Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.12.1973, Blaðsíða 15
Jólabiað 1973 TÍMINN 15 vegurinn nærri eingöngu að heimili Zenóbiu. Það var hræði- legur vegur, holóttur, og rauðir sandsteinshryggir komu upp úr dökkum jarðveginum, hingað og þangað . Stuttu eftir að komið var frá bæ Eds lá vegurinn gegnum skóg, og vatt sig lengra og lengra upp, gegnum hin þéttgrónu tré. Þetta var á þeim tima sem „Caterpillar - Traktorar” voru ekki komnir á markað, og landið var svo villt og gróflega vaxið, að þó einhver hyggi skóginn, þá var enginn vegur, sem hægt var að koma trjánum í burtu á, og megnið af skóginum var óhögginn, og hafði verið þarna siðan á isöld. Hlynurinn, beyki- og eikartré risu beint upp, likt og griskar súlur, og voru þrjátiu metra há, eða jafnvel meira, og undir þeim óx skógur af hunda- súrum, flækjugróðri, villtum greipaldinum, burknum og stafa- viði. Beggja megin við hinn bratta og slæma veg, brutust fram læknir i gegn um klasa af burknalaufi. Það var einkennileg, og næstum hitabeltisleg frjósemi, sem umlukti leiðina, sem lá , „upp Ferguson-veginn”, og það er það enn i dag. Næstum hálfa klukkustund brutust hestarnir áfram, i gegnum göng trjáa og vinviðar, og komu þá skyndilega i opið land með háu grasi þar sem sást i brotið hlið. Blágræna grasið var ennþá grænt, og á þvi lá haust- regnið, og meðfram allri girð- ingunni skrýddust espið og hnotan sinum fegursta skrúða upp i fagurbláan októberhimin- inn. Vegurinn var orðinn litlu meira en slóði. Við ókum áfram, og nú komum við upp á beran topp á mjög hárri hlið. Það var likast þvi að við værum komnir á hæsta stað ver- aldar. Uppi yfir okkur var ekkert annað að sjá, en október- himininn, og fyrir neðan lágu dalur eftur dal, stórir og smáir, hver með sinu sérkenní, og skáru sig hver frá öðrum með birki-eikar- og hlynskógum, sem höfðu breytt um lit, og voru orðnir ráuðir,gulir og fjólubláir. Lengst niðri, þar sem dalirnir skiptu sér, lágu gulir flekkir af óunnu korni, umluktir af öðrum flekkjum, grænum að lit, ásamt skinandi smaragðsgrænum flekjum af vetrarrúgi og hveiti. 1 fjarska hvarf þetta allt saman smám saman inn i bláa haustþoku óendanleikans. Faðir minn dró saman hest- ana og sagði, „Taktu nú vel eftir sonur sæll. Þú munt aldrei sjá neitt fegurra en þetta”, Þetta var djarflega sagt af manni, sem hafði séð svo litið af heiminum, en sonur hans, sem hafði séð næstum allan heiminn, þegar þetta skeði, sá það næstum fjöru- tiu árum seinna, að hann hafði rétt að mæla. Við sátum þarna góða stund, og pabbi sló af og til i hestana með beizlinu. Ekki var mælt orð af munni. Jafnvel þá, gizkaði ég á, að hann hefði komið upp allan þennan hræðilega veg, til þess að skoða útsýnið, ekki siður en til þess að heimsækja Zenobiu Ferguson. Við héldum af stað til baka niður hliðina, eftir hinum villt a vegi, og þegar við komum að blómstrandi þyrpingu af kryddtrjám, þá komumst við alveg upp að pari af stokköndum. Þá skeði mjög einkennilegt atvik. Þær þutu ekki upp með sinum þunglamalega hávaöasama hætti. Þær sátu bara á sinum mjóslegnu leggjum, likt og tvær holdugar gamlar manneskjur og gláptu á okkur. Onnur þeirra gaggaði litið eitt, eins og hún væri að skamma okkur. En enda þótt við færum fram hjá þeim i minna en þrjátiu metra fjarlægð, þá hreyfðu þær sig ekki. Þær sneru bara höfðunum til þess að sjá okkur hverfa. Ég sagði við föður minn. „Hversvegna hlaupa þær ekki i burtu”? Einar svarið, sem ég fékk var: „Ég veit það ekki. Þær sjá kannski ekki oft fólk hérna, uppi, og eru þess vegna ekki hræddar við það”. Það kom nú stór beygja á veg- inn, og við komum auga á smá- hýsi, sem stóð á mót hliðinni, sem lá fyrir neðan kambinn á auðu háhæðinni. Húsið var mjög litið, og af þvi að það hafði aldrei verið málað. þá bar það silfurgráan viðarlit, sem hafði veðrazt i ótal mörg ár, og vinviðurinn, sem kræklaðist yfir anddyrið gerði sýnina enn tilkomumeiri Fremur illa farin staurgirðing umlukti litla garðinn, og vinviðurinn hafði vaxið yfir hana, og fyrir framan dyrnar stóðu tvö ómiss- andi norsk grenitré, sem standa framan við alla sveitabæi i okkar landshluta. Veturgamall foli hljóp til okkar i girðingunni, þegar hann heyrði okkur koma, og hneggjaði lágt, og þrir stórir hundar, einn þeirra mjög gamall veiðihundur, og hinir tveir fjár- hundar, komu hlaupandi og gelt- andi að okkur. Þegar við svo kipptum i taumana, opnaði ein- kennileg vera dyrnar, og gekk niður stiginn til okkar. 1 fyrstu hélt ég þetta vera karl- mann, vegna þess að hún klæddist karlmannsfötum-bláar bómullarbuxur og köflótt karl- mannsskyrta, opin i hálsinn. Veran var grönn sem karlmaður, og mjög beinvaxin, en andlitið var of kvenlegt til þess að tilheyra karlmanni, og svart hárið, dregið saman i hnút i hnakkanum, tók af öll tvimæli. Faðir minn sagði, „Sæl vertu, Zenóbia frænka. Viðerum komnir til að heimsækja þig”. Og hún svaraði. „Þið eruð svo sannar- lega velkonir, Tom frændi. Bindið hestana og komið inn- fyrir”, Þegar ég klifraði niður af háum hestinum, þá lagði hún hönd sina á höfuð mér og sagði, „Er þetta sonur þinn?” Og faðir minn svaraði, „Já þetta er sá i miðið”. „Ég minnist þess ekki að hafa séð hann áður”, sagði Zenóbia. Siðan hélt hún höfði minu milli handa sér, og horfði á mig um stund. Um leið og hún sleppti tak- inu, sagði hún. „Já, hann kemur til. Hann hefur rétta augnaráðið”. Við föður minn sagði hún, „Þú veizt, að þú getur séð út menn og skepnur eftir augnaráðinu, Tom”. Ég hafði ekki minnstu hug- mynd um, hvað hún meinti. Ég vissi bara, að ég hafði fengið mina fyrstu reynslu af dáleiðslu. Ég sá ekkert, nema augu Zenóbiu Ferguson, löngu eftir að hún hafði snúið frá mér, jafnvel þó ég liti upp i skinandi októbersólina. Þau voru svört i ndiánaaugu augnsteinar og dimma, og i þeim var æsilegur ákafi, ekki brjálæðis legur, sem mér tókst að skynja siðar, heldur æsileiki þess, sem er I öðrum heimi að baki þessum. Ég veit það núna, að ég var lika undrandi yfir kynleysi hennar — hún virtist vera lagleg vera, full af ákafa-, sem liktist engum karl- né kvenmanni, sem ég hafði nokkurntima séð. Hún var að minnst kosti sextug, er þetta skeði samt, var hún i vexti sem drengur, og hár hennar var enn svart. Ég býst við að þetta, eins og augu hennar hafi verið erfðir frá fjarskyldum Indiánahöfð- ingja. Hundarnir snerust i kringum okkur, þefandi og dillandi rófum sinum og hviti folinn kom frá girðingunni og nuddaði múla sinum við höfuð mitt. Ég var litill og stóri foli, sem hegðaði sér eins og hundur, hlýtur að hafa gert mig skelkaðan, þvi Zenóbia sagði: Vertu óhræddur. Hann meiðir þig ekki. Hann er bara að leika sér”. Siðan ýtti hún honum frá og sagði. „Haluptu frá, Willie”. Willy hljóp i burtu, og Zenóbia, sagði, „Þú borðar auðvitað kvöldverð hérna. Tom frændi”. Pabbi möglaði eitthvað, en það dugði ekki. Zenóbia sagði, „Þú kemur innfyrir Tom, og spjallar við mig, á meðan ég malla eitt- hvað. Strákurinn getur leikið sér fyrir utan á meðan”. Þau fóru inn i kofann, og ég ranglaði út i skóg, sem óx i kringum húsið. Þegar ég nú lit til baka, þá leit þessi garður þannig út i augum smádrengs, sem hann væri eins rómantizkur og fullur ævintýra, sem skógur i Sumatra. 1 október eru fá blóm blómstr- andi, en staðurinn var sem hrúg- ald af iris, gamaldags rósarunn- um, greipaldinum og ávaxta- trjám. Ég tróð mér að stórum hrislum með greipaldinum, og borðaði þau, á meðan ég ranglaði um skóginn. Þrir hundar eltu mig, og folinn Willie, og allt i einu varö ég laus við öll óþægindi af þeim. Þeir urðu allt i einu sem gamlir vinir minir,og þegar hviti folinn nartaði i hárið á mér, þá hló ég bara með þeirri ánægju- kennd, sem drengir þekkja, sem átt hafa ketti eða hvolpa. Innan um hina villtu liljurunna, rakst ég á vatnsþróna, þar sem vatnið gaus upp úr rauðri sand- steinsuppsprettu, inn i stóra steinahleðslu. Það var kalt hreint vatn, og ég hélt greipaldinum gróða stund undir bununni, þvi þau brögðuðust betur köld. Bak við vatnsþróna stóð gamla bjálkahúsið, byggt þarna við hliðina á uppsprettunni af afa Zenóbiu á timum Indiánanna. Þetta var litill kofi, ekki meira en 5x7 metrar að flatarmáli, gerður af handhöggnum bjálkum, og var H SÚKKAT, HESLIHNETUKJARNAR, VALHNETUKJARNAR, MÖNDLUR, BÖKUNARHNETUR, LYFTIDUFT, PERLUGER, KÓKOSMJÖL, SÝRÓP, SUÐUSÚKKULAÐI, SÚKKULAÐISPÆNIR, HVEITI, SYKUR, FLÓRSYKUR, PÚÐURSYKUR, LJÓS OG DÖKKUR, KONFEKTMARSIPAN, SKRAUTSYKUR, TERTUBLÓM, KÚRENUR, ALLS KONAR, SULTUR, 10TEG. VANILLUSTENGUR, MATARLÍM, ALLAR TEGUNDIR AF ESSENSUM OG DROPUM. íUUeimUU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.