Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Jólablað 1973 iBBK X* '■' ■ ■ .' . ■ ■ ■. wt m mrn mmm 1 mmm Hong Kong-inflúensan i Sviþjóð Arið 1969 og 1972 herjaði Hong Kong inflúensan i Sviþjóð, á Stokkhólmssvæðinu og viðar. Það dóu mjög margir, þrátt fyrir góða hjúkrun og kröftug lyf. Mest var það aldrað fólk og lasburða, er dó úr vikinni. — Úr hverju dó fólkið aðallega? i spönsku veikinni. — Að sögn læknanna sem stund uðu þetta fólk, dóu flestir úr lungnabólgu, sem virðist hafa verið aðal dánarorsökin og var fylgikvilli inflúensunnar. Nú á timum ættum við hins vegar auð- veldara með að berjast við þann kvilla. Annars er það ef til vill merki- legast (og nú hefi ég eftir öðrum) / að menn virtust vinna bug á spönsku veikinni með sérstakri aðgerð. A vissu stigi veikinnar tóku menn sig saman, læknar og leikir og stjórnvöld, og innréttuðu sjúkrahús í gamla Miðbæjarskól- anum. Þangað var safnað saman öllu veiku fólki og þvi var veitt hjúkrun, matur og drykkur og þarna var upphitun. Mér hefur verið sagt, að eftir að til þessara aðgerða var gripið, hafi mjög fátt dáið. Það, sem skeði, var meðal annars það, að þegar heilu fjöl- skyldurnar lögðust fárveikar, var kannski enginn til að veita hjúkr- un, halda hita i húsunum, né heldur til að veita nauðsynlegustu næringu. Þetta hefur vafalaust átt talsverðan þátt i dauðsföllum. Þetta sýnir okkur ennfremu^ hvað góður aðbúnaður hefur mikið að segja. Umönnun og hjúkrun, þótt kröftug lyf séu ekki fyrir hendi. Kröftugust fyrst Þetta skeður að visu þegar nokkuð er liðið á faraldurinn, en það er vel þekkt fyrirbæri, að influensur eru kröftugri fyrst, þegar þær fara að herja, en smám saman virðist draga úr kraftinum hjá veirunni, er veldur sjúkdómnum. Þá verður og að hafa það i huga, þegar ástandið er metið, að hugsanlegt er — þar sem þaö er yfirleitt veikburða fólk og aldrað, sem deyr úr slik- um farsóttum — að það hafi eink- um verið svo að þessu sinni, að veikasti og vanheilasti hluti borg- anna hafi dáið, og þegar það var skeð, hafið þeir unnið bug á pest- inni. — Annars vil ég benda á, að enn eru á lifi læknar, er stunduðu sjúklinga i spönsku veikinni,og ef til vill væði ráð að spyrja þá fremur en mig, sem hefi aðeins á takteinum almennar upplýsing- ar. Halldór Hansen Dr. Med. llalldór Hansen dr. med, hinn kunni skurðlæknir, sem lengst af starfaði á Landakots-spltala var nýkominn heim frá námi, þegar spanska veikin herjaði. Við hittum Halldór að máli á heimiii hans i Safamýri 28, en hann hefur nýlcga lagt af læknis- störf eftir erfiðan og langan starfsdag. Hann sagði okkur meðal annars þetta. Spanska veikin er tvimælalaust skæðasta farsótt, sem hingað hef- ur borizt á seinustu öldum. Hún fór sem betur fer tiltölulega fljótt yfir. Ég var nýkominn til starfa, eftir framhaldsnám erlendis. Þetta voru hræðilegir timar. Kötlugosið gerði þetta þó enn ömurlegra, því að það var ösku- fall i Reykjavik. Þetta kom þvi mjög illa út, að hafa þetta óhreina loft, ásamt farsóttinni. Það varð öllum fljótlega ljóst, að mjög alvarleg farsótt hafði borizt til landsins og maður opnaði ekki svo dagblað, að ekki væru fleiri eða færri vinir manns dánir og alls staðar var rúmliggj- andi fársjúkt fólk. Með 41 gráðu hita i 10 daga að störfum Ég fékk veikina snemma og fék'k 41 stigs hita og hafði hann i 10 eða 11 daga. Ég man, að Guð- mundur heitinn Magnússon lækn- ir kom til min og vildi endilega láta mig liggja í rúminu, en ég tók það ekki í mál, heldur stundaði sjúklinga allan daginn. Ég fór um bæinn á reiðhjóli, eins og ég gerði allt til ársins 1929, eða frá árinu 1916, er ég fékk reiðhjólið. Eftir það fór ég á bifreið. Það var erfitt að hjóla i ösku- fallinu. Ég ætlaöi alveg að kafna, þegar ég þurfti að hjóla upp brekkur. — Hvað gátuð þið gefið sjúkl- ingunum? — Fólkið dó úr fylgikvillum, lungnabólgu flest allt. Við höfðum auðvitað engin fúkkalyf þá og engin lyf, sem unnu bug á veik- inni, en við gáfum venjulegar kvefmixtúrur og asperin og fyrir- mæli eða reglur um hjúkrun og aðbúnað fyrir sjúklingana, en það var afar mikilvægt. Viða lá allt heimilisfólkið i veikinni, og þá urðu vinir og vandamenn, sem ekki höfðu veikzt, að koma til hjáipar, en einhver dæmi munu hafa verið um það, að fólk dó, jafnvel heilar fjölskyldur, vegna þess að engin hjálp barst. Á þeim timum var ekkert heilbrigðis- skipulag, sem greip inn i, en þó var það ráð tekið að breyta Mið- bæjarbarnaskólanum i sjúkrahús. Þangað var fluttur fjöldi inflúensusjúklinga og lagður inn. Við þetta gjörbreyttist aðstaðan. 200 sjúklingar i Miðbæjarskólanum Ég veit nú ekki hversu mrgir gátu legið i Miðbæjarskólanum, en liklega hefur sjúklingafjöldinn ekki verið undir tveim hundruð- um. H júkrunarfólk kom frá hinum sjúkrahúsunum i bænum, ogennfremur voru atvinnulausar hjúkrunarkonur kallaðar til starfa, eða hjúkrunarkonur, sem voru á lausum kili. Sjúkrahús voru þá Landakotsspitali, sótt- varnarhúsið við Þingholtsstræti, franski spitalinn á Lindargötu og holdsveikraspitalinn i Laugar- nesi. A þessum sjúkrahúsum var mjög alvarlegt ástand, þar eð auðvitaö barst veikin einnig þángað. Læknar höfðu þvi mikið að starfa, að sinna spitölunum og vitjunum út i bæ og svo bráða birgðasjúkrahúsinu i Miðbæjar- barnaskólanum. Læknar þar voru auk min, Matthias Einarsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Hannes- son, Guðmundur Björnsson, Þórður Thóroddsen og að mig ann, þá eru margar spurningar sm leita á hugann. Hvað var spanska veikin og getum viðátt von á svipaðri drep- sótt nú? Við gengum þvi á fund land- læknis, ólafs ölafssonar, á skrif- stofu lians I Arnarhvoli og spyrjum hann fyrst: — Hvað var spánska veikin?, og hann svarar — Inflúensa. Slæm inflúensa. Mér vitanlega hafa ekki varð- veitzt neinar sérstakar rannsókn- ir sem sýnt geti fram á annað. Læknisfræðin var ekki komin svo langt þá i rannsóknartækni, að hægt væri að greina t.d. veirur, sem valda inflúensu. Nú á timum er það hins vegar hægt og við get- um framkvæmt þær. Indriði Einarsson rithöfundur. Rætt við Ólaf landlækni um spönsku veikina Þegar maður skoðár viðburð- ina frá 1918 i samhengi við nútim- — Eru likindi til, að við á Is- landi gætum aftur fengið spönsku veikina hingað til lands? — Já. Við vitum um dæmi, að slæm influensa hafi gert usla, þrátt fyrir nútima heilbrigðis- þjónustu. Oskam saiRVÍRRafoIki ai« IaRð allt og öðpam IaRðSIRÖRRHIR fSIeðiItuira jóla, árs oö f piðap. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.