Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Jólablaö 1973 . vl EAVClvJ i i Spanska veikin 1918 Einn skelfilegasti viöburCur I heilbrigöissögu siöustu áratuga er spánska veikin. Drepsótt.sem kom eftir Kötlugos og heimsstriöiö mikla 1914-18. Meöan Dauöinn fór hús úr húsi I Reykjavik, stóöu Norö- iendingar vörö á Holtavöröuheiöi, og Sunniendingr hieyptu ekki fóiki yfir ölfusá og tókst aö verjast útbreiöslu veikinnar aö mestu. önnur varin landamæri voru austur i Vik. Spánska veikin gekk þvi aöallega I Reykjavfk og Hafnarfiröi og á Suöurnesjum, og ef tölur um mannfjölda nú á timum eru lagöar tii grundvalíar, má gera ráö fyrir, aö um 30.000 hafi lagzt I rúmiö f Rcykjavik einni, en á öllu svæöinu, sem veikin herjaöi á, má áætla aö milli 40 og 50.000 manns hafi legiö f rúminu og um 3000 manns hafi lát- izt. Indriði Einarsson, leikskáld og hagfræöingui; segir frá spönsku veikinni i æviminningum sinum. Þetta er stutt frásögn og að sumu leyti gengur hún skammt, enda er hér aðeins um ævisögukafla að ræða, en ekki sérstaka greinar- gerð um spönsku veikina, en samt kemur glögglega fram einhver frásagnarkraftur, sem einkennir málfar og stil Indriða Einarsson- Um spönsku veikina, segir Indriði Einarsson á þessa leið: Frásögn Indriða Einarssonar ,,Spanska veikin kom hingað með mesta meinleysis svip. Hún hafði verið væg erlendis, og stjórnin ákvað að láta hana ,,ganga svo sem gengið vill hafa” og gaf það læknisráð, að opna oft glugga hjá sjúklingunum og láta þá hafa hreint loft. Dánarorsökin væri oftast lungnabólga. 5. nóvember var öllum skólum lokað. Daginn eftir álitu læknarn- ir, að 5000 manns hefðu tekið veikina, en það hafa sjálfsagt verið miklu fleiri. Við hjónin gengum til nánustu ættingja til að hjúkra þeim. Þetta fólk var 35 manns og af þvi lögöust 30, en enginn dó. Jeg sótti meðul i apó- tekið, sem oft tók langan tima, og mjólk i mjólkurútsölu. Viða lagð- ist alt heimilisfólkið i einu. Sext- ugt fólk og eldra tók ekki veikina. Samkomur voru bannaðar og fjellu niður af sjálfu sjer. Jeg var oft úti á þessu ferðalagi. Þórður Thóroddsen var ávallt á ferðinni i lækniserindum. Oft drukkum við kaffi saman. Einn daginn stikaði hann fram hjá mjer og kallað til min: öll kaffihús lokuö! Þá var ekki hægt að veita sjer þá ánægju, að fá sjer kaffi. Dagblöðin komu ekki út frá 6.-17. nóvember, en sendu út fregnmiða við og við, sem áskrifendurnir fengu. Bæjarbúar vissu litið um sjúkl- ingana sina, þegar alt i einu barst út um bæinn að einstæðingskona i bakhúsi á Laugavegi hefði fundist dauð i rumi sinu. Um likt leyti kom sú fregn, að einn prófessor og konan hans hefðu fundist dauð i rúmunum sinum. Bæjarmönn- um sveið undan þessum fregnum, eins og andlegu svipuhöggi. Var ástandið svo hræðilegt? Lárus H. Bjarnason gekk til forsætisráð- herrans. Þeim sýndist að skipa hjúkrunarncfnd. Ráðherrann skipaði Lárus formann og borg- arstjóra og annan valinn mann með honum, en þeir lágu báðir veikir, en i nefndina voru látnir ganga i þeirra stað Gisli Isleifs- son og Þorkell Þorláksson i stjórnarráðinu, sem eflaust var vel ráðið. 11. nóvember, þegar nefndin var til orðin, lýsir blaðið „Visir” 17. nóvember ástandinu þannig: „Inflúenzan hefur nu geysað i þrjár vikur skæðari og magnaðri en dæmi eru til um slika veiki. Siðustu dagana fullkomið hörm- unga ástand i bænum. A mörgum heimilum hafa allir legið i senn og enga björg getað veitt sjer — skreiðst út i glugga og kallað út á götuna á hjálp...Lyfseðlar urðu ekki afgreiddir vegna veikinda starfsmanna. Sölubúðum lokað, og brauðgerðarhúsin urðu mörg að hætta starfi. — Landsimastöð- in lokuð og engin simtöl eða skeyti afgreidd, hjeðan. 011 vinna á sjó og landi stöðvuð. Þeir, sem uppi stóðu, hugsuðu ekki um annað en að berjast á móti veik- inni.” Hiúkrunarnefndin kom að gagni Hjúkrunarnefndin varð að meira liði en menn gátu gert sjer i hugarlund. Hún setti upp skrif- stofu, sem hafði stöðugan læknis- vörð nótt og dag. Sjúklingar ljetu koma boðum til hennar um lækn- ishjálp. Hún fjekk skýrslu úr hverju húsi og tók alla bila handa læknunum. Nefndin sendi út hjúkrunarkonur, en hvorki lækn- anir nje þær náðu yfir meira en fjórða hluta þess, sem þurfti. Þá má gizka á, að 10.000 manns hafi legið i veikinni á ýmsum stigum hennar. Barnaskólanum var breytt i sjúkrahús. Þeir settu þar upp 50 rúm. Þeir, sem manna mest unnu að þvi með nefndinni, að koma upp sjúkrarúmunum, voru þeir Garðar Gislason, „maðurinn, ■ít. Skelfilegasti viðburðurinn í heilbrigðissögu síðustu áratuga. Drepsótt kom eftir Kötlugos Úr ritum Indriða Einarssonar og viðtöl við Ólaf Ólafsson landlækni og dr. med Halldór Hansen, en sá síðarnefndi var læknir í Reykjavík á dögum spönsku veikinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.