Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 9
Jólablað 1973.
TÍMINN
9
minni Ólafur Þorsteinsson, ég
held að hann hafi verið kominn
þá.
Það var þvi nóg að starfa og
ekki mikið sofið. Mönnum varð
það strax ljóst, að þetta var inflú-
ensa. Það voru engar sóttvarnir
skipulagðar, enda hefði það lik-
lega ekkert þýtt, svo smitnæm
sem veikin var. Það, sem bjarg-
aði okkur, var liklega fyrst og
fremst það, að veikin gekk fljótt
yfir.
Reykjavik var auðvitað miklu
minni bær en núna er. Ég held,að
bærinn hafi ekki náð nema upp að
Skólavörðu þá. En húsakynni
voru viða slæm og mikil fátækt
og það hefur vitanlega haft tals-
vert að segja um þann usla, sem
veikin gerði i Reykjavik.
Nýkominn úr
framhaldsnámi
Halldór Hansen dr. med er
fæddur árið 1889 og er þvi 84 ára
gamall um þessar mundir.
Við notuðum þvi tækifærið til
að spyrja hann ofurlitið meira.
— Þú ert nýkominn frá námi
árið 1918, þegar spanska veikin
genguryfir. Hvernig stóð á þvi,að
þú lærðir læknisfræði og hvar
lærðir þú?
— Ég lærði i Læknaskólanum i
Reykjavik, en hann tók til starfa
árið 1911 og hefur starfað siðan.
Annars er ég ekki Reykvikingur
heldur fæddur i Görðum á Alfta-
nesi.
Ég gekk i Flensborgarskólann i
Hafnarfirði, eftir að hafa lokið
barnaskóla. Tók ég þaðan tvisvar
burtfararpróf. Seinni veturinn fór
ég i skólann, þvi að ég hafði
ekkert annað að gera. Siðan fór
ég aö vinna hjá Einari Þorgils-
syni, kaupmanni á Óseyri við
Hafnarfjörð.
Boðið að ganga mennta-
veginn
Um haustið kemur Einar Ólafs-
son að máli við mig og spyr mig,
hvað ég hafi hugsað mér að gera.
Ég hafði nú ekki hugsað mér neitt
sérstakt, en hann segir mér þá, að
hann geti gefið mér kost á að
læra, annað hvort geti ég siglt til
verzlunarnáms eða gengið
menntveginn hér heima. Ég varð
harla glaður og ég var ekki i
neinum vara um það, hvorn kost-
inn ég átti að taka, ég vildi
ómögulega sigla og fara frá henni
fóstru minni, Rebekku Tómas-
dóttur, sem mér þótti vænzt um
allra. Móðir min, Sigrún Hall-
dórsdóttir, hafði dáið, þegar ég
var misserisgamall, og þá tóku
Rebekka og maður hennar, Þor-
gils Halldórsson , mig að sér.
Þorgiis dó hins vegar misseri
siðar og Rebekka sat eftir ekkja
með þrjú börn og tvö fósturbörn,
mig og Mariu Njálsdóttur, sem
siðar giftist tslendingi úti i Kaup-
mannahöfn, sem var þar nætur-
vörður.
Erfið ár hjá Rebekku
Það var þvi. erfitt hjá Rebekku
ekkju með fimm börn, þar af einn
aumingja, sem lá rúmfastur til
27 ára aldurs og missti allt i
rumið. En þetta var undraverð
kona og ég gat ekki hugsað mér
að sigla frá henni.
Svo var mál með vexti, að ég
var launsonur Björns Kristjáns-
sonar, alþingismanns og kaup-
manns og siðar bankastjóra.
Hann viðurkenndi mig svo siðar.
Einar fór til hans og fékk hann til
að kosta mig til náms. Ég varð
stúdent árið 1910 og gifti mig svo
og fór i læknaskólann, en það var
mjög sjaldgæft þá, að menn giftu
sig i skóla, þótt það sé algengt nú
á timum.
1 læknaskólanum oru margir
kennarar, þeirra á meðal
voru þeir Guömundur Magnússon
og Guðmundur Hannesson, og
meöal nemenda voru læknarnir
Bjarni Snæbjörnsson, Jónas
Rafnar og Jón Kristjánsson. Aö
námi loknu, sigldi ég til Kaup-
mannahafnar, þar sem ég
stundaði framhaldsnám, og
byrjaði praxis i Reykjavik áriö
1916, en varð jafnframt læknir við
Landakotsspitala, sem stofnaöur
hafði verið árið 1902.
Skurðlæknir á
Landakoti
1916
Þarna byrjaði ég strax að skera
upp og gerði marga uppskurði,
Þetta voru með fyrstu stærri hol-
skurðum, sem framkvæmdir
voru hér á landi, stórar magaað-
Fyrir 20 árum, 25. júní 1953, hóf Iðnaðarbankinn
starfsemi sína. Bankinn opnaði þá í leiguhúsnæði
að Lækjargötu 2.
Stofnendur voru úr öllum greinum iðnaðar og eru
hluthafar nú yfir tólf hundruð.
Á þessum 20 árum hefur orðið mikill vöxtur
í iðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar og
vörugæði hafa aukizt mjög og framleiðni farið
ört vaxandi. Iðnaður er nú fjölmennasta
IDNAÐARBANKINN
LÆKJARGO'TU 12 — SlMI 20580
GRENSÁSÚTIBÚ HÁALEITISBRAUT 60 — SlMI 38755
LAUGARNESÚTIBÚ DALBRAUT 1 — SlMI 85250
atvinnugrein landsmanna, og útflutningur
iðnaðarvara eykst ár frá ári.
Iðnaðarbankinn hefur tekið virkan þátt í
uppbyggingu iðnaðarins þessi 20 ár.
Þróun iðnaðar er skilyrði fyrir batnandi
lífskjörum næstu ár og áratugi.
Iðnaðarbankinn stefnir að því, að gegna mikilvægu
hlutverki í þessari þróun, hér eftir sem hingað til-
EFLING IÐNAÐARBANKANS
ER EFLING IÐNAÐAR
GEISLAGÖTU 14 AKUREYRI
STRANDGÖTU 1 HAFNARFIRÐI
Landlæknir og ýmsir fleiri telja, aö sú ráöstöfun aö taka barnaskólann undir bráöabirgöasjúkrahús,hafi haft afgerandi áhrif á gang veikinnar.
Margir dóu i rúmum sinum, hjálparvana og án hjúkrunar. Dóu úr hungri og kulda, en oft var enginn til aö veita nauösynlegustu aöhlynn-
ingu, þar eö heimilisfólkiö var allt fársjúkt. Var oft hroöaieg aökoma á heimilum, þar sem ailt heimiiisfólkiö var dáiö.án þess aö hjálp berist.
gerðir, aðgerðir við krabbameini
og magasári. 1 þá daga var mjög
slæm aðstaða til þessara hluta.
Engin fúkkalyf, engar blóðgjafir
og ekki farið að gefa næringu i æð,
en þetta eru allt hlutir, sem telja
verður meö frumforsendu þess að
aðgerðir megi takast giftu-
samlega. Og það voru engir svæf-
ingarsérfræðingar heldur, en
systurnar voru þjálfaðar i hjúkr-
un.
Aðallæknar á Landakoti voru
þá Matthias heitinn Einarsson og
Guðmundur heitinn Magnússon
prófessor og svo auðvitað sér-
fræðingar i háls- nef- og eyrna-
lækningum og augnlæknir.
Botnlangi á 10 minútum.
— Met!
A landakoti fékkst ég við skurð-
aðgerðir alla tið. Maður skar upp
einn og tvo á dag, þegar mest var,
unz ég hætti að skera upp átt-
ræður. Nú á timum hætta menn
aö skera upp, þegar þeir eru sjö-
tugir, eru skyldugir til þess.
Botnlangaskurðir voru algeng-
astir og þá var um að gera aö
vera sem fljótastur, vegna
svæfingarinnar. Einu sinni tók ég
botnlanga á lO minútum, sem var
met! Æfingin skapar meistarann.
— Svo verður þú doktor i
læknisfræði. Um hvað fjallaði
doktorsritgerðin?
— Ég varð doktor frá Háskóla
Islands árið 1933 og ég held að ég
hafi verið fyrsti doktor i læknis-
fræði þaðan. Doktorsritgerðin,
sem var skrifuð á þýzku, fjallaði
um svonefnd svikasár.en það eru
einkenni i maga, sem likjast sári,
en eru það ekki. Einkenni, sem
likjast sári, en stafa af örðum
orsökum en magasári. Þessir
sjúklingar eru yfirleitt berkla-
veikir. Þetta er mikið rit og viða
leitaö fanga. Hún var gefin út og
er 430 blaðsiður i stóru broti.
Þessi ritgerð fjallaði um rann-
sóknir minar á læknisfræðilegu
atriði, sem áður var erfitt i grein-
ingu og litið var vitað um. Hún
kom þvi strax i góðar þarfir, held
ég, segir Halldór Hansen dr. med.
aö lokum. —JG.
E.s. Þess má að lokum geta, aö
landlæknir hefur bent blaöinu á,
að nýlega hafi ungur danskur
læknir varið doktorsritgerö viö
Kaupmannahafnarháskóla um
svipað efni og doktorsritgerð
Halldórs Hansen dr. med. fjallaði
um, og kannaði doktorsefniö
meðal annars rit hans. Komst
danski læknirinn aö sömu niöur-
stöðu og Halldór Hansen fyrir 40
árum siðan og þykir það bæöi
merkilegt og bera ljósan vott um
visindastörf Halidórs Hansen. —
JG.
Uppbygging
í 2o a'r