Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 65
Jólablað 1973
iTÍMINN
65
tilfinning, sem ég heti nokkurn
tima upplifað, að komast inn i
aðra veröld, að vera næstum á
brún þess að skilja hið ókunna. A
sama augnabliki heyrði ég
hryssuna Tex hneggja, nákvæm-
lega eins og hestur kallar á annan
hest. Hún gerði það tvisvar, og
siðan þrisvar. Mér fannst hálft i
hvoru, að ég hefði tapað sjálfum
mér i tima og rúmi. ,,Hún hefur
séð gamla hestinn hennar Zenó-
biu”. Siöan bjóst ég fyllilega við
að sjá Zenóbiu i fjólubláa kjóln-
um, og snéri með litillega við. En
á staðnum, þar sem hún hafði
staðið með i kornann á öxlinni, og_
sagt, „Hann er skritinn eins og
við”, var aðeins rauðrefur, sem
sat algerlega kyrr, með stóra
skottið sitt hringað um fætur sér.
Við stóðum þarna um stund, mjög
kyrrlátir, og horfðum hvor á
annan. Eftir stutta stund geispaði
hann, stóð upp og um leið og
hann leit á mig siöasta sinni,
skokkaði han i burtu yfir
narsissurnar og runnana. Hryss-
an kallaði tvisvar aftur, og þá
varð allt hljótt, nema hið háværa
kvak fuglanna.
Ég veit ekki hversu lengi ég
stóð þarna, fyllilega haminju-
samur, og samt eins og ég hefði
orðið að hluta af óendanleik-
anum, en þegar ég vaknaði var
sólin horfin niður fyrir hæðar-
toppinn. Ég var mér þess ekki
meðvitandi að mig hefði dreymt,
samt sem áður varð ég þess
áskynja, að eitthvað hafði hent
mig, einhver reynsla, sem ég
hafði fengið og gat ekki fengið
aftur, einhver reynsla, sem var
rik og fulinægjandi.
Ég hugsaði með mér ,,Ég verð
að fara heim i kvöldverð”. Eftir
að ég héfði fengið mér siðasta
drykkinn úr uppsprettunni, snéri
ég til baka fram hjá holunni, sem
einu sinni hafði verið kjallari,
og komist upp á stóra flata stein
ínn, sem hatöi verið dyraþrep
Zenóbiu. Hann var dökkur af
bruna,og flisar lágu um hann
allan, eftir að kofinn hafði eyði-
lagzt i brunanum, en það breytti
engu fyrir mér. Ég sá kofann
aftur, eins og hann hafði verið,
með litla fordyrinu þöktu
trompet-blómum, og allt i einu
hugsaði ég með mér, „Hérna er
það, sem hún hlýtur að hafa
fundíð Aaron, dáinn, liggjandi 'á
grúfu, þegar sólin ' kom upp '. Og
i fyrsta skipti fann ég, hvaða
hryðjuverk og harmleikur hafði
skeð þarna. Fram til þessa hafði
það eingöngu verið hluti af sögu.
Skyndilega á þessari stundu
VISSI ég það, næstum eins og ég
hefði verið Zenóbia.þar sem hún
opnaði dyrnar til þess að lita út i
garðinn.
Tex hafði hlaupið burt, meðan
ég svaf, og var næstum uppi á
hæðartoppnum að gæða sér á
fersku grænu grasinu. Ég náði
henni án erfiðleika og við lögðum
af stað niður eyðilegan stiginn, i
gegnum skógana, áleiðis aftur inn
i veröldina. Þegar viö komum að
grænu göngunum, þá hneggjaði
hún tvisvar sinnum aftur, og
sneri höfðinu til þess að lita aftur
fyrir okkur. Ég leit lika til baka,
og hélt að ég myndi sjá gamla
hvita hestinn hennar Zenóbiu
koma brokkandi til þess að fylgja
okkur eftir. En það var ekkert þar
i grænleitu rökkrinu.
Ég fór austur á bóginn, og
tveir mánuðir liðu, áður en ég fór
aftur „upp Ferguson-veginn”. I
þetta skipti fór ég fótgangandi i
fylgd með Rex, Prince og Reginu,
Þau eru stórir varðhundar og ef
ég er heima, þá fara þeir allt, sem
ég fer, og sofa i sama herbergi og
ég. Þeir fara ekki út úr húsinu,
nema ég fari með þeim. Þeir eru
jafn miklir vinir minir og félagar,
eins og mannleg vera, og þess
vegna datt mér aldrei til hugar
að það væri rétt aö taka þá „upp
Ferguson-veginn”, vegna þess a*
það væri villtur heimur, sem þeii
tilheyrðu ekki.
Það var á miðju sumri, og
skógarnir voru fullir af hitaraka,
burknum, blómlegum gróðri og
hrossaflugum. Að klifa upp hinn
langa og torfæra veg, gerði mig
móðan og sveittan, en uppi á
toppnum, þar sem maöur kom inn
i hina háu veröld Zenóbiu var
gola, og loftið var ferskt, enda
þótt viðátta hinna þriggja byggöa
lægi flekkótt og dansandi i móðu
miösumarhitans. Ég fékk aftur
sömu tilfinninguna um að koma
inn i aðra veröld.
Við fórum eftir veginum yfir
hæðarhrygginn, og þegar við
fórum niður á við hinium megin,
þá sá ég nagdýr á brún hins
brugðótta vegar, áreiðanlega af-
komandi parsins, sem ég sá á
sama stað mörgum árum áður,
þegar Zenóbia var enn á lifi. Það
sat bisperrt uppi og hafði auga
með mér og hundunum. Það hljóp
ekki i burtu, þegar ég nálgaðist
það, og þá hugsaði ég með mér.
„Ég læt hundana láta hann
hlaupa. Það verður gaman fyrir
þá, og þeir munu aldrei ná
honum”. Það sat þarna uppi á
vegarbrúninni, tæpa átta metra
frá öryggisholu þess. Þeir höfðu
ekki möguleika á að ná þvi, áður
en það hafði difið sér ofan i
holuna.
Varðhundar eru ekki veiöi-
hundar. Þeir eru eingöngu varð-
hundar. Þefskynjan þeirra er
ekki góð, og sjón þeirra er varla
betri. Þeir heyra allt, jafnvel úr
mikilli fjarlægð, en þeir heyrðu
ekki i nagdýrinu. Þeir voru
hlaupandi um með sinar sljóu
nasir við jörðina, tæplega tólf
metra frá þvi.
Allt i einu sagði ég, „Sjáið!”,
og allir þrir lyftu upp höfðum
sinum og sáu nagdýrið Þeir hlupu
að honum frá þremur hliðum, en
samt sem áður var flóttaleið hans
opin. Hann var öruggur.
En undarlegur hlutur skeði —
eitthvað, sem ég hefi aldrei áður
séð, né heldur siðan. Það hljóp
ekki. Þð sat bara þarna, upprétt,
glamrandi svolitið tönnum, fullt
trausts, rétt eins og það hræddist
ekki neitt. A einu augnabliki
höfðu hundarnir þrir náð þvi, og
stuttu siðar var þvi lokið, og
skyndilega var. mér illt.
Ég hafði gert hræðilegan hlut.
Ég hafði svikið Zenóbiu og nag-
dýrið. Ég hafði misboðið öllum
þessum heimi, sem ég hafði
iengið leyfi til að tilheyra...
heimi, sem ég gat komizt inn i,
vegna þess að ég var „skritinn”.
Jafnvel i dag, þremur árum sið-
ar, þá skammast ég min og hefi
viðbjóð á þvi, sem ég gerði vegna
heimskulegrar hugmyndar,
hugsunarlaust. Minningin um
skringilega nagdýrið sitjandi
þarna fullt trausts og óttalaust
mun ávallt fylgja mér. Ég hafði
gert hræðilegan hlut.
Ég fór ekki einu sinni að garð-
inum og vatnsþrónni, enda þótt
hitinn og klifrið hafi gert mig
hræðilega þyrstan. 1 stað þess
snéri ég til baka, skildi eftir hiö
dauða og sundurtætta nagdýr
handa ránfuglunum, kallaði á
hundana og lagði aftur af stað
niður hliöina.
Ég tók aldrei hundana með mér
aftur, þegar ég for „upp Fergu-
son-veginn”.
Næsta morgun færði pósturirm
George mér þungan pakka. Hann
kom frá Abilene, Washington, frá
tehgdadóttur Ed Berry. Innan i
honum var bréf frá henni. I þvi
sagði hún einfaldlega, að hún
væri að senda mér nokkur gömul
bréf og dagbók, sem hún hefði
fundið i kofanum eftir dauða
Zenóbiu. Þar sem ég var nú eig-
andi staðarins og liklega eini ætt-
ingi Zenóbiu, þá fannst henni að
ég ætti að fá þau.
Bréfin voru ástarbréf Aarons,
skrifuð þegar hann var i Vestur-
rikjunum, blekið á þeim var
löngu orðið gult og máð, og papp-
irinn farinn og rotna. Eins og ég
hefi sagt ykkur, þá voru þetta
ástriðufull bréf, heiðin og villt, og
undarlegt að þessi bréf, svo sér-
kennileg sem þau voru, skyldu
hafa verið skrifuð af ungum
manni, sem fæddur var og alinn
upp i svona venjulegu andrúms-
lofti, sem rikti i dalnum. Það var
augljóst að hann og Zenóbia
þekktu undarlega ánægju og
dýrð, sem var skyld skóginum,
fuglunum og ánum, og eru fjarri
daglegu lifi dalabúanna. I þessum
bréfum var tilfinning Pan
Dionysusar, og Diönu frá Ephes-
us.
Um dagbókina skrifaði tengda-
dóttir Ed Berry, „Ég fæ ekki skil-
ið það sem i henni stendur. Margt
af þvi virðist vera þvættingur, og
ekkert af þvi virðist skrifað af
neinu viti. Ég hélt að þú myndir
skilja það, af þvi að þú ert bók-
menntamaður.
Það var litiö lesmál i dagbók-
inni, en þeim mun erfiðara aö
skilja hana, en eftir skamman
tima varð það allt saman ljóst.
Nöfnin, sem Zenóbia notaði, voru
ekki mannanöfn heldur nöfn á
dýrum. Samtölin voru ekki sam-
töl við fólk, heldur við fugla og
rándýr akranna og skðganna.
Það voru jafnvel skráð samtöl,
sem hljóta að hafa verið við
anda trjánna, steinanna og foss-
anna. Þarna, uppi á háu hæðinni
inni i miðjum skóginum, hafði
Zenóbia búið i veröld, sem var
full af vinum, sem enginn okkar
hinna gat nokkurn tima þekkt, né
skilið, nema við værum eins og
Zenóbia og ikorninn, pinulitið
„skritin”.
Það er aðeins eitt atvik, sem ég
á eftir að segja frá. Ég á dóttur,
sem nú er ellefu ára gömul. Hún
hefur að mestu vaxið upp i daln-
um. Hún er hávaxin, og einnig
mjög beinvaxin eins og Zenóbia.
En andstætt Zenóbiu, þá er hún
ljóshærðmeð mjög skærblá augu.
Hún á hest og karakúl-kind,
kaninur og dúfur, og hún veit allt,
sem hún þarf að vita um dýr, bú-
skap og jörðina, vegna þess að
hún hefur tilfinningu fyrir þess-
um hlutum, en án þessarar til-
finningar getur enginn skilið dýr-
in, eða hvernig hlutirnir vaxa.
Vinur minn sagði einu sinni við
mig, „Hún er óráðið barn. Þegar
hún iítur á þig með þessum skær-
bláu augum, þá veiztu að hún
þekkir hluti, sem þú þekkir ekki,
og munt aldrei þekkja". Það er
það, sem Zenóbia mundi án efa
hafa kannazt við sem „skritið”
augnatillit.
Hún á vinkonu, sem er kölluð
Maria, sem er eins ólik henni og
hugsazt getur. Maria er smávax-
in, holdug, kát og masgefin, en
þær skilja hvor aðra, og marga
hluti, sem sumt af okkur eldra
fólkinu skilur ekki. Þegar þær
voru átta ára gamlar, þá byrjuðu
þær á þvi að vera burtu allan dag-
inn, og tóku þá stundum brauð-
sneiðar með sér. Það var leynd-
armál, hvert þær fóru. Stundum
betluðu þær brauð úr eldhúsinu,
og voru burtu allan daginn. Það
voru margir staðir til að fara til —
skógarnir, vikin, mýrin með
villta þanginu, sem fjölskyldan
kallaði „Frumskóginn". Svo voru
það hellarnir og fossarnir. Hvor-
ug þeirra hafði minnsta ótta af
villtum hlutum, jafnvel ekki af
snákum.
Eitt kvöldið komu þær ekki aft-
ur heim, fyrr en eftir að farið var
að skyggja. Ég fór út til að sækja
þær, og eftir að hafa leitað i
klukkustund, þá sneri ég aftur
heim, og fann þær i eldhúsinu,
borðandi kvöldverð.
Ég sagði, „Hvar voruð þið?"
Sally vildi ekkert segja, en vin-
kona hennar, Maria, sagði, „Við
biðum eftir að sjá þvottabirnina
koma út. Þeir koma ekki út fyrr
en eftir að dimma tekur”.
„Sáuð þið þá?”
Ég sá að Sally gaf Maríu dimmt
og ákaft augnatillit til þess að
heimta þögn, en hún var þegar
farin aö tala. „Já, við sáum
þvottabirnu og heila fjölskyldu.
Þei komu að uppsprettunni, og
þvottabirnan þvoði allt, sem hún
gaf börnunum að borða, áður en
hún afhenti þeim það.
".Hvér'nig gátuð þið séð þá, þar
sem farið var að dimma?”
„Við sáum þá ágætlega”, sagði
Sally þrjózkulega.
„Voruð þið ekki hræddar i
dimmunni á heimleiðinni? ”
spurði ég.
Og Sally spurði með fyrirlitn-
ingu, „Hvað er það, sem maður á
að hræðast?”
Litlu siðar, þegar ég var einn
með dóttur minni, sagði ég
ákveðið, „Ég verð að fá að vita,
hvert þið farið. Þú verður að
segja, hvert þú ert að fara. Það er
stórt landrými hérna, og ég verð
»
LEGO kubbarnir eiga sívaxandi vinsældum að fagna
hjá börnunum, því að LEGO grunnöskjurnar eru barmafullar
LEGO kubbar, til að byggja
úr skip, sem jafnt má sigla á
gólfteppinu og í baðkerinu.
Húsgögn úr LEGO kubbum.
Nú geta börnin byggt heilt
brúðuhús, með húsgögnum
eftir eigin hugmyndum.
REYKJALUNDUR
VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI
AÐALSKRIFSTOFA REYKJALUNDI, Mosfellssveit - Sími 91-66200
SKRIFSTOFA í REYKJAVÍK, Suðurgata 10 - Sími 22150