Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 61
Jólablað 1973
TÍMINN
61
villtra greipaldina, sem héngu
niður á veginn.
Gömlu mennirnir sögðu, að þvi
hafi stundum verið hvislað
manna á milli, að Aaron hafi ekki
komið til baka niður i dalinn sömu
nóttina. Það einkennilega var, að
hvislið olli afar litlum óhugnaði
eða gremju i svo virðulegum
heimi, sem dalurinn var. Ég held
að það hljóti að hafa verið vegna
þess, að jafnvel þetta fólk skynj-
aði, að það var eitthvað sérstakt
við Zenóbiu. Það var eins og hún
tilheyrði öðrum heimi, þar sem
rikti undarlegt, ótamið einmana
lif. Ég veit það ekki,kannski hefur
enginn vitað það,hvort Zenóbia og
Aaron voru elskendur, en það
virðist óliklegt, að þau hafi ekki
verið það. Hann var laglegur,
ótaminn ungur maður, og hún bjó
ein og aðhaldslaus, hátt uppi á
einmanalegu hæðinni sinni.
Einn gömlu mannanna, sem
var kallaður Mr. Charles, sagði
við pabba, ,,Ég vona aö þau hafi
verið elskendur. Þau ættu að
hafa verið það. Það væri rangt,
biturt og grimmilegt, ef þau hafa
ekki verið það”.
Þau hefðu gift sig, eins og þau
ætluðu sér, ef Aaron hefði ekki
haft áætlun á prjónunum. Hann
ætlaði að fara i „Vestrið”, vegna
þess að hann vildi koma sér
áfram, og hann vildi vera orðinn
ráðsettur, áður en þau giftu sig.
Með þetta i huga lagði hann af
stað einn góðan veðurdag, með þá
ákveðnu hugmynd, að hann
ætlaði að finna gullnámu, koma
siðan aftur og giftast Zenóbiu, og
taka hana svo með sér aftur
„Vestur”.
Þegar hann fór, tók Zenóbia
aftur upp sina fyrri einmana-
legu lifnaðarhætti. Hún fór aldrei
á dansleiki né fundi niðri í
dalnum, en hélt sig á hæðinni,
umlukinni skógi.
A meðan Aaron var i burtu,
byrjuðu slæmir hlutir að ske i
sveitinni, sem siðan hafa orðið að
þjóðsögum. Út úr buskanum kom
flokkur stigamanna og ræningja.
1 þá daga var langt á milli bæja.
Það var enginn simi, og einu
farartækin voru hestar.
Ræningjarnir voru þrir, einn há-
vaxinn og tveir lágvaxnir. Þeir
voru dökkklæddir, og sáust aldrei
vel i myrkri, og báru skýlur yfir
andlitunum. Þeir gátu birzt á af
skekktum vegi, eða á yfirbyggðri
brú og stöðvað fjölskyldu, eða
ferðamenn og rænt þau. Eftir
skamma hrið, varð það augljóst,
að þetta var ekki flokkur
ókunnugra, þvi þeir héldu sig
áfram i sveitinni, og það var
einnig Ijóst, að þeir vissu, hverjir
voru rikir og hverjir fátækir.
Þeir vissu einnig marga aðra
hluti, svo sem skirnarnöfn
fórnarlambanna.
Eftir stuttan tima varð óttinn
svo magnaður, að enginn vogaði
sér út á veginn að nóttu til, og þá
var það, að stigamennirnir
byrjuðu að ganga á fjarlægu
bæina, brjótast þar inn og stela
og skelfa heimilisfólkið. Hrepp-
stjórninn skipulagði sérstaka lög-
regluflokka til þess að vakta
vegina, og setti upp leitarflokka,
en viðleitni þessara flokka bar
engan árangur, og eftir nokkurn
tima kom i ljós, að einhver gaf
stigamönnunum visbendingu um,
að leitarflokkur væri að nálgast,
þvi þeir létu aldrei sjá sig, né
rændu neinn, þær nætur sem
hreppstjórinn og menn hans fóru
út til leitar.
Á sinum einmana bæ, hafði
Zenóbia Ferguson ekkert af allri
þessari starfsemi að segja. Fólk
reyndi að fá hana til að yfirgefa
staðinn og ilykja niður i dalinn,
en hún sagði bara.að hún hefði
hvort eð er enga peninga og
bærinn væri svo afskekktur, að
hann væri ekki i neinni hættu.
Allavega ætlaði hún að vera
þarna, þangað til Aaron kæmi
aftur. Það getur skeð, en liklegra
mun þó vera, að milli hennar og
þessa landskika, hátt uppundir
himninum ásamt með öðru hafi
verið sérstök samband, sem
annað fólk bar ekki skynbragð á.
Allt um það var hún kyrr i kof-
anum, og kom einu sinni eða
tvisvar i mánuði niður i þorpið,
klædd sinum finustu fötum, til
þess að kaupa það, sem hana van-
hagaði um.
Það sem hún ekki vissi um, eða
leiddi hjá sér, voru ummæli um
að hún væri rik, að hún ætti falda
peninga, sem faðir hennar hefði
látið eftir sig. Fyrir margt fólk
var það eina svarið við öllum bók-
unum. Fólk, sem átti bókasafn
hlaut að vera rikt — og það var
likasvarið við hinum finu fötum,
sem Zenóbia átti. Það skildi ekki
löngun hennar i skartgripi og
silkibönd, og heldur ekki þá stað-
reynd, að jafnvel i grófgerðri
baðmullarkápu leit hún út fyrir
að vera betur klædd og tizku-
legri, heldur en bankastjórafrúin
i sinum pelsum og finu fötum.
Trúgjarnt fólk sagði; „Zenobia
Ferguson á mikið af gulli falið
einhvers staðar".
Svo var það nótt eina, að
fógetinn og lið hans var ekki úti á
vegunum, að stigamennirnir
komu upp stiginn i gegnum
skóginn, og alla leið upp að
bænum. Það var kyrrlát björt
nót, lik og næturnar, sem Zenóbia
og Aaron höfðu riðið upp þennan
frumstæða stig. Hvorki Zenóbia,
né faðir hennar, höfðu nokkru
sinni haft lás á dyrum sveitahúss-
ins og þegar stigamennirnir
komu inn, var Zenóbia sofandi.
Þeir vöktu hana og sem þeir
stóðu þarnai kringum hana, með
vasaklúta fyrir andlitunum,
kröfðu þeir hana um gullið, sem
hún ætti falið. Zenóbia sagði
þeim, kannski með sanni, að hún
ætti enga peninga. Þeir fundu
ódýra skartgripi — mest gler-
steina, og nokkra „ametista”
setta silfri. En þeir voru ekki
ánægðir með þetta, og nú bundu
þeir hana, og heldu logandi eld-
spýtum að iljum hennar til þess
að þröngva henni til þess að segja
sér, hvar peningarnir hennar
væru faldir.
Þetta bar engan árangur. Hún
gaf ekki hljóð frá sér og sagði frá
þvi siðar fyrir rétti, að það hefðu
aðeins verið nokkrir dollarar i
húsinu. Hún sagðist myndi hafa
sagt þeim frá þvi ef hún hataði
ekki ofbeldi, og vildi ekki einu
sinni veita þeim þá ánægju að
finna þessa fáu dollara. Hún æpti
ekki. Hún sagði ekkert við ræn-
ingjana og þegar dagaði, fóru
þeir i burtu, án þess að hafa haft
nokkuð upp Ur krafsinu.
Vika leið, áður en sviðnir fætur
Zenóbiu voru orðnir nógu vel
grónir, til þess að hún gæti
haltrað niður i dalinn til þess að
segja frá heimsókn stigamann -
anna. Gömlu mennirnir sögðu, að
hún hafi alltaf gengið öðruvisi,
eftir þessa hræðilegu nótt. Þeir
sögðu, að þessi atburður væri
einn af ástæðunum fyrir þvi, að
jafnvel daginn, sem hún dó, hafi
hún borið höfuðið hátt—með
undarlegum svip af áköfu stolti.
HUn yfirgaf ekki Ferguson--
staðinn eftir að stigamennirnir
reyndu að ræna hana.Hún létsetja
læsingu á dyrnar og keypti sér
byssu riffifog hund. Seinna sagði
hún við réttarhöldin: „Ég keypti
ekki skotvopn til þess að verja
sjálfa mig heldur staðinn. Ég
vildi ekki hafa ókunnuga ráfandi
um allt. Þetta var minn staður,
og mér þótti vænt um hann og öll
dýrin, sem þar voru. Ég gerði
engum mein ogenginn hafði leyfi
til þess að komaþangað upp eftir,
og gera allt vitlaust.
Þetta var ófáguð útskýring,
kannski vegna þess, að hún hafði
ekki orðaforða til þess að gefa
betri skýringu á þvi, sem hún
meinti, en fremur vegna þess, að
hún trúði þvi ekki að fólk skildi,
hvernig henni leið, jafnvel þó hún
skýrði það út. Ég held, að á þess-
ari stundu hafi fólk byrjað að
skilja Zenóbiu — að hún væri ekki
eins og fólk er flest. og dálitið „á
taugum”, og einnig, að það væri
„öðruvisi” að fara „upp Fergu-
son-veginn”, upp i heiminn uppi
við himininn. Flæmskir innflyt-
jendur byrjuðu að hvisla þvi sin á
milli, að Zenóbia Ferguson væri
„norn”.
Um svipað leyti skrifaði Aaron
úr „Vestrinu”, sagðist hafa
fengið „félaga”, og væri að leita
gulls. Nú kom hún i hverri viku
niður hæðina til þess að sækja
bréfið hans i pósthúsiö. Hann
skrifaði, að það mundi ekki liða á
löngu, þangað til hann kæmi til
baka til þess að sækja hana.
Hún geymdi öll þessi bréf. Frú
Berry (tengdadóttir Ed Berry)
fann þau, þegar komið var upp
eftir til þess að jarða . Zenóbiu.
meira en þrem aldrarfjórðungum
seinna. Þau eru nú i minum
höndum, ásamt dagbók Zenóbiu.
Bréfin eru óvenjuleg, með staf-
setningarvillum og málfræðilega
rangrituð, en full ástriðu og
bliðu, og undarlegum hreinum
skáldskap og dulspeki.
t hinum hrausta, laglega, unga
Aaron hlýtur að hafa verið snefill
af þeim „örlaga" eiginleikum,
sem Zenóbia hafði til að bera alla
sina ævi. 1 einu bréfa sinna
skrifar hann; „Það er gaman
hérna. Þú getur gengið allan
daginn, og hvorki rekizt á hús né
mannveru. Það er ekki margt um
manninn, eins og það er að verða
heima i dalnum. Hérna getum við
tvö átt heim út af fyrir okkur,
með ekkert i kringum okkur
nema tré, villt blóm, fugla og
villidýr. Ég kem fljótlega heim
aftur. Ég mun skrifa þér—þegar
ég legg af stað. Mig langar til að
þú sért þarna biðandi eftir mér,
þgar ég kem upp i gegnum
skógana. Mig langar til þess að
það sé um kvöld, og sólin sé að
setjast bak við hæðina, og við
göngum ofar og ofar upp á
hæðartoppinn, og litum yfir þrjár
sveitirnar, og þá... "
Stundum vitnaði hann i setn-
ingar úr Bibliunni, en það var
alltaf úr hinum ótömdu, heiðnu,
ástiðufullu köflum. Ég man að
meðal annars vitnaði hann oft i
Söng Só'ngvanna, eins og honum
fyndist sitt eigið hlýja hugarþel,
og sin eigin orð ekki vera
nægjanleg. Hann skrifaði,
„Hversu fagrir eru fætur þinir,
iklæddir skóm. Ó, þú dóttir prins-
ins! Mjaðmaliðir þinir eru sem
gimsteinar, smiði handa þinna er
gjörð af leiknum smið."
„Miðdepill þinn er eins og
hringlaga bikar, sem er fullur af
vini. Kviður þinn er eins og
hveitihrúga ilögð liljum. „Tvö
brjóst þin eru sem ungar
rósir, sem eru tviburar”
„Háls þinn er sem turn úr fila-
beini, aúgu þin sem fiskapollar,
sem standa við hliðið að Gyðinga-
baðinu, nef þitt er sem turninn i
Lebanon, sem horfði yfir
Damaskus."
„Höfuð þitt er sem borgin
Carmel, og hár þess konunga-
klæði, konungurinn er látinn vera
á efsta áhorfendapalli.
Hversu fögur og skemmti-
leg ert þú, ást min og unaður”!
Þau voru ólik hinum ráðsettu
fastheldnu ibúum dalsins. úr
hinum snjáðu bréfum Aarons, ris
; úna, næstum hundrað árum
seinna, eins konar ótamin dýrs-
leg ástriða. Ég hygg, að Zenóbia
hafi verið sér þess meðvitandi,
þar til yfir lauk, að Guð hali ein-
hvern veginn sett hana til hliðar,
þannig, að i hennar undarlega
einmana lifi væri auðlegð, sem
hinar konurnar i sveitinni vissu
aldrei um.
Loksins skrilaði Aaron, .og
sagði að hann og félagi hans
hefðu fundið góðan hlut, og að
hann kæmi bráðlega heim. Zenó-
bia -byrjaði að pakka niður
bókunum úr bókasafni föður sins,
sem var i kofanum. Hún geröi
það ekki með dapurleika, þvi að-
eins Aaron og ást hans gat fengið
hana til þess að yfirgefa Fergu-
son-staðinn.
Stigamannanna varenn leitað i
sveitinni. Rán þeirra breiddust
ut til nærliggjandi sveita. Þeir
unnu sin ódæðisverk á hestbaki,
réðust til atlögu sitt á hvorum
staðnum, sem lágu fjarri hvor
öðrum. Ábúendur þriggja eða
fjögurra hreppa fór að ræða um
að kalla út heimavarnarliðið til
þess að halda vörð um brýr og fá-
i’arna vegarkafla.
Svo skeði það nótt eina, að
Zenóbia vaknaði við gelt i hund-
inum sinum, óg i dimmunni
heyrði hún fótatak, og það var
gengið um húsið frá einum dyrum
til annarra. Hún lýsti þvi þannig
fyrir dómstólunum, að hún hafi
ekki verið hrædd. Hún var ein-
ungis reið aftur yfir ágangi inn i
hennar heim. Hún fór fram úr
rúminu, tók fram gömlu ljótu
byssina sina, beindi henni að dyr-
unum og kallaði, ,, Ef þið farið
ekki út, þá hleypi ég af”. Hún beið
um stund, og þá heyrði hún lágan
hlátur i manni og tók i gikkinn.
Hún beið og hlustaði i langan
tima eftir að hún hafði hleypt af.
Hláturinn hljóðnaði, og þaö
bárust engin hljóð neinnar teg-
undar l'rá stöðunum kringum um
kofann, og að lokum háttaði hún
sig altur. En hún svaf ekki. Við
réttarhöldin sagðist hún hala
legið vakandi, þaö sem eftir var
nætur, ekki af ótta, heldur
vegna þess að það sótti á
hana hljóðið i hlátrinum. Það hélt
áfram að sækja að henni, rétt eins
og það væri hlátur einhvers, sem
þú þekkti. HUn hélt áfram að
heyra hláturinn, sem hætti, þegar
hun heyrði byssuhvellinn, stöðv-
aðist fyrr en hún raunverulega
áttaði sig á þvi, þegar sólin kom
upp, klæddi hún sig opnaði dyrnar
og leit út. A dyraþrepinu lá Aaron
á grúfu dáinn.
Það var seint um kvöldið, sem
Zenóbia birtist á heimili ömmu
Ed Bcrry. Hvað hún aðhafðist
þennan langa dag hjá likama
Aarons veií enginn, og mun aldrei
vita. Amma Ed Berry sagði að
andlit Zenóbiu hafi skyndilega
birzt i dyragættinni. Það var búiö
að kveikja á lömpunum og hinn
rauðleiti glampi þeirri náði ekki
einu sinni að breyta lölvanum á
hinu villta unga andliti Zenóbiu.
Svörtu augun voru með undar-
legu starandi bliki.
Amma Ed Berry sagði,
„Komdu inn fyrir og fáðu þér
sæti, Zenóbia. Hvað er að frétta.
Ilvað hefur komið fyrir ?”
Zenóbia settist niður án þess að
segja orð, og starði fram fyrir
sig. Hún sat þögul langa stund,
svo kyrrlát, að amma Ed hélt að
hún hefði geðbilazt.
Siðan sagði hún mjög hljóðlega,
„Aaron er dáinn. Ég drap hann.
Það var óviljaverk”.
Amma Ed færði henni glas af
þrúguvini, sem Zenóbia drakk
með hógværð. Siðan sagði hún
sögu sina með sömu spenntu ró-
seminni. Hún skildi þetta núna.
Aaron hafði komið heim, án þess
að gera boð á undan sér, til þess
að koma henni á óvart. Hún
sagði, „Ég veit hvað hann ætlaði
að gera. Hann ætlaði að koma
hljóðlátlega inn i húsið og vekja
nug, eins og hann gerði stundum,
áður en hann fór i burtu, en eftir
að ræningjarnir komu, þá setti ég
lás fyrir dyrnar á meðan hann
var i burtu. Hann vissiekki um
þetta, og fór i kringum allt húsið
til þess að leita inngöngu. Það var
þá, sem ég heyrði i honum, og tók
lram byssuna. Þegar ég svo
kallaði út, þá hló hann, og hugsaði
með sér, að ég myndi kannast við
röddina...og ég gerði það ekki
... ég gerði það ekki..... ekki
fyrr en eftir á, þegar allt var orðið
kyrrt, og ég hélt áfram að heyra
hláturinn i kyrrðinni, og hélt að
hann liktist Aaron, en það gat
ekki verið. Það var það, sem hélt
mér vakandi til morguns. Ég
sagði við sjálla mig. „Ef það væri
Aaron, þá myndi hann kalla!”.
Siðan byrgði hún andlitið i
höndum sér, en ekkert hljóð
heyrðistfrá henni. Þaðvarekkert
eymdarlegt snökkt. Ilún hélt
álram að vera jafn óttalega kyrr-
lát. Allt i einu sagði hún: Viltu
senda einn piltanna eltir lög-
reglustjóra og presti, og koma
að hjálpa með með Aaron?”.
Amma Ed sagði, að i fyrsta
sinn þetta kvöld, þá hafi hún séð
hið brjálæðiskennda starandi blik
i hinum svörtu augum Zenóbiu.
Það hvarl' aldrei Ur þeim, fyrr en
daginn sem hún dó .
Lörgeglustjórinn og presturinn
komu, og þegar þeir voru farnir,
þá skeði einkennilegur hlutur
Zenóbia sag; við ömmu Ed;
„Lögreglustórinn er foringi ræn
ingjanna. Hann helur sömu
augun, sömu röddina og sama
hátt á andardrættinum. Ég sá
H
DAVID BROWN
SVnCHROmESH
Þeir, sem einu sinni hafa átt David Brown traktor, kaupa
þá aftur.— Það eitt sannar vinsældir þeirra og gæði. David Brown
traktorarnir eru liprirog sterkir með 12 hraðastiga samhæfðum gír-
kassa. Tvöföld kúpling og tvöfalt drif.
SELECTAMATIC fjölnota vökvakerfið gefur marga valmöguleika.
Bændur! — Það borgar sig að kynnast kostum David Brown — áður
en þið ákveöið kaup á traktor.
Hafið því samband viðokkur strax og fáiðnánari upplýsingar.
G/obuSP
LÁGMÚLI 5, SIMI 81555