Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 20
20 TÍMINN Jólablaö 1973 Gömul mynd frá hattabúö Sofflu Pálma. Sofffa mátar nýjan hatt á unga stúlku, Albert eiginmaöur Sofffu veitir ráö. ÞEGAR ÉG BYRJAÐI AÐ VERZLA Á KREPPUÁRUNUM, HÉLDU ALLIR AÐ ÉG VÆRI ORÐIN VITLAUS segir Soffía Pálma, hattadama 1 Iðnsögu Islands stendur á blaðsiðu 182, siðara bindi: „Hattasaumur er og sérgrein kvenna. Hann krefst þriggja ára iönnáms og er aö öllu leyti háöur fyrirmælum þeim um iönnám, er sett voru mcö lögum nr. 100, frá II. júli 1038. Hattasaumakonur eiga fulltrúa I iönráöum.” Um þaö leyti eru 10 starfandi hattageröir á tslandi, þar af ein i Vestmannaeyjum, þrettán i Reykjavik, tvær á Akureyri, og þrjár voru á Siglufiröi. Hattar á islandi Þessar hattagerðir saumuðu kvenhatta af öllum gerðum. Nú eru aðeins örfáar hatta- verzlanir á Islandi, og telja má á fingrum annarrar handar þá hatta, er saumaöir eru i landinu, þvi innflutningur á höttum hefur lagt iðngreinina að velli — svo til alveg. Samkvæmt þeim upplýs- ingum, sem handbærar eru, var á timabili mikið fjör i þessari iöngrein. Islenzkar konur áttu hatta til skiptanna og hatturinn var stöðunnar tákn hjá konum og körlum. En nú eru hattaverkstæði hljóð, og yfirgefin, þar sem áður var setið viö sauma. A þeim stærstu unnu allt aö tiu konur við hatta- gerð, og þá var ys og þys, skvaldur og hviss, og allir fallegu hattarnir fóru fram i búðina þar sem glæsilegt úrval var af hött- um. Allar gerðir varð að hafa, sumarhatta, vetrarhatta, jarðar- fararhatta og brúðarhatta, og mörgum karlmanninúm var það ærin raun að ganga á sólbjörtum degi fram hjá þessum musterum fáránleikans, hattabúðunum, með konuna sér við hlið. Ein þessara hattabúða er hattabúð Soffiu Pálma, sem allar konur þekkja og við ræddum við Soffiu hér á dögunum, til aö fræðast svolitiö um hatta. bótt ekki megi undir neinum kringum- stæöum lita á þetta spjall sem einhverja úttekt á gamalli, og umfram allt virðulegri, iðngrein. Hattabúð Soffiu Pálma. Rætt við Soffiu Pálma Gamalt hús, sem stynur, en er samt svo viðfeldið, og mjó gang- stéttin fyrir framan verður ennþá mjórri, þegar Kleppur hraðferð rennur eins og stórskip eftir sund- inu milli húsanna, sem heitir Laugavegur. Við ætlum að hitta Soffiu Pálma og tala við hana um hatta og hattadömur, sem eru ekki lengur til, þvi allir hattar koma nú frá útlöndum, eins og frægðin hjá söngvaranum mikla. Sagðist henni frá á þessa leið: — Ég fæddist á Mjóafirði, en ólst upp hjá móður-ömmu minni, Sigþrúði Jónsdóttur, þar til ég var tólf ára gömul. Ég var „for- boðinn ávöxtur”, eins og það er oft kallað. Fóstra min dó, og þá fór ég til föður mins, Pálma Pálmasonar, er átti verzlun á Norðfirði. Hann var bróðir Ingv- ars Pálmasonar alþingismanns, sem margir kannast við. Upp úr þvi fór ég fljótlega að vinna fyrir mér sjálf, og ég er eins ómenntuð og unnt er að vera, en tel mig hafa haft meðal gáfur. Ég vann hvaöeina sem hægt var að fá, fyrst á Mjóafirði, en siðar á Seyðisfirði, og þar gekk ég meðal annars um beina á gisti- húsinu. Ég var þar, þegar Sterl- ing gamli strandaði, og þá urðum við að stjana kringum stóran hóp af fólki i hálfan mánuð. Ég man varla eftir þvi, hvað fólkið var margt, en það var fjöldi manns. Seyðisfjörður var i uppgangi þá. Þetta var á þeim árum, er Guðmundur Hagalin var þar rit- stjóri. Frá Reyðarfirði fór ég til Reykjavikur. Það var árið 1925, minnir mig. Þar var ég hjá frú Elinu Thorarensen, móður séra Jóns Thorarensen, sem er ein- hver albezta manneskja, sem ég hefi kynnzt. Svo veiktist ég og varð að vera tvö ár á Vifilsstöð- um. Tvö ár á Vífilsstöðum Berklahælið var þá fullt af ungu gáfuðu fólki, reyndar fólki á ýms- um aldr^og það dó margt á Vifils- stöðum þá, en annað fékk bata. Guð gaf sumu fólki afskaplega góðan bata vegna hans Helga Ingvarssonar, yfirlæknis, sem var mikið prúðmenni og góður við alla menn. Hann var alveg eins og helgur maður. Ég man eftir mörgum sjúkling- um þarna, m.a. Hildi Valfells, Jóni Valfells, Þórbergi Þórðar- syni og Jónasi Þorbergssyni, siðar útvarpsstjóra. Jónas stóð siðar( fyrir þvi, að hreinsað var til á Vifilsstöðum. Þegar hann fór af hælinu, gagn- rýndi hann harðlega ýmislegt i rekstrinum. Var eitthvað af starfsliðinu látið hætta störfum upp úr þvi. Jónas gagnrýndi ekki sjálfa hjúkrunina og læknisþjón- ustuna, heldur m.a. mataræðið, sem var iélegt, og að sjúklingun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.