Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 7
Jólablað 1973. tr ;-i’ TÍMINN sem kunni öll ráðin” — sagöi nefndin — stórkaupmaður Feng- er, Haraldur Arnason, er lagðist sjálfur fárveikur, en sendi lykl- ana aö búð sinni, og Jen- sen-Bjerg. Þeir komu upp rúmun- um á liðugum sólarhring. Þórður Sveinsson var geröur að yfirlækni og frú Bjarnhjeðinsson yfirhjúkr- unarkona. Þá þegar voru 50 sjúklingar fluttir þangað. Þeir voru allir að dauða komnir, þegar þeir voru fluttir, enda voru nokkrir af þeim dánir, þegar á spitalann kom, og sumir þeirra dóu fám stundum eftir að þeir komu þangað. Frostið og opnu gluggarnir ljeku sjúklingana afar hart. Sumir voru svo kaldir, að þeim hlýnaði ekki á þremur timum og dóu, áður en þeim hlýnaði. Nú vissu bæjarbúar fyrst, hvernig spanska veikin var. Tveir þriðjungar voru veikir á ýmsum stigum. An efa hafa 14 til 15.000 manna lagst. Siðar var 20 rúmum bætt við þessi, sem byrjað var með. í nótt dóu 25 manns i barnaskólanum Svo flugu fregnirnar út um bæ- inn. ,,1 gær dóu 20 manns i barna- skólanum.” Degi siðar kom fregnin. ,,1 nótt dóu 30 manns i barnaskólanum.” Og enn degi siðar: ,,1 nótt dóu 25 manns i barnaskólanum, og enn degi siðar: ,,1 nótt dóu 24 manns i barnaskólanum.” Hve margir dóu annarsstaðar i bænum, vissi enginn um. A fregnmiða frá lækn- um komu þessar ráðleggingar: „Gangið hljóðlega um i húsunum og segið sjúklingunum ekki slæmar frjettir. Reynslan sýnir, að þeim þyngir af þvi.” Þegar simskeytin hjeðan komu til Hafnar hvert öðru voveiflegra, var Reykjavik kölluð i blöðunum erlendis: Deyjandi bær Svo þurfti að fara að kistuleggja hina látnu, en likkist- ur skorti algjörlega. Smiðirnir unnu dag og nótt, en það náöi skammt. 117 likkistur voru pantaðar frá Hafnarfirði, en þær fyltust fljótt. — Kistulögðu likun- um var hrúgað upp fyrir framan likhúsið. Völundur og Slippfjelag- iö smiðuðu lika kistur. Þeir, sem jeg leit eftir, lögðust sumir seint, og jeg beið eftir þvi með óþreyju, hvenær jeg gæti simað til Emiliu og Láru dætra minna, að fólkið þeirra væri úr hættu. Þegar sim- skeytið kom til þeirra, urðu þær að herja upp hugann, til að taka við skeytinu frá hinum deyjandi bæ.,,Hvaða dauðsföll eru i skeyt- inu?” Alls dóu úr veikinni, eftir þvi sem næst varð komist, 300 manns. Þegar læknarnir komu inn i kjall- araheimilin i bænum, ofbuðu þeim ibúðarþrengslin. 10 manns lágu oft i einu herbergi á flat- sængum á gólfinu, svo þeir gátu tæpast stigið niður fæti á milli þeirra, sem lágu á gólfinu. Astæð- urnar til þessa voru þær, að i bænum hafði fjölgað um 5-6000 manns, en cements-tunnan var komin upp i 42 krónur, úr 9-10 kr., og verkalaunin höfðu ferfaldast. Alls voru 16-17.000 manns i bænum, þegar spanska veikin geisaði hjer. Hervarnarlina við Jökulsá Þegar veikin var mjög i rjenum, mætti jeg Þórði Thór- oddsen. Við fórum inn á Hótel Is- land til að fá kaffi. Aður en hann var hálfnaður með kaffibollann, voru komnir þar fjórir menn að leita hans, og hann búinn að af- greiða 4 recept. Hann var örþreyttur og fyrirgengilegur, og jeg minti hann á gamla sögu af honum sjálfum. Við höfðum alveg nýlega fylgt sira Jens Pálssyni til grafar, og jeg kom heim til hans út af einhvejí.ju. Þá segir frú Anna Thóroddsen: Farið þið nú ekki að verða hræddir um ykkur, þegar sira Jens er fallinn frá?” Nei, sagði Þóröur. „Jeg verð ekki lifandi ögn hræddur um mig fyr en Indriði er dauður.” Siðan hefur hann og vaktað heilsu mina, l>r. med Ilalldór Hansen. Hann var nýkominn frá framhaldsnámi^þegar spanska veikin brauzt út. Hann var meðal þeirra lækna, er unnu viðsjúkrahúsiö i Miðbæjar-barnaskólanum. hvenær sem þess hefur þurft, til þess að draga það, aö verða hræddur um sjálfan sig. Páll Einarsson, bæjaríógeti á Akureyri, gerði alt, sem i hans valdi stóð, til að verja bæ og land fyrir spönsku veikinni, og tókst öllum vonum framar. Þeir sýslu- menn þar nyrðra vörðu Húna- vatnssýslu austan Gljúfrár. Inflú enzan kom ekki til Norðurlands. Gisli sýslumaður Sveinsson hafði gæta hervarnarlinu i Jökulsá á Sólheimasandi. Hann varnaði spönsku veikinni að komast aust- ur yfir ána og varði jafnframt alt landið fyrir austan sig.” Hangikjöt HÁTÍÐA- MATUR Vandlátir velja HANGIKJÖTIÐ frá okkur REYKHÚS SAMBAND ÍSLENZKRA SAMYINNUFÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.