpsmaður ársins í fyrra og er tilnefndur aftur í ár. Tilnefningar: 62-63 (46-47) Fólk 27.10.2004 21:21 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.