Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 73
Jólablað 1973
TÍMINN
73
Jólaleihrit Jólamyndir Jólaleikrit Jólamyndir Jólaleikrit Jólamyndir Jólaleikrit
X ~ —^U—. ■ :_4&^éS
r r r '\ > • ■ A'% //. _ M i; > 'ífM.. ■!/Æ>
Íání VA'./ *
LAUGARASBIO AAEÐ
SUPERSTAR UAA JÓLIN
Súperstar verftur júlamyndin hjá Laugarásbiói aö þessu sinni. JESUS
CHRIST SÚPERSTAR. Myndinsýnir atriöi úr kvikmyndinni. Jesús
(TED NEELEI) kemur til Jerúsaiem i fylgd meö postulum sinum.
(RICHARD ORBACH og ROBERT LUPONE).
Laugarásbió h'efur fengið JES-
US CHRIST SUPERSTAR til
sýninga um jólin.
Svo mikið hefur verið ritað um
myndina „Jesus Christ Super-
star”, að flestum mun efni henn-
ar kunnugt að meira eða minna
leyti, og margir sáu einnig á sin-
um tima uppfærslu Leikfélags
Reykjavikur á rokkóperunni i
Austurbæjarbiói.
Hér er sagan um siðasta þátt-
inn i ævi Jesús Krists, sögð með
nýju móti — söngur og nútima-
tónlist tvinnuð saman, og um leið
brugðið upp myndum, þar sem
söguþráðurinn er að nokkru leyti
færður i búning okkar daga, til
dæmis með þvi að skriðdrekar og
vélbyssur eru mjög áberandi i
vissum hluta myndarinnar.
Að öðru leyti er sagan sögð að
öllu leyti i ljóðum og tónum, og
heitir forleikurinn „Heaven og
Their Minds”, sem þýða má laus-
lega „Himnariki i huga manns”,
en þar syngur Júdas og varar
Jesúm við þvi, sem fyrir kunni að
koma.
Næst kemur lagið „What’s The
Buzz”, og er þá komið föstudags-
kvöld i Betaniu. Þetta lag má
kalla „Hvað herma flugufregn-
ir?” en þá ræðir Jesús einkum við
lærisveinana um það, sem verða
kann, og þar kemur Maria
Magdalena einnig við sögu.
Þriðja atriðið heitir „Strange
Things Mystifying”, sem kalla
mætti „Furðulegir hlutir”, en þar
talar Júdas við Jesúm og furðar
sig m.a. á sambandi hans við
Mariu Magdalenu.
í fjórða þætti, „Then We Are
Decided”, vikur sögunni til æðstu
presta Gyðinga, sem staðið hefur
stuggur af vinsældum Jesús
Krists. Nafn kaflans má kalla,
„Þá er það fastmælum bundið”,
þegar prestarnir hafa ákveðið,
hvernig þeir eigi að snúast gegn
hættunni.
t næsta þætti, „Everything’s
Allright”, sem þýða má „Ollu er
óhætt”, leitast Maria Magdalena
við að sannfæra menn um, að allt
sé i lagi, öllu óhætt.
Sjötta atriði, „This Jesus Must
Die”, fjallar enn um prestana,
sem vilja Jesúm feigan og kveða
upp úr með það, að „Þessi Jesús
verður að deyja”.
t sjötta atriði „Hosanna” er
komið að þvi lagi, sem hlotið hef-
ur einna mestar vinsældir. Þar
lýsir múgurinn stuðningi sinum
við Jesúm, en hann svarar með
þvi, að fólkið eigi einnig að syngja
sjálfu sér pris.
Þá kemur þáttur Simonar
oftrúaða, sem tjáir trú sina á
Krist, en heitir um leið á hann að
æsa menn til haturs á Rómaveldi.
1 niunda atriði syngur Jesús um
„Jerúsalem”, þar sem hann
harmar blindu hennar á sann-
leika og veruleika.
Pontius Pilatus kemur við sögu
i tiunda atriði og syngur þar um
draum sinn um það, þegar fund-
um hans og Galilenans ber saman
— og hvernig honum verði kennt
um væntanleg örlög hans.
Ellefta atriði fjallar um komu
Jesús i musterið, sem breytt hef-
ur verið i sölubúð, en hann rekur
okrara og kaupmenn á dyr.
Annað af vinsælustu lögum
óperunnar kemur fyrir i tólfta at-
riði, en i þvi tjáir Maria Magda-
lena ást sina á Jesús — „I Don t
Know How To Love Him með
þeim orðum , að hún viti ekki,
hvernig hún eigi að elska hann.
„Damned For All Time
Bölvaður um alla eilifð — er heiti
lagsins i þrettánda atriði, þegar
Júdas Iskariot fer á fund Kaifas-
ar og Annasar og þeir ræða um
svikin við Jesúm.
Siðan tekur við atriðið „Blood
Money”, Blóðpeningar, þar sem
það verður að samkomulagi, að
Júdas sviki meistara sinn i gras-
garðinum i Getsemane næsta
fimmtudag.
Fimmtánda atriði er „The last
Supper” — Siðasta kvöldmáltiðin
— þegar Jesús segir lærisveinun-
um, að einn i þeirra hópi muni
svikja hann og biður siðan ein-
hvern þeirra að vaka með sér.
„Gethsemane” — 1 grasgarðin-
um — er næsta atriði, þar sem
Jesús talar um þreytu sina og
spyr, þvi hann þurfi að deyja. Að
þvi búnu tekur við handtakan.
Vilja þá sumir lærisveinarnir
gripa til vopna og berjast, en
Jesús bannar þeim það. Múgur-
inn krefst þess, að hann sé færður
fyrir Pilatus.
Afneitun Péturs er átjánda
atriði óperunnar, þar sem sú spá
Jesú rætist, að Pétur muni af-
neita honum þrisvar, áður en
haninn hafi galað tvisvar.
Þá kemur samtal Pilatusar og
Krists, þegar Pilatus spyr meðal
annars, hvort hann sé konungur,
en siðan tekur við söngur
Heródesar, sem heitir á Jesúm að
gera kraftaverk, en lætur siðan
leiða hann á brott.
t tuttugasu og fyrsta atriði —
Could We Start Again, Please? —
láta Maria Magdalena og læri-
sveinarnir i ljós þá ósk, að þau
mættu byrja aftur, þvi þau vilja
ekki sjá Jesúm deyja.
Júdas fer siðan aftur á fund
prestanna, og er nú fullur iðrunar
eftir svikin, en þeir hafa enga
samúð með honum.
Þá kemur „Tiral Bcfore Pilate
(Including the 39 LashesC’—eða
yfirheyrsla Pilatusar og vandar-
höggin 39-en þá spyr Pilatus aft
ur, hvort Jesús sé konungur, en
hann segist aðeins leita sannleik-
ans, og Pilatus spyr þá, sem frægt
er: „Hvað er sannleikur?”
Næstsiðasta atriðið er „Super-
star” — átrúnaðargoðið — þar
sem Júdas og englarnir syngja
Jesús til dýrðar, en lokaatriðið er
„Krossfestingin”, þar sem tekin
eru upp siðustu orð Krists, eins og
þau eru höfð eftir i Jóhannesar-
guðspjalli.
Norman Jewison, sem er fram-
leiðandi og leikstjóri „Jesus
Christ Superstar”, hafði þegar
hlotið heimsfrægð, áður en hann
gerði þessa rokkóperu, þvi að það
var hann, sem setti „Fiðlarann á
þakinu” á svið á sinum tima, og
það verk fór sigurför um allan
heim.
Þegar hann réðst i að
gera þessa mynd um siðustu dag
ana i ævi Jesús Krists, voru menn
fyrst i nokkrum vafa um, hvar
heppilegast myndi að taka hana,
en loks varð það ofan á, að enginn
staður væri eðlilegri en það land,
þar sem Kristur hafði lifað og
hrærzt. Jewison hélt þess vegna
austur til Landsins helga, Israels,
og i afskekktum dal i Negev-eyði-
mörkinni fór myndatakan fram.
Þar slörfuðu 50 leikarar og
söngvarar og 150 tæknimenn i
brennandi hita, sem náði oft 55
stigum á Celsius, þegar heitast
var.
Aðalvettvangur myndatökunn-
ar var dalurinn Bet Guvrin, sem
sagan segir að hafi veriö vigvöll-
ur þeirra Dviös og Goliats endur
fyrir löngu.
Missið ekki
fótanna
0 Stáltáhetta
Jalette öryggisskórnir
Léttir og liprir. Leðrið sérstaklega vatnsvarið. Stálhetta yfir tá.
Sólinn soðinn án sauma. Þolir hita og frost.
Stamur á is og oliublautum gólfum
Hagstætt verð — Sendum um allt land.
Dynjandi sf:
Skeifunni 3H • Reykjavik ■ Simar 8-26-70 & 8-26-71
0 Svamppúði
© Fóður
o Yfirleður
0 Hælkappi
O Sterkur bindsóli
0 llstoð
þoiir 25 þúsund Wolta spennu