Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 76
76
TÍMINN
Jólablað 1973
Sjómenn
og flugmenn verða
margir hverjir
að störfum um jólin
Rætt við nokkur útgerðar- og flugfélög
um starfsemina um jólin
SíS-skipin
Að söííii lljartar lljartar, fram-
kvæmdastjóra skipadeildar íilS,
cr allt óráðið um þaft, hvar SÍS-
skipin vcrða um jólin.
— t»að fer eftir verkefnum og
oliu hvar skipin verða. Við verö-
um að hugsa um að skipin hafi
ávallt verkefni, og þvi ræður
hending, hvar þessi skip veröa
um jól. Þó geri ég ráð fyrir, að um
helmingur skipanna veröi hér við
land.eða i innlendum höfnum, hin
einhversstaðar úti á hafi eða i er-
lendri höfn. Þó geri ég ráð fyrir
að bæði oliuskipin verði hér við
land um jólin, sagði Hjörlur.
Gullfoss i Svarahafinu um
jólin
Að sögn Óskars Gislasonar hjá
Eimskip, er enn of snemmt að
segja um, hvar skip Eimskipa-
félagsins verða um jólin.
— Fjallfoss á að koma frá
Ameriku 20. desember, og fer eft-
ir ýmsu, hvort búið verður að af-
greiða hann. Goðafoss kemur 15.-
18. desember frá Ameriku, og er
sama að segja um hann. Lagar-
foss kemur til Keykjavikur 15.
desember, og gæti þvi orðið á
ströndinni um jólin. Múlafoss og
Mánafoss gætu hins vegar orðið i
Reykjavik og Reykjafoss einnig,
þvi að liann á að koma 22.-23.
aesember hingað til Reykjavikur.
Selfoss verður i Iteykjavik milli
jóla og nýárs, en eins og ég sagði
áðan, er of fljótt að segja um það,
hvar skipin verða.
• — En Gullfoss?
— Þaðer búið að selja hann, og
við höfum heyrt, að hann eigi að
sigla á Svartahafinu. Kannski
verður hann þar um jólin, sagöi
Óskar Gislason að lokum.
Strandferðaskipin verða i
Reykjavik
— Strandferðaskipin verða i
Reykjavik um jólin, agði Guðjón
Teitsson, forstjóri Skipaútgerðar
rikisins. Þau fara i ferðir rétt fyr-
ir jól, og er áætlun þeirra sem hér
greinir:
Hekla fer austur um land i
hringferð 6. desember og á að
koma til Reykjavikur 15. desem-
ber. Þá fer skipið i skyndiferð til
Vestfjarða 18. desember, og á að
vera komið úr þeirri ferð 21.
desember.
Esja á að fara i hringferð aust-
ur um land 11. desember, en þar
sem skipið er einum degi á eftir
áætlun núna, þá gæti þaö orðið 12.
desember. Ég vil benda mönnum
á, að skipið tekur vörur til Aust-
fjarða i þessari ferð, auk annars,
en það hefur verið gagnrýnt, að
Hekla fari of snemma, eða 6.
desember til Austfjarða. Er þvi
hægtað koma vörum með skipi til
Austfjarða til 11. desember.
Herjólfur verður i ferðum til
Vestmannaeyja. Aætlun nær ekki
nema til 9. desember, en við ger-
um ráð fyrir að verða fljótlega
tilbúnir með áætlun fyrir skipið.
En allavega verður það i Vest-
mannaeyjaferðum alveg til jóla,
og viðkoma i Þorlákshöfn mun
með einhverjum hætti verða á
þerri áætlun.
Fjórar Loftleiðaáhafnir
ytra um jólin
Loftleiðavélarnar munu verða
erlendis um jólin, að sögn Jó-
hannesar óskarssonar, hjá flug-
rekstrardeild Loftleiða.
— Ein þota verður i Luxem-
borg, kemur þangað á aðfanga-
dag frá New York og Keflavik, en
fer siðan annan dag jóla vestur
um haf.
önnur þota verður i New York,
kemur þangað á Þorláksmessu og
heldur kyrru fyrir þar til annan
jóladag.
Þriðja þotan verður i Nassau,
kemur þangað á aðfangadag og
heldur kyrru fyrir yfir jólin.
Ein Loftleiðaþota er i leigu hjá
Luxair, og hún verður annað
hvort i Austurlöndum, á flugi, eða
i Luxemborg. Þotan er i leigu-
flugi, og þvi er ekki unnt aö segja
nákvæmlega til um það.
— En um áramótin?
— Þá verða allar vélar i gangi,
lika á nýársdag. Við stoppum
ekkert þá.
— Hve margir flugliðar verða
erlendis um jólin?
— Það verða fjórar áhafnir,
eða um 40 manns. Það er reynt að
skipta þessu á milli manna, eftir
þvi sem unnt er, og eru menn þá
heima tvenn jól, en úti i heimi
þriðju jólin. Það er reynt að hafa
þetta ekki verra sagði Jóhannes
Óskarsson að lokum.
Annriki hjá Vængjum á að-
fangadag
Að sögn Ómars ólafssonar hjá
Vængjum mun verða annasamt
hjá þeim um jólin. Á aðfangadag
verður flogið til Stykkishólms, á
Rif, til önundarfjarðar og
Blönduóss. Þá verður póstflug á
aðfangadag til Hvammstanga,
Hólmavikur og á Gjögur.
Við gerum ráð fyrir að fljúga
aukaferðir á Þorláksmessu til
Blönduóss og Siglufjarðar.
Um aðrar aukaferðir er óráðið
ennþá, en þó mun vart verða
komizt hjá fjölda aukaferða.
Vélarnar verða svo allar heima
um jólin.
Hafskip. — Langá kemur
um jólin
Sveinn Pétursson hjá Hafskip
kvað heldur snemmt að spá um
það, hvar skipin yrðu um jólin. Þó
kvað hann liklegt, að Langá kæmi
um jólin frá Noregi.
Selá yrði liklega á ströndinni,
en hún ætti að vera komin til
Hamborgar 28. desember.
Rangá og Laxá ságði Sveinn að
yrðu erlendis um jólin.
Flugfélagið um jólin
Guðmundur Snorrason hjá
Flugfélagi Islands, hafði eftirfar-
andi að segja um flugið hjá Flug-
félaginu um jólin:
— Eftir að við hættum Græn-
landsflugi og Færeyjaflugi . og
hættum að hafa flugvélar til taks
erlendis vegna þess, hefur flug-
floti Flugfélagsins verið heima
um jólin, nema eitthvað sérstakt
hafi komið upp
Flogið verður-til jóla eftir áætl
un, en bætt vi nokkrum aukaferð-
um i millilandaflugi til Kaup-
mannahafnar og Osló, vegna óska
erlendis frá, og aukaferðir verða
einnig i innanlandsflugi.
Millilandaflug liggur niðri á að-
fangadag, en innanlandsflugið
verður samkvæmt áætlun, þar til
um miðjan dag. Siðustu vélar i
innanlandsfluginu eiga að lenda á
Reykjavikurflugvelli um kl. 14,
og vonum við að það geti staðizt,
en auðvitað er þetta mikið háð
veðrinu.
Siðan liggur allt flug niðir, þar
til annan dag jóla.
Bæjartogarar um jólin
Þorsteinn Arnalds hjá Bæjarút-
gerð Reykjavikur sagði blaðinu,
að allt væri óráðið með það, hvar
Bæjartogararnir yrðu um jólin. —
Það er auðvitað reynt að hnika til,
sagði hann, en skipin verða i
starfi. Það eru margir þættir,
sem taka verður með i reikning-
inn, ef spá á með vissu um þaö,
hvar skipin okkar verða. 1 fyrra
voru aðeins tveir af fimm togur-
um okkar i höfn um jólin. Við er-
um misjafnlega heppnir með
þetta.
Það er sem sé allt óráðið hjá
okkur, hvað þetta snertir.
ögri og Vigri
Þórður Jónsson hjá Ogurvik,
>agði. að þeirra togarar yrðu
sennilega báðir að veiðum um jól-
in. Ogri kæmi úr söluferð um
miðjan desember. en Vigri 17.-19.
desember og bæði skipin ættu að
selja afla sinn vtra i byrjun næsta
árs, en þá eru markaðshorfur oft
góðar.